09.07—07.08.2022

Sýningar

Arkíf horfinna verka

Opnunarviðburður 9. júlí kl. 15-17

Safneign Nýlistasafnsins er fyrir löngu orðin lifandi goðsögn, en í henni leynast óleystar ráðgátur sem nú taka yfir sýningarrými safnsins í Marshallhúsinu. Arkíf horfinna verka miðar að því að ná yfirsýn yfir safneignina á meðan unnið er að því að leysa þessa leyndardóma og gestir eru beðnir um að leggja sitt að mörkum í rannsókninni. Niðurstaðan verður heimildasafn um verk sem að af einhverjum ástæðum eru ekki á þeim stað sem þeim er ætlaður. Verkefnið tekur yfir sýningarrýmið í Marshallhúsinu frá 9. júlí til 7. ágúst í sumar. Samhliða því hefjum við upptökur á efni fyrir Nýló rásina, nýja hlaðvarpsveitu sem fer af stað með sumrinu.