09.07.2022

15—17

Viðburðir

Opnun: Arkíf horfinna verka og Nýló rásin

Verið hjartanlega velkomin á opnun fyrsta kafla rannsóknarverkefnisins Arkíf horfinna verka, laugardaginn 9. júlí 2022 frá kl. 15-17. Klukkan 15:00 spjallar Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, safneignarfulltrúi Nýló, við gesti um verkefnið, tilurð þess og tilgang. 

Hvað gæti hafa komið fyrir horfnu verkin? Í hvaða hillu eru þau komin? Eru þau hreinlega ekki lengur í varðveisluhúsnæðinu? Var þeim skilað til fyrri eigenda? Komið fyrir í öðrum geymslum? Voru þau lánuð á sýningu og aldrei skilað? Urðu þau fyrir óafturkræfum skemmdum? Finnast einhverjar ljósmyndir af verkunum? Hefur eitthvað verið skrifað um þau? Hvenær voru þau sýnd síðast? Og hvað með verkin sem við vitum ekkert um? Hvaðan komu þau? Hver er listamaðurinn? Hefur þú einhverjar upplýsingar? 

Arkíf horfinna verka tekur yfir sýningarrýmið í Marshallhúsinu frá 9. júlí til 7. ágúst í sumar. Samhliða því hefjum við upptökur á efni fyrir Nýló rásina, nýja hlaðvarpsveitu sem fer af stað með sumrinu og býður fulltrúum Nýló til þátttöku.

Verið hjartanlega velkomin á opnun fyrsta kafla rannsóknarverkefnisins Arkíf horfinna verka, laugardaginn 9. júlí 2022 frá kl. 15-17. Klukkan 15:00 spjallar Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, safneignarfulltrúi Nýló, við gesti um verkefnið, tilurð þess og tilgang. 

Hvað gæti hafa komið fyrir horfnu verkin? Í hvaða hillu eru þau komin? Eru þau hreinlega ekki lengur í varðveisluhúsnæðinu? Var þeim skilað til fyrri eigenda? Komið fyrir í öðrum geymslum? Voru þau lánuð á sýningu og aldrei skilað? Urðu þau fyrir óafturkræfum skemmdum? Finnast einhverjar ljósmyndir af verkunum? Hefur eitthvað verið skrifað um þau? Hvenær voru þau sýnd síðast? Og hvað með verkin sem við vitum ekkert um? Hvaðan komu þau? Hver er listamaðurinn? Hefur þú einhverjar upplýsingar? 

Arkíf horfinna verka tekur yfir sýningarrýmið í Marshallhúsinu frá 9. júlí til 7. ágúst í sumar. Samhliða því hefjum við upptökur á efni fyrir Nýló rásina, nýja hlaðvarpsveitu sem fer af stað með sumrinu og býður fulltrúum Nýló til þátttöku.