17.11.2022

Fréttir

Nýlistasafnið tók þátt í ráðstefnunni Contemporary Cultural Conversations með glæsilegri dagskrá tileinkaðri samfélagslegri list. Listamennirnir Wiola Ujazdowska og Pola Sutryk, ásamt mannfræðingnum Anna Wojtynska settu mark sitt á daginn með einlægum og öflugum gjörningum og fyrirlestrum sem saman skapaði eina heild — sameiginlega upplifun um það að tilheyra, fólkfslutning, gagnkvæma virðingu, jaðarsetningu og upplifun ólíkra og útilokaðra hópa. Auk þess fræddi Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins áheyrendur um starfsemi Nýlistasafnsins, og María Gylfadóttir, eigandi og framkvæmdastjóri North Consulting flutti erindi um frumkvöðlastarfssemi.

Hér í fréttinni má sjá augnablik frá deginum, sem fór fram 11. nóvember síðastliðinn, í SOHO verkefnarými í Sofia, Bulgaria. Viðburðurinn var skipulagður af framkvæmdarteymi Ritual Gatherings, þverfaglegri listahátíð sem fram fer hvert sumar í Varna, Búlgaríu.

Nýlistasafnið tók þátt í ráðstefnunni Contemporary Cultural Conversations með glæsilegri dagskrá tileinkaðri samfélagslegri list. Listamennirnir Wiola Ujazdowska og Pola Sutryk, ásamt mannfræðingnum Anna Wojtynska settu mark sitt á daginn með einlægum og öflugum gjörningum og fyrirlestrum sem saman skapaði eina heild — sameiginlega upplifun um það að tilheyra, fólkfslutning, gagnkvæma virðingu, jaðarsetningu og upplifun ólíkra og útilokaðra hópa. Auk þess fræddi Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins áheyrendur um starfsemi Nýlistasafnsins, og María Gylfadóttir, eigandi og framkvæmdastjóri North Consulting flutti erindi um frumkvöðlastarfssemi.

Hér í fréttinni má sjá augnablik frá deginum, sem fór fram 11. nóvember síðastliðinn, í SOHO verkefnarými í Sofia, Bulgaria. Viðburðurinn var skipulagður af framkvæmdarteymi Ritual Gatherings, þverfaglegri listahátíð sem fram fer hvert sumar í Varna, Búlgaríu.