10.25.2021

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Ljósabasar Nýlistasafnsins! Þriðja árið í röð tökum við skammdeginu fagnandi með því að heiðra ljósið. Basarinn opnar 1. desember og geta félagar safnsins skráð verk á basarinn frá og með deginum í dag og til 15. nóvember. Ramminn er víður, eins og við vitum birtist ljós í ýmsum myndum og við bjóðum öll verk velkomin á Ljósabasar.

Alls er hægt að skrá 5 verk á basarinn, með því að fylla út rafrænt umsóknareyðublað hér.

Ef einhverjar spurningar vakna, varðandi skráningu eða annað, má hafa samband við project(hjá)nylo.is. Vinsamlegast athugið: Einungis fulltrúar safnsins, sem greitt hafa ársgjald ársins 2021, geta tekið þátt. 

Skráningu á Ljósabasar lýkur á miðnætti 15. nóvember.

Dagana 23. og 24. nóvember geta listamenn komið með verk í Nýlistasafnið, Marshallhúsinu. Starfsfólk og stjórn Nýló sér svo um uppsetningu og basarinn opnar miðvikudaginn 1. desember.

Basarinn er fjáröflun fyrir safnið okkar, en jafnframt vettvangur sem endurspeglar styrk og fjölbreytileika fulltrúaráðs. Ljósabasarinn mun fylla allt sýningarrými safnsins og að auki, líkt og við gerðum í fyrra, verður sett upp sérstök vefsíða þar sem hægt verður að skoða öll verk basarsins. Eins og áður rennur 60% af söluágóða hvers verks til listamannsins, en 40% rennur til safnsins.  

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Ljósabasar Nýlistasafnsins! Þriðja árið í röð tökum við skammdeginu fagnandi með því að heiðra ljósið. Basarinn opnar 1. desember og geta félagar safnsins skráð verk á basarinn frá og með deginum í dag og til 15. nóvember. Ramminn er víður, eins og við vitum birtist ljós í ýmsum myndum og við bjóðum öll verk velkomin á Ljósabasar.

Alls er hægt að skrá 5 verk á basarinn, með því að fylla út rafrænt umsóknareyðublað hér.

Ef einhverjar spurningar vakna, varðandi skráningu eða annað, má hafa samband við project(hjá)nylo.is. Vinsamlegast athugið: Einungis fulltrúar safnsins, sem greitt hafa ársgjald ársins 2021, geta tekið þátt. 

Skráningu á Ljósabasar lýkur á miðnætti 15. nóvember.

Dagana 23. og 24. nóvember geta listamenn komið með verk í Nýlistasafnið, Marshallhúsinu. Starfsfólk og stjórn Nýló sér svo um uppsetningu og basarinn opnar miðvikudaginn 1. desember.

Basarinn er fjáröflun fyrir safnið okkar, en jafnframt vettvangur sem endurspeglar styrk og fjölbreytileika fulltrúaráðs. Ljósabasarinn mun fylla allt sýningarrými safnsins og að auki, líkt og við gerðum í fyrra, verður sett upp sérstök vefsíða þar sem hægt verður að skoða öll verk basarsins. Eins og áður rennur 60% af söluágóða hvers verks til listamannsins, en 40% rennur til safnsins.