26.06.2025

19:00—21:00

Viðburðir

Kvöldkaffi: Sending frá Svalbarðseyri

Verið hjartanlega velkomin í kvöldkaffi í Nýlistasafninu tengt sýningunni Sending frá Svalbarðseyri fimmtudaginn 26. júní frá 19:00 - 21:00. Sýningin er samstarf Nýlistasafnsins og Safnasafnsins sem fagnar nú 30 ára afmæli sínu. Sýningarstjórar sýningarinnar verða viðstaddir, boðið verður upp á spjall og léttar veitingar.

Nánar um sýninguna:

Undir Vaðlaheiði, með lítinn læk til norðurs og dýr á beit til suðurs stendur Safnasafnið með sístækkandi safn listaverka, skjalasafn, stofuplöntur, sýningarsali, bókasafn, gestaíbúð og heimili. Safnasafnið varðveitir ekki einungis stærsta safn alþýðulistar á landinu heldur er jafnframt heimili stofnenda þess, Magnhildar og Níelsar, í senn umgjörð um safnastarf og daglegt líf. Á þeim forsendum bjóða þau gesti velkomna af einstakri gestrisni sem sker sig úr almennri safna menningu. Í störfum Safnasafnsins er ástunduð aðlaðandi jafnvægislist þar sem vegið er salt með alþýðu- og samtímalist og alla þá leyndardóma sem má upp ljúka þegar rýmið þar á milli er kannað.

Þegar hugsað er um söfn, eru það ekki endilega þeir einstaklingar sem að baki þeim standa sem koma upp í hugann. Í tilfelli Nýlistasafnsins þekkjum við fjölda þeirra listamanna og sjálfboðaliða sem komið hafa að starfsemi þess. Við hugum líka að þeim hópi fólk sem kemur að starfi Safnasafnsins - en umfram allt eignum við staðfestuna og ósérhlífnina þeim Níels og Magnhildi. 

Bæði Safnasafnið og Nýlistasafnið voru stofnuð til að koma í veg fyrir að eyður mynduðust í íslenskri myndlistarsögu. Rétt eins og myndlistarmennirnir sem fundu sig jaðarsett og hundsuð - sameinuðust og stofnuðu Nýlistasafnið, dregur Safnasafnið listamenn frá jaðri að miðju.

Sýningin Sending frá Svalbarðseyri sprettur úr samstarfi safnanna tveggja, sem þó eiga sér nátengda sögu í gegnum Níels Hafstein, sem stóð að stofnun þeirra beggja. Árið 2023 stóðu Safnasafnið og Nýlistasafnið að málþinginu Innan garðs og utan: Söfnun á jaðrinum og í kjölfarið var tekin sú ákvörðun að halda upp á 30 ára afmæli Safnasafnsins með sýningu úr safnkosti þess hér í Reykjavík. Með það í huga að setja fram verk sýningarinnar í umgjörð keimlíkri þeirri sem fyrirfinnst á Safnasafninu, fylgir fagurfræði sýningarinnar hagnýtri framsetningu Safnasafnsins, fyrirkomulagi sem er hugsað út frá nytsemi: strúktúrar byggðir til að hýsa hundruði lítilla skúlptúra.

Á sýningunni má finna lítið brot af þeim fjölbreytta safnkosti sem Magnhildur og Níels hafa safnað saman í gegnum árin, allt frá sínum fyrstu kynnum. Af ást sinni á ólíkum tjáningamátum manneskjunnar og náttúrunnar, hefur þeim tekist að skapa þungamiðju fegurðar í Safnasafninu, í öllum sínum fjölbreyttu myndum.

Listamenn:

Ása Ketilsdóttir 

Atli Viðar Engilbertsson 

Björn Líndal Guðmundsson (1906 - 1996)

Edda Guðmundsdóttir 

Egill Ólafur Guðmundsson (1908-1997) 

Eiríkur Júlíus Guðmundsson (1909-2008)

Erla Björk Sigmundardóttir 

Finnur Ingi Erlendsson 

Friðrik Hansen (1947-2005)

Guðjón R. Sigurðsson (1903 - 1991)

Guðrún Nilsen (1914-2000)

Gunnar Sigfús Kárason (1931 - 1996)

Halldóra Kristinsdóttir (1930-2013) 

Helga Dómhildur Alfreðsdóttir 

Hildur Kristín Jakobsdóttir (1935-2003) 

Hjálmar Stefánsson frá Smyrlabergi (1913-1989)

Hrefna Sigurðardóttir (1920-2015)

Ingvar Ellert Óskarsson (1944-1992)

Laufey Jónsdóttir 

Matthías Mar Einarsson 

Pálmi Kristinn Arngrímsson (1930-2015)

Pétur Hraunfjörð (1922-1999)

Sigurður Sveinsson (1904-2006)

Snæbjörn Eyólfsson (1897-1973)

Steinþór Leósson (1888-1973)

Svava Skúladóttir (1909-2005)

Yngvi Örn Guðmundsson (1938 – 2022)

Þórhalla Snæþórsdóttir

Örn Karlsson

Sýningarstjórar:

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Joe Keys, Odda Júlía Snorradóttir og Unnar Örn J. Auðarson

Mynd með frétt er tekin af Andrew Hendrick og sýnir verk eftir Atla Viðar Engilbertsson, Björn Líndal Guðmundsson, Eddu Guðmundsdóttur, Erlu Björk Sigmundsdóttur, Friðrik Hansen, Guðjón R. Sigurðsson, Guðrúnu B. Nielsen, Gunnar Sigfús Kárason, Helgu Dómhildi Alfreðsdóttur, Laufeyju Jónsdóttur og Svövu Skúladóttur.

Verið hjartanlega velkomin í kvöldkaffi í Nýlistasafninu tengt sýningunni Sending frá Svalbarðseyri fimmtudaginn 26. júní frá 19:00 - 21:00. Sýningin er samstarf Nýlistasafnsins og Safnasafnsins sem fagnar nú 30 ára afmæli sínu. Sýningarstjórar sýningarinnar verða viðstaddir, boðið verður upp á spjall og léttar veitingar.

Nánar um sýninguna:

Undir Vaðlaheiði, með lítinn læk til norðurs og dýr á beit til suðurs stendur Safnasafnið með sístækkandi safn listaverka, skjalasafn, stofuplöntur, sýningarsali, bókasafn, gestaíbúð og heimili. Safnasafnið varðveitir ekki einungis stærsta safn alþýðulistar á landinu heldur er jafnframt heimili stofnenda þess, Magnhildar og Níelsar, í senn umgjörð um safnastarf og daglegt líf. Á þeim forsendum bjóða þau gesti velkomna af einstakri gestrisni sem sker sig úr almennri safna menningu. Í störfum Safnasafnsins er ástunduð aðlaðandi jafnvægislist þar sem vegið er salt með alþýðu- og samtímalist og alla þá leyndardóma sem má upp ljúka þegar rýmið þar á milli er kannað.

Þegar hugsað er um söfn, eru það ekki endilega þeir einstaklingar sem að baki þeim standa sem koma upp í hugann. Í tilfelli Nýlistasafnsins þekkjum við fjölda þeirra listamanna og sjálfboðaliða sem komið hafa að starfsemi þess. Við hugum líka að þeim hópi fólk sem kemur að starfi Safnasafnsins - en umfram allt eignum við staðfestuna og ósérhlífnina þeim Níels og Magnhildi. 

Bæði Safnasafnið og Nýlistasafnið voru stofnuð til að koma í veg fyrir að eyður mynduðust í íslenskri myndlistarsögu. Rétt eins og myndlistarmennirnir sem fundu sig jaðarsett og hundsuð - sameinuðust og stofnuðu Nýlistasafnið, dregur Safnasafnið listamenn frá jaðri að miðju.

Sýningin Sending frá Svalbarðseyri sprettur úr samstarfi safnanna tveggja, sem þó eiga sér nátengda sögu í gegnum Níels Hafstein, sem stóð að stofnun þeirra beggja. Árið 2023 stóðu Safnasafnið og Nýlistasafnið að málþinginu Innan garðs og utan: Söfnun á jaðrinum og í kjölfarið var tekin sú ákvörðun að halda upp á 30 ára afmæli Safnasafnsins með sýningu úr safnkosti þess hér í Reykjavík. Með það í huga að setja fram verk sýningarinnar í umgjörð keimlíkri þeirri sem fyrirfinnst á Safnasafninu, fylgir fagurfræði sýningarinnar hagnýtri framsetningu Safnasafnsins, fyrirkomulagi sem er hugsað út frá nytsemi: strúktúrar byggðir til að hýsa hundruði lítilla skúlptúra.

Á sýningunni má finna lítið brot af þeim fjölbreytta safnkosti sem Magnhildur og Níels hafa safnað saman í gegnum árin, allt frá sínum fyrstu kynnum. Af ást sinni á ólíkum tjáningamátum manneskjunnar og náttúrunnar, hefur þeim tekist að skapa þungamiðju fegurðar í Safnasafninu, í öllum sínum fjölbreyttu myndum.

Listamenn:

Ása Ketilsdóttir 

Atli Viðar Engilbertsson 

Björn Líndal Guðmundsson (1906 - 1996)

Edda Guðmundsdóttir 

Egill Ólafur Guðmundsson (1908-1997) 

Eiríkur Júlíus Guðmundsson (1909-2008)

Erla Björk Sigmundardóttir 

Finnur Ingi Erlendsson 

Friðrik Hansen (1947-2005)

Guðjón R. Sigurðsson (1903 - 1991)

Guðrún Nilsen (1914-2000)

Gunnar Sigfús Kárason (1931 - 1996)

Halldóra Kristinsdóttir (1930-2013) 

Helga Dómhildur Alfreðsdóttir 

Hildur Kristín Jakobsdóttir (1935-2003) 

Hjálmar Stefánsson frá Smyrlabergi (1913-1989)

Hrefna Sigurðardóttir (1920-2015)

Ingvar Ellert Óskarsson (1944-1992)

Laufey Jónsdóttir 

Matthías Mar Einarsson 

Pálmi Kristinn Arngrímsson (1930-2015)

Pétur Hraunfjörð (1922-1999)

Sigurður Sveinsson (1904-2006)

Snæbjörn Eyólfsson (1897-1973)

Steinþór Leósson (1888-1973)

Svava Skúladóttir (1909-2005)

Yngvi Örn Guðmundsson (1938 – 2022)

Þórhalla Snæþórsdóttir

Örn Karlsson

Sýningarstjórar:

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Joe Keys, Odda Júlía Snorradóttir og Unnar Örn J. Auðarson

Mynd með frétt er tekin af Andrew Hendrick og sýnir verk eftir Atla Viðar Engilbertsson, Björn Líndal Guðmundsson, Eddu Guðmundsdóttur, Erlu Björk Sigmundsdóttur, Friðrik Hansen, Guðjón R. Sigurðsson, Guðrúnu B. Nielsen, Gunnar Sigfús Kárason, Helgu Dómhildi Alfreðsdóttur, Laufeyju Jónsdóttur og Svövu Skúladóttur.