23.03.2023

17:00—19:00

Viðburðir

Limbó Opnun: Að hljóði // Hömlulaus veggur

Verið velkomin á opnun Að hljóði // Hömlulaus veggur, þann 23 mars á milli klukkan 17:00—19:00. Upplýsingar um opið þátttökuferli má nálgast hér.

Um er að ræða athöfn, þátttökuverk og heimildasafn þar sem sjónrænar línur, teikningar um hljóð eftir tónskáld eru hengdar og settar í samhengi hver við aðra. Verkefninu er stýrt af Ruth Wiesenfeld tónskáldi og Gunnhildi Hauksdóttur myndlistarkonu.   

Síðan hugmyndin fæddist sumarið 2020 hafa meira en 70 alþjóðleg tónskáld og hljóðlistamenn tekið skissur, nótur, skrár og teikningar úr fórum sínum og lagt til í flæðandi heimildasafn sem ber titilinn Towards Sound. Skjöl úr skúffum og skissur úr síðum skissubóka veita innsýn inn í myndrænt skapandi ferli hljóðsmiða. Heimildasafnið Að hljóði er þannig opnað og gert sýnilegt í sameiginlegu og opnu upphengiferli þar sem Hömlulaus veggur verður tímabundið til og um leið bætist við safnið þar sem tónskáld og hljóðlistamenn láta skissur sínar í té. 

Að hljóði safnar myndbirtingu skapandi vinnu um hljóð og aftengir hugmyndum um höfundarverk og afurð. Vitnisburður um listræna hugsun myndar hér útlínur fagurfræðilegra athafna, bæði meðvitaðra og ómeðvitaðra. Veggurinn stendur í Limbó í Nýlistasafninu til 26. mars.

Ruth Wiesenfeld er sýningarstjóri og tónskáld sem býr og starfar í Berlín. Hún hlaut PhD frá Dartington College of Arts / University of Plymouth, þar sem hún nam hjá Frank Denyer. Verk hennar samanstanda af hefðbundnum tónskrám og tilraunakenndum, en einnig skúlptúrum, innsetningum og myndbandverskum. Í júlí 2020 stofnaði hún Að hljóði, heimildasafn og röð viðburða þar sem myndrænum skissum tónskálda er stillt upp í samhengi sjónlista. Ruth kennir við Hochschule für Musik Hanns Eisler í Berlín. Hún er meðhöfundur Fuck Marry Kill Productions þar sem hún vinnur að cappella óperu, Crown of Creation og er gjarnan fengin til að semja verk, ýmist fyrir einleikara eða kammertónlist.

Gunnhildur Hauksdóttir hlaut MFA frá Sandberg Institute í Amsterdam, Hollandi 2006 og BFA frá Listaháskóla Íslands. Hún vinnur með teikningu, hljóðverk, gjörninga og býr til innsetningar sem hverfast um mennsku og jarðverur. Efnistök hennar dvelja gjarnan á skurðpunkti listmiðla og vísinda, þ.m.t. hegðunarfræði, jarðfræði og veðurfræði, en líka tónlistar og hreyfingar. Gunnhildur hefur sýnt víða og alþjóðlega á starfsferlinum. Hún tók m.a. þátt í Feneyjartvíæringinum árið 2015 með verkið Abstand, á viðburðinum The Silver Lining í umsjón Kunstmuseum Liechtenstein. Sama ár sýndi hún í  21er Haus í Vínarborg sem hluta af dagskrá Siehe Was Dich Sieht eftir Franz Graf. Verk Gunnhildar Rottukórinn er til sýnis í Safnahúsinu í Reykjavík og var nýlega fluttur með Rat Choir Berlin Ensemble í Changing Room, í Berlín.  

Verkefnið er stutt af Berlin Senate Department for Culture and Europe. 

Verið velkomin á opnun Að hljóði // Hömlulaus veggur, þann 23 mars á milli klukkan 17:00—19:00. Upplýsingar um opið þátttökuferli má nálgast hér.

Um er að ræða athöfn, þátttökuverk og heimildasafn þar sem sjónrænar línur, teikningar um hljóð eftir tónskáld eru hengdar og settar í samhengi hver við aðra. Verkefninu er stýrt af Ruth Wiesenfeld tónskáldi og Gunnhildi Hauksdóttur myndlistarkonu.   

Síðan hugmyndin fæddist sumarið 2020 hafa meira en 70 alþjóðleg tónskáld og hljóðlistamenn tekið skissur, nótur, skrár og teikningar úr fórum sínum og lagt til í flæðandi heimildasafn sem ber titilinn Towards Sound. Skjöl úr skúffum og skissur úr síðum skissubóka veita innsýn inn í myndrænt skapandi ferli hljóðsmiða. Heimildasafnið Að hljóði er þannig opnað og gert sýnilegt í sameiginlegu og opnu upphengiferli þar sem Hömlulaus veggur verður tímabundið til og um leið bætist við safnið þar sem tónskáld og hljóðlistamenn láta skissur sínar í té. 

Að hljóði safnar myndbirtingu skapandi vinnu um hljóð og aftengir hugmyndum um höfundarverk og afurð. Vitnisburður um listræna hugsun myndar hér útlínur fagurfræðilegra athafna, bæði meðvitaðra og ómeðvitaðra. Veggurinn stendur í Limbó í Nýlistasafninu til 26. mars.

Ruth Wiesenfeld er sýningarstjóri og tónskáld sem býr og starfar í Berlín. Hún hlaut PhD frá Dartington College of Arts / University of Plymouth, þar sem hún nam hjá Frank Denyer. Verk hennar samanstanda af hefðbundnum tónskrám og tilraunakenndum, en einnig skúlptúrum, innsetningum og myndbandverskum. Í júlí 2020 stofnaði hún Að hljóði, heimildasafn og röð viðburða þar sem myndrænum skissum tónskálda er stillt upp í samhengi sjónlista. Ruth kennir við Hochschule für Musik Hanns Eisler í Berlín. Hún er meðhöfundur Fuck Marry Kill Productions þar sem hún vinnur að cappella óperu, Crown of Creation og er gjarnan fengin til að semja verk, ýmist fyrir einleikara eða kammertónlist.

Gunnhildur Hauksdóttir hlaut MFA frá Sandberg Institute í Amsterdam, Hollandi 2006 og BFA frá Listaháskóla Íslands. Hún vinnur með teikningu, hljóðverk, gjörninga og býr til innsetningar sem hverfast um mennsku og jarðverur. Efnistök hennar dvelja gjarnan á skurðpunkti listmiðla og vísinda, þ.m.t. hegðunarfræði, jarðfræði og veðurfræði, en líka tónlistar og hreyfingar. Gunnhildur hefur sýnt víða og alþjóðlega á starfsferlinum. Hún tók m.a. þátt í Feneyjartvíæringinum árið 2015 með verkið Abstand, á viðburðinum The Silver Lining í umsjón Kunstmuseum Liechtenstein. Sama ár sýndi hún í  21er Haus í Vínarborg sem hluta af dagskrá Siehe Was Dich Sieht eftir Franz Graf. Verk Gunnhildar Rottukórinn er til sýnis í Safnahúsinu í Reykjavík og var nýlega fluttur með Rat Choir Berlin Ensemble í Changing Room, í Berlín.  

Verkefnið er stutt af Berlin Senate Department for Culture and Europe.