21.09.2023

20:30—22

Viðburðir

Lestrarfélag Nýló: Bryndís Snæbjörnsdóttir

Lestrarfélag Nýlistasafnsins kemur vel undan sumri og hlakkar til að fara inní haustið með áhugaverðu lesefni um málefni sem skipta máli. Markmiðið er sem fyrr að lestrarfélagið þjóni sem vettvangur þar sem kollegar hittast, ræða saman um efni sem tengist faginu og ná sér í andlega næringu fyrir verkefnin framundan. 

Bryndís Snæbjörnsdóttir, mun leiða fyrsta lestrarkvöld vetrarins, fimmtudaginn 21 september kl 20.30. Til umræðu verður grein eftir Claire Bishop sem birtist í apríl hefti Artforum og er aðgengileg með því að smella hér. Greinin heitir Information Overload: on the superabundance of research-based art. Greinin vakti töluverða umræðu á samfélagsmiðlum þegar hún kom út og því áhugavert að hittast og bera saman mismunandi skoðanir á efninu. Anna Líndal verður varða. 

Tungumál kvöldsins ræðst af þeim sem taka þátt í samræðunum. 

Lestrarfélag Nýlistasafnsins kemur vel undan sumri og hlakkar til að fara inní haustið með áhugaverðu lesefni um málefni sem skipta máli. Markmiðið er sem fyrr að lestrarfélagið þjóni sem vettvangur þar sem kollegar hittast, ræða saman um efni sem tengist faginu og ná sér í andlega næringu fyrir verkefnin framundan. 

Bryndís Snæbjörnsdóttir, mun leiða fyrsta lestrarkvöld vetrarins, fimmtudaginn 21 september kl 20.30. Til umræðu verður grein eftir Claire Bishop sem birtist í apríl hefti Artforum og er aðgengileg með því að smella hér. Greinin heitir Information Overload: on the superabundance of research-based art. Greinin vakti töluverða umræðu á samfélagsmiðlum þegar hún kom út og því áhugavert að hittast og bera saman mismunandi skoðanir á efninu. Anna Líndal verður varða. 

Tungumál kvöldsins ræðst af þeim sem taka þátt í samræðunum.