03.02.2024

14:30—16:00

Viðburðir

Hvönn — afrakstur úr listsköpunarsmiðju

Alliance Française og Nýlistasafnið, í samvinnu við sendiráð Frakklands, SÍM og Artistes en résidence, bjóða ykkur á að uppgötva listaverk barna sem voru búin til með Antoine Dochniak sem var í vinnustofudvöl hér á landi í október 2023.

Í vinnustofunni hélt listamaðurinn ásamt hópnum út í leit að þurrkaðri hvönn sem nýtt var sem skúlptúrefni. Börnin voru hvött til að taka hvönnina í sundur og raða saman svo úr verði ný verk, sprottin úr hugmyndaflugi barnanna. Meistaraverkin verða til sýnis í fremra rými Nýlistasafnsins um helgina, verið velkomin að fagna með okkur afrakstrinum á opnun á laugardaginn, 3. febrúar kl. 14:30. Léttar veitingar í boði.

Alliance Française og Nýlistasafnið, í samvinnu við sendiráð Frakklands, SÍM og Artistes en résidence, bjóða ykkur á að uppgötva listaverk barna sem voru búin til með Antoine Dochniak sem var í vinnustofudvöl hér á landi í október 2023.

Í vinnustofunni hélt listamaðurinn ásamt hópnum út í leit að þurrkaðri hvönn sem nýtt var sem skúlptúrefni. Börnin voru hvött til að taka hvönnina í sundur og raða saman svo úr verði ný verk, sprottin úr hugmyndaflugi barnanna. Meistaraverkin verða til sýnis í fremra rými Nýlistasafnsins um helgina, verið velkomin að fagna með okkur afrakstrinum á opnun á laugardaginn, 3. febrúar kl. 14:30. Léttar veitingar í boði.