03.09.2023

15:00—17:00

Viðburðir

Gottfariðillailla: Listamannaspjall — Brák Jónsdóttir og Hugo Llanes

Verið velkomin á listamannaspjall með Brák Jónsdóttur og Hugo Llanes, sunnudaginn 3. september kl. 15. Þau munu spjalla um verk sín á samvinnusýningunni Gottfariðillailla, vinnuferlið og aðdraganda sýningarinnar. Spjallið verður bæði á íslensku og ensku, spurningar á öðru hvoru tungumálinu eru velkomnar. Aðgangur er sem fyrr ókeypis. 

BRÁK JÓNSDÓTTIR er starfandi myndlistarmaður á Íslandi. Hún útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Verk hennar kanna þemu frá forsögu til ímyndaðrar framtíðar, segja frá skálduðum atburðum sem blása lífi í útdauð dýr eða verur af öðrum heimi. Hún brúar bil þekkingar með goðsögum, skapar tótemískar skúlptúrinnsetningar og kafar ofan í spennuna milli hins tilbúna og náttúrulega. Ef til vill hrollvekjandi við fyrstu sýn, búa verk Brákar þó yfir blíðu, næmni og húmor þar sem skynrænar tilgátur spretta upp úr staðreyndum. Dularfullar frásagnir í gegnum furðuleg vistkerfi, kveikja tilvistarspurningar og bjóða áhorfendum að ígrunda leyndardóma lífsins.

HUGO LLANES útskrifaðist frá MA í myndlist við Listaháskóla Íslands og er virkur meðlimur Artist in Iceland Visa Action Group. Hann hlaut nýverið tilnefningu PECDA (Young Creators fund Veracruz State) og er um þessar mundir staddur í Saari Residency Programe af KONE Foundation, Finnlandi. Verk hans fela í sér rannsókn á félagspólitískum sprungum og þeirri fagurfræði sem brýst út úr þeim. Hann skoðar félagslegar aðstæður, svo sem fólksflutninga, dreifingu matar, misbeitingu valds og áhrif síðnýlendustefnunnar á nýja sjálfsmynd Suður-Ameríku. Til að lýsa þessu notar hann listrænar rannsóknir og miðla eins og viðhaldslist, gjörninga, innsetningar, staðbundna list, þátttökulist, vídeó og málverk.

GOTTFARIÐILLAILLA leiðir saman verk listamannanna Anna Reutinger, Brákar Jónsdóttur, Hugo Llanes og Sigurðar Ámundasonar, sem hér sýna saman í fyrsta sinn. Gottfariðillailla sprettur upp úr þéttu samstarfi og tekur form sem einhvers konar samkomustaður, upphaf eða endastöð einbeitts en örlítið óreiðukennds samtals þar sem mismunandi raddir fléttast saman og hugmyndir mótast í leiðinni. Sýningin tekur sér (ó)þægilega stöðu inni í maga dýrsins mikla og dregur fram skáldaðar minningar, náttúru, menningu, útdauða, sefandi sjálfshyggju — og skál fyrir heimi án okkar! 

Verið velkomin á listamannaspjall með Brák Jónsdóttur og Hugo Llanes, sunnudaginn 3. september kl. 15. Þau munu spjalla um verk sín á samvinnusýningunni Gottfariðillailla, vinnuferlið og aðdraganda sýningarinnar. Spjallið verður bæði á íslensku og ensku, spurningar á öðru hvoru tungumálinu eru velkomnar. Aðgangur er sem fyrr ókeypis. 

BRÁK JÓNSDÓTTIR er starfandi myndlistarmaður á Íslandi. Hún útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Verk hennar kanna þemu frá forsögu til ímyndaðrar framtíðar, segja frá skálduðum atburðum sem blása lífi í útdauð dýr eða verur af öðrum heimi. Hún brúar bil þekkingar með goðsögum, skapar tótemískar skúlptúrinnsetningar og kafar ofan í spennuna milli hins tilbúna og náttúrulega. Ef til vill hrollvekjandi við fyrstu sýn, búa verk Brákar þó yfir blíðu, næmni og húmor þar sem skynrænar tilgátur spretta upp úr staðreyndum. Dularfullar frásagnir í gegnum furðuleg vistkerfi, kveikja tilvistarspurningar og bjóða áhorfendum að ígrunda leyndardóma lífsins.

HUGO LLANES útskrifaðist frá MA í myndlist við Listaháskóla Íslands og er virkur meðlimur Artist in Iceland Visa Action Group. Hann hlaut nýverið tilnefningu PECDA (Young Creators fund Veracruz State) og er um þessar mundir staddur í Saari Residency Programe af KONE Foundation, Finnlandi. Verk hans fela í sér rannsókn á félagspólitískum sprungum og þeirri fagurfræði sem brýst út úr þeim. Hann skoðar félagslegar aðstæður, svo sem fólksflutninga, dreifingu matar, misbeitingu valds og áhrif síðnýlendustefnunnar á nýja sjálfsmynd Suður-Ameríku. Til að lýsa þessu notar hann listrænar rannsóknir og miðla eins og viðhaldslist, gjörninga, innsetningar, staðbundna list, þátttökulist, vídeó og málverk.

GOTTFARIÐILLAILLA leiðir saman verk listamannanna Anna Reutinger, Brákar Jónsdóttur, Hugo Llanes og Sigurðar Ámundasonar, sem hér sýna saman í fyrsta sinn. Gottfariðillailla sprettur upp úr þéttu samstarfi og tekur form sem einhvers konar samkomustaður, upphaf eða endastöð einbeitts en örlítið óreiðukennds samtals þar sem mismunandi raddir fléttast saman og hugmyndir mótast í leiðinni. Sýningin tekur sér (ó)þægilega stöðu inni í maga dýrsins mikla og dregur fram skáldaðar minningar, náttúru, menningu, útdauða, sefandi sjálfshyggju — og skál fyrir heimi án okkar!