13.09.2023

17:00—18:00

Viðburðir

Gottfariðillailla: Listamannaspjall — Anna Reutinger og Sigurður Ámundason

Verið velkomin á listamannaspjall með Anna Reutinger og Sigurði Ámundasynu, miðvikudaginn 13. september kl. 17. Þau munu spjalla um verk sín á samvinnusýningunni Gottfariðillailla, vinnuferlið og aðdraganda sýningarinnar. Spjallið verður bæði á íslensku og ensku, spurningar á öðru hvoru tungumálinu eru velkomnar. Aðgangur er sem fyrr ókeypis. 

Verk ANNA REUTINGER seytla í gegnum trefjar einsemdarinnar og blanda félagslegum, efnislegum og sögulegum augnablikum í margradda, litríkar sögur. Með því að nýta notaðan vefnaðarvöru, gler, brotajárn, náttúruleg litarefni, aukaafurðir landbúnaðar, félagsleg kynni og fjarlægar sögur, rannsakar hún á verklegan hátt, og undirstrikar handverk sem fræ fyrir félagslega, efnislega og umhverfislega næmi. Hún býður öðrum inn í helli möguleika, allt frá stórum innsetningum til leiklistarsmiðja og kvikmynda, allt handsmíðað með það að markmiði að teygja magann í átt að rótakenndri sameiginlegri ímyndun. Hún er kennari við Dirty Art Department við Sandberg Instituut þar sem hún lauk einnig MA gráðu árið 2016. Þar á undan lauk hún BA gráðu í hönnunar, miðlun og stafrænum hugvísindum við UCLA árið 2013.

Frá því að SIGURÐUR ÁMUNDASON útskrifaðist úr Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012, hefur hann haldið tólf einkasýningar, tekið þátt í fjölda samsýninga og flutt óteljandi gjörninga. Sigurður vinnur mest með teikningu og gjörninga en hefur notist við hina ýmsu listmiðla, hvort sem um er að ræða skrif, ljósmyndir, innsetningar, vídeó-verk, skúlptúr eða bókverk. Sigurður hefur kennt í Myndlistarskólanum í Reyjavík og við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Árið 2020 hlaut hann tilnefningu til Hvatningarverðlauna Íslensku Myndlistarverðlaunanna Myndlist Sigurðar reynir að takast á við takmörk mannlegra samskipta og angist þeirri sem hlýst af óuppgerðum tilfinningum, misskilningi og hégóma.

Verið velkomin á listamannaspjall með Anna Reutinger og Sigurði Ámundasynu, miðvikudaginn 13. september kl. 17. Þau munu spjalla um verk sín á samvinnusýningunni Gottfariðillailla, vinnuferlið og aðdraganda sýningarinnar. Spjallið verður bæði á íslensku og ensku, spurningar á öðru hvoru tungumálinu eru velkomnar. Aðgangur er sem fyrr ókeypis. 

Verk ANNA REUTINGER seytla í gegnum trefjar einsemdarinnar og blanda félagslegum, efnislegum og sögulegum augnablikum í margradda, litríkar sögur. Með því að nýta notaðan vefnaðarvöru, gler, brotajárn, náttúruleg litarefni, aukaafurðir landbúnaðar, félagsleg kynni og fjarlægar sögur, rannsakar hún á verklegan hátt, og undirstrikar handverk sem fræ fyrir félagslega, efnislega og umhverfislega næmi. Hún býður öðrum inn í helli möguleika, allt frá stórum innsetningum til leiklistarsmiðja og kvikmynda, allt handsmíðað með það að markmiði að teygja magann í átt að rótakenndri sameiginlegri ímyndun. Hún er kennari við Dirty Art Department við Sandberg Instituut þar sem hún lauk einnig MA gráðu árið 2016. Þar á undan lauk hún BA gráðu í hönnunar, miðlun og stafrænum hugvísindum við UCLA árið 2013.

Frá því að SIGURÐUR ÁMUNDASON útskrifaðist úr Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012, hefur hann haldið tólf einkasýningar, tekið þátt í fjölda samsýninga og flutt óteljandi gjörninga. Sigurður vinnur mest með teikningu og gjörninga en hefur notist við hina ýmsu listmiðla, hvort sem um er að ræða skrif, ljósmyndir, innsetningar, vídeó-verk, skúlptúr eða bókverk. Sigurður hefur kennt í Myndlistarskólanum í Reyjavík og við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Árið 2020 hlaut hann tilnefningu til Hvatningarverðlauna Íslensku Myndlistarverðlaunanna Myndlist Sigurðar reynir að takast á við takmörk mannlegra samskipta og angist þeirri sem hlýst af óuppgerðum tilfinningum, misskilningi og hégóma.