24.02.2022

19:00—21:00

Viðburðir

Ásdís Sif Gunnarsdóttir: Vörpun og ljóð

Velkomin í Nýló á Löngum fimmtudegi 24.02.2022

Ásdís Sif Gunnarsdóttir fremur gjörning á yfirstandandi sýningu Stefnumót við sjálfið kl 19:00

Það er ekkert stefnumót án nærveru. Það er ekkert stefnumót án vilja eða áhættu, án þess að stigið sé inn í óþekktar aðstæður, ný sjónarhorn og óræðar tilfinningar.Stefnumót við sjálfið er fundarstaður. Vettvangur þar sem vídeóverk, ljósmyndir og gjörningar; augnablik frá mismunandi tímum á ferli Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, fléttast saman í margbrotna heild. Erkitýpur úr framtíðinni birtast á ögurstundu, grafnar minningar skjótast upp á yfirborðið og ólgandi frásagnir brjóta sér leið í gegnum myrkrið og inn undir húðina. Draumkenndur, nánast súrrealískur glampinn sem einkennir verk Ásdísar tekur yfir og býður okkur inn.

Ásdís Sif Gunnarsdóttir (f. 1976) býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BFA gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2000 og MA gráðu frá University of California, Los Angeles, árið 2004 með áherslu á vídeó- og gjörningalist. Ásdís Sif hefur frá upphafi ferils sýnt bæði á einka- og samsýningum víða innanlands og á alþjóðavettvangi, meðal annars í Listasafni Akureyrar, Hverfisgallerí, Listasafni Reykjavíkur, Centre Pompidou (París, Frakklandi) og Tate Gallery (London, Bretlandi).

Velkomin í Nýló á Löngum fimmtudegi 24.02.2022

Ásdís Sif Gunnarsdóttir fremur gjörning á yfirstandandi sýningu Stefnumót við sjálfið kl 19:00

Það er ekkert stefnumót án nærveru. Það er ekkert stefnumót án vilja eða áhættu, án þess að stigið sé inn í óþekktar aðstæður, ný sjónarhorn og óræðar tilfinningar.Stefnumót við sjálfið er fundarstaður. Vettvangur þar sem vídeóverk, ljósmyndir og gjörningar; augnablik frá mismunandi tímum á ferli Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, fléttast saman í margbrotna heild. Erkitýpur úr framtíðinni birtast á ögurstundu, grafnar minningar skjótast upp á yfirborðið og ólgandi frásagnir brjóta sér leið í gegnum myrkrið og inn undir húðina. Draumkenndur, nánast súrrealískur glampinn sem einkennir verk Ásdísar tekur yfir og býður okkur inn.

Ásdís Sif Gunnarsdóttir (f. 1976) býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BFA gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2000 og MA gráðu frá University of California, Los Angeles, árið 2004 með áherslu á vídeó- og gjörningalist. Ásdís Sif hefur frá upphafi ferils sýnt bæði á einka- og samsýningum víða innanlands og á alþjóðavettvangi, meðal annars í Listasafni Akureyrar, Hverfisgallerí, Listasafni Reykjavíkur, Centre Pompidou (París, Frakklandi) og Tate Gallery (London, Bretlandi).