11.13.2021

14:00—15:00

Viðburðir

/ SKÖPUN / EYÐING/ - Guðlaug Mía Eyþórsdóttir: Tilbrigði - lifandi flutningur

13.11.2021 | 14:00
Nemendur úr Menntaskóla í Tónlist, túlka í hljóðum verk Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Tilbrigði.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og stundaði síðar meistaranám í myndlist við Koninklijke Academie í Gent, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018. Guðlaug hefur staðið að margvíslegum verk­efnum innan myndlistar og brugðið sér í hlutverk útgefanda, sýningarstjóra og rannsakanda. Á árunum 2012-19 stofnaði hún, ásamt hópi listamanna, sýningarrýmin Kunstschlager í Reykjavík og ABC Klubhuis í Antwerpen, Belgíu. Í myndlist sinni skoðar Guðlaug skúlptúríska þætti í mann­gerðu umhverfi okkar, gaumgæfir þau form, áferðir og gjörðir sem nærumhverfi okkar samanstanda af og kannar hvort efnisgera megi daglegar athafnir.

Í verkinu Tilbrigði gerir Guðlaug tónlist að innblæstri sínum og efnisgerir tónlistartengd atriði í skúlptúr. Í tilraun til þess að umbreyta hljóðum í efni gæti lengd orðið að tónhæð, uppbrot að hrynjanda og tómið að þögn. Skúlptúrískir þættir verkanna eru opnir til tónfræðilegrar túlkunar áhorfenda, sem og hópa tónlistarfólks sem fá það verkefni að túlka skúlptúrana eftir sínu höfði á auglýstum viðburðum á sýningartímabilinu.

Yfir sýningartímann mun fjölbreyttur hópur tónlistarnema á ýmsum aldri frá Listaháskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar koma fram á viðburðum þar sem skúlptúrar Guðlaugar Míu eru túlkaðir í hljóðum og tónum.

Vegna nýrra reglna varðandi sóttvarnir sem tekur gildi aðfaranótt 13 nóvember, þá minnum við á að fjöldi inn í Nýlistasafninu takmarkast við 50 manns og það ríkir grímuskylda.

13.11.2021 | 14:00
Nemendur úr Menntaskóla í Tónlist, túlka í hljóðum verk Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Tilbrigði.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og stundaði síðar meistaranám í myndlist við Koninklijke Academie í Gent, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018. Guðlaug hefur staðið að margvíslegum verk­efnum innan myndlistar og brugðið sér í hlutverk útgefanda, sýningarstjóra og rannsakanda. Á árunum 2012-19 stofnaði hún, ásamt hópi listamanna, sýningarrýmin Kunstschlager í Reykjavík og ABC Klubhuis í Antwerpen, Belgíu. Í myndlist sinni skoðar Guðlaug skúlptúríska þætti í mann­gerðu umhverfi okkar, gaumgæfir þau form, áferðir og gjörðir sem nærumhverfi okkar samanstanda af og kannar hvort efnisgera megi daglegar athafnir.

Í verkinu Tilbrigði gerir Guðlaug tónlist að innblæstri sínum og efnisgerir tónlistartengd atriði í skúlptúr. Í tilraun til þess að umbreyta hljóðum í efni gæti lengd orðið að tónhæð, uppbrot að hrynjanda og tómið að þögn. Skúlptúrískir þættir verkanna eru opnir til tónfræðilegrar túlkunar áhorfenda, sem og hópa tónlistarfólks sem fá það verkefni að túlka skúlptúrana eftir sínu höfði á auglýstum viðburðum á sýningartímabilinu.

Yfir sýningartímann mun fjölbreyttur hópur tónlistarnema á ýmsum aldri frá Listaháskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar koma fram á viðburðum þar sem skúlptúrar Guðlaugar Míu eru túlkaðir í hljóðum og tónum.

Vegna nýrra reglna varðandi sóttvarnir sem tekur gildi aðfaranótt 13 nóvember, þá minnum við á að fjöldi inn í Nýlistasafninu takmarkast við 50 manns og það ríkir grímuskylda.