14.05—05.06.2022

Sýningar

Arnþór Ævarsson (ADDI), Elnaz Mansouri, Freyja Reynisdóttir, Jasa Baka, Maria Sideleva, Martha Marie Lyons Haywood, Melanie Ubaldo, Patryk David Wilk, Ragnhildur Lára Weisshappel, Tinna Guðmundsdóttir, Yuhua Bao

Undið af veruleikum — Útskriftarsýning MA nemenda í Myndlist

Sýningaropnun: 14.05 kl. 15:00—17:00

Undið af veruleikum er útskriftarsýning meistaranema í myndlist við Listaháskóla Íslands, að þessu sinni haldin í Nýlistasafninu. Ellefu listamenn sýna lokaverkefni sín, lokahnykkinn á tveggja ára námi, tveggja ára tímabil sem hvert þeirra hefur notað til að kafa djúpt í eigin listsköpun. Verk þeirra eru hér samankomin í heldur betur fjölbreytt og spennandi samhengi, þar sem myndefni, áferðir og strúktúrar bera með sér frásagnir, opin svið til að kanna, allt bundið saman við raunveruleikann á djúpstæðan hátt.


Sýningarstjóri

Claire Paugam