24.03—18.05.2018

Sýningar

Ragna Róbertsdóttir

Milli fjalls og fjöru

Það er Nýlistasafninu sönn ánægja að kynna sýningu Rögnu Róbertsdóttur, Milli fjalls og fjöru sem opnar laugardaginn 24. mars. Ferill Rögnu spannar yfir 30 ár af virku sýningarhaldi en fyrsta einkasýning hennar var í Nýlistasafninu árið 1986 þegar safnið var til húsa að Vatnsstíg 3b í miðbæ Reykjavíkur.

Ágrip

Ragna Róbertsdóttir (f. 1945) býr og starfar í Reykjavík og Berlín. Verk hennar hafa verið sýnd víða í Evrópu, Norður Ameríku, Kína og Ástralíu.

Á meðal nýlegra sýninga og verkefna Rögnu eru Staðir / Places í Arnarfirði (2016), Four Parts Divided, i8 (2016), Seascape, Listasafnid á Akureyri (2013), Firðir/Fjords, ásamt Hörpu Árnadóttur, Bíldudalur í sýningastjórn Markúsar Þórs Andréssonar (2012), Mindscape, Hamish Morrison Galerie, Berlín (2010), sýningar í Bury Art Gallery Museum + Archives, Bury, Englandi (2008), New Bedford Art Museum, Massachusetts, USA (2005), Chinese European Art Center, Xiamen, Kína (2004), Lisatsafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum (2004) og Listasafni Íslands (2003).


Sýningarstjóri

Þorgerður Ólafsdóttir, Becky Forsythe