11.05—02.06.2024

Sýningar

Camilla Cerioni, Camilla Sæberg, Galadriel González Romero, Jette Dalsgaard, Julie Sjöfn Gasiglia, Martina Priehodová, Nele Karlotta Berger, Sunneva Ása Weisshappel

Rætur að rekja – hin örþunna íðilrót: Útskriftarsýning MA nema í myndlist

Listaháskóli er staður þar sem ólíkir hugmyndastraumar mætast, fléttast saman og splúndrast svo í allar áttir, þar sem stöðugleiki og fullvissa eru skoraðar á hólm, leystar upp, vettvangur skoðanaskipta og gagnrýnna samræðna. Útskriftarsýningar listnema eru því mikilvæg uppskeruhátíð andans og gjarnan nokkurskonar púlsmæling á samtímanum.

 

Rætur að rekja – hin örþunna íðilrót er útskriftarsýning meistaranema í myndlist við Listaháskóla Íslands og er hún sú fjórða sem haldin er í Nýlistasafninu. Átta listamenn sýna útskriftarverkefni sín sem marka lok á tveggja ára námi er felur í sér víðtæka þekkingaröflun og rannsóknir, úrvinnslu á mikilli sjálfsskoðun og dýpkun á listsköpun þeirra. Verk sýningarinnar eiga sér flest undanfara í þeim verkum er listamennirnir sýndu á einkasýningum sínum í sýningasölum Listaháskólans á lokaárinu og gefa góða innsýn inn í hugmyndaheim þeirra.


Sýningarstjóri

Birta Guðjónsdóttir