12.1—12.19.2021

Sýningar

Ljósabasar Nýló

Þriðja árið í röð fagnar Nýlistasafnið styttingu dagsins með því að heiðra ljósið. Ljósabasar Nýló, sem fer fram dagana 1. til 19. desember, er fjáröflunarviðburður til styrktar Nýló þar sem tæplega 60 listamenn, allir félagar í Nýló, taka þátt. Í ár tekur Ljósabasarinn yfir sýningarrými safnsins í Marshallhúsinu. Annað heimili Ljósabasars er á heimasíðunni www.ljosabasar.nylo.is.