18.03—30.04.2023

Sýningar

Amanda Riffo

House of Purkinje

Augað er líffærið sem tekur á móti því sem við sjáum. Heilinn vinnur úr ljósinu, meðtekur upplýsingarnar sem fanga athygli okkar og framkallar myndir. Þannig sést aðeins hluti af því sem fyrir augu ber, og þannig erum við aðeins meðvituð um lítinn hluta af því sem við sjáum.

Ágrip

Amanda Riffo (f.1977) kemur frá Frakklandi og Chíle, en býr og starfar í Reykjavík. Eftir að hafa lokið meistaranámi við École Nationale Supérieure des Beaux-Arts, París, fór hún í skiptinám í Tókýó og Beirút. Verk hennar hafa verið sýnd í Evrópu, Japan, Íslandi, Chile, Finnlandi, Belgíu og fleiri. Meðal sýningaverkefna á Íslandi má nefna einkasýningu hennar í Open (Reykjavík, 2018) og Skaftfelli (Seyðisfirði, 2019), auk þátttöku í alþjóðlega tvíæringnum Sequences Xl (Reykjavík, 2019).

Í verkum sínum skapar Amanda æfingar, skrásetur tilraunir sem innblásnar eru af hugrænum vísindum, ljósfræði og um leið alls kyns misskilningi. Í takt við breytingar á sjónhimnu hennar vegna mikillar sjónskekkju hafa verk hennar þróast út í stöðugar efasemdir um raunveruleikann. Þessar vangaveltur eiga einnig stoðir í vinnu listamannsins utan vinnustofunnar, sem fer yfirleitt fram á kvikmyndasetti. 

Riffo vinnur einnig mikið með prentverk og gefur út örseríur bókverka. 


Sýningarstjóri

Sunna Ástþórsdóttir