25.08—25.09.2022

Sýningar

Graham Wiebe, Magnús Sigurðarson, Minne Kersten, Patricia Carolina, Sigrún Hlín Sigurðardóttir

Þau standast ekki tímann

Minne Kersten, Leak, 2020. HD video, 4.3, color, stereo, 3 minute cycle. Video still, courtesy the artist

Á sýningunni rennur upplausn og væntingar saman við lífsins vökva og sköpunarmátt eyðingar, umbreytingu og hreyfingu. Ferli sem eiga við náttúru sem samfélag, hverful við fyrstu kynni en raunveruleg í augnablikinu. 

Ágrip

Graham Wiebe

Graham Wiebe (1994, CA) lauk B.F.A. (Hons) gráðu í myndlist frá The University of Manitoba og MFA frá The University of Victoria. Árið 2015 vann Wiebe AIMIA AGO Scholarship Prize og sýndi úrval verka í Art Gallery of Ontario (Toronto, ON). Síðan hefur hann sýnt bæði í Kanada og tekið þátt í samsýningum á alþjóðavettvangi, meðal annars í BSMNT Gallery í Leipzig, Þýskalandi, the plumb í Toronto, Kanada, Polygon Gallery í Vancouver, Kanada Palazzo San Giuseppe í Polignano a Mare á Ítalíu. Með því að baða sjónrænar minningar í háðsádeilu, eru verk hans einskonar skrá yfir hvatir og iðju, og gera heilandi og andlegum ritúölum kleift að fléttast saman og varpa ljósi á gatnamót lífs og dauða.

Magnús Sigurðarson

Magnús Sigurðarson(1966, IS) afhjúpar eigið varnarleysi með einföldum gjörðum, sem hver og ein undirstrikar trega tilvistar hans og okkar allra. Með sjálfsniðrandi kímnigáfu gerir Magnús meðvitað út á það að vera á mörkum raunsæis og rugls. Verk hans nota margvíslega miðla, allt frá inngripum í almenningsrými og skúlptúrinnsetningar til ljósmynda- og myndbandsverka. Hann hefur sýnt í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Dimensions Variable, Miami, Portland Museum of Art, Vizcaya Museum and Gardens, Miami og Museum of Contemporary Art í Norður Miami. Magnús lærði myndlist við Studio Cecil and Graves, Flórens, Ítalíu (1988), Myndlista- og Handíðaskólann (1992) og Mason Gross School of the Arts, Rutgers University í New Brunswick, New Jersey, Bandaríkjunum (1997). Magnús sýnir reglulega hjá EmersonDorsch Gallery, Miami. Hann býr og starfar nú í El Dorado, Nýju Mexíkó.

Patricia Carolina

Patricia Carolina (1993, MX) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2019, og árið 2022 lauk hún meistarnámi í myndlist við Oslo National Academy of the Arts. Sem stendur býr hún og starfar í Mexíkó og Noregi. Hún vinnur með skúlptúr, gjörning, hreyfimyndir og teikningu. Verk hennar innihalda oft hluti tengda hreyfiorku, sem hún hefur ýmist sótt úr hversdagslífinu eða úr vatni, annaðhvort hamið eða á hreyfingu.Patricia hefur sýnt bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi, þar á meðal í Kunstnernes Hus í Osló, Noregi, Midpunkt, Höggmyndagarðinum og Norræna Húsinu.

Minne Kersten

Minne Kersten (1993, NL) býr og starfar í Amsterdam og Brussel. Verk hennar hafa bókmenntafræðilega nálgun: hún segir sjónrænar sögur og smíðar skúlptúrumhverfi sem styðja við þessar sögur eða bæta við lestur þeirra og túlkun. Hún vinnur með innsetningar, myndbönd, skúlptúra ​​og málverk sem mynda bakgrunn skáldaðs heims sem þokar mörkum raunveruleikans. Verk hennar fjalla um samband hins raunverulega og ímyndaða, hins venjulega og óhugnanlega og setja á svið aðstæður sem einkennast af glundroða, rotnun eða afbyggingu. Hún tók þátt í De Ateliers frá 2018-2020 og útskrifaðist með BFA frá Image & Language deildinni við de Gerrit Rietveld Academie árið 2016. Árið 2017 var hún valin í Slow Writing Lab af Dutch Foundation for Literature. Meðal nýlegra sýninga eru Annet Gelink Gallery í Amsterdam, Hollandi, HISK sýningarrými í Brussel, Belgíu, Haus Wien í Vín, Austurríki,  Hotel Maria Kapel í Hoorn, Hollandi, De Ateliers í Amsterdam, Hollandi.

Sigrún Hlín Sigurðardóttir

Sigrún Hlín Sigurðardóttir (1988, IS) býr og starfar í Reykjavík. Hún vinnur fyrst og fremst með textíl, texta og teikningar. Í verkum sínum fæst Sigrún við tengingu mannkyns við myndir, tákn og efnisheiminn, í fortíð, nútíð og framtíð. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Háskólanum í Bergen (KMD) vorið 2021, og hélt nýlega fyrstu einkasýningu sína, Biting My Time í Visningsrommet USF í Bergen. Hún hefur einnig sýnt verk sín á samsýningum, meðal annars í Standard (Oslo) í Noregi, Norræna húsinu, Hafnarborg og Skaftfelli.