12.2.2021

Fréttir

Heimasíða Ljósabasars Nýlistasafnsins er nú opin! Inni á www.ljosabasar.nylo.is er nú hægt að skoða verkin á basarnum og kynna sér þá listamenn sem taka þátt, fjárfesta í verkum og styðja þar með listina og Nýló. Í ár taka um 60 listamenn þátt, verkin telja á annað hundrað og mikillar fjölbreytni gætir í miðlum. Um er að ræða bæði fjölbreytt og litrík tvívíð verk, vídeóverk, skúlptúra og innsetningar. Sjón er sögu ríkari!

Heimasíða Ljósabasars Nýlistasafnsins er nú opin! Inni á www.ljosabasar.nylo.is er nú hægt að skoða verkin á basarnum og kynna sér þá listamenn sem taka þátt, fjárfesta í verkum og styðja þar með listina og Nýló. Í ár taka um 60 listamenn þátt, verkin telja á annað hundrað og mikillar fjölbreytni gætir í miðlum. Um er að ræða bæði fjölbreytt og litrík tvívíð verk, vídeóverk, skúlptúra og innsetningar. Sjón er sögu ríkari!