12.9.2021

Fréttir

Melanie Ubaldo hefur verið valin vinalistamaður Nýlistasafnsins fyrir árið 2022!

Ár hvert velur stjórn Nýlistasafnsins framúrskarandi listamann til að skapa verk í upplagi fyrir vini Nýló. Vinalistamenn fyrri ára eru Hreinn Friðfinnsson, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Unndór Egill Jónsson, Arna Óttarsdóttir og Guðjón Ketilsson.  Nú hefur stjórn safnsins tilnefnt Melanie Ubaldo sem vinalistamann næsta árs.

Melanie  hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið fyrir einlæg og beinskeytt verk um fjölbreyttar birtingarmyndir valds, fordóma og mismununar.  Í verkum hennar er myndefni og texti órjúfanleg heild, samansaumuð málverk með texta minna einna helst á veggjakrot sem afhjúpa vald, fordóma og eyðandi áhrif þeirra. Verk Melanie varpa ljósi á það umhverfi sem hefur mætt henni í uppvextinum og sem ung kona, verandi Íslendingur af erlendum uppruna og þrátt fyrir oft á tíðum vægðarlausa framsetningu skín einlægni og húmor í gegn. Melanie er einn stofnenda Lucky 3 listhópsins og styrkþegi ársins 2021 úr sjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur fyrir efnilega listamenn. Hún hefur sýnt víða á Íslandi og á alþjóðavettvangi, og verk hennar má meðal annars finna í safneign Listasafns Reykjavíkur. Hún er fædd í Filippseyjum, en býr og starfar í Reykjavík. Framundan hjá Melanie er meðal annarra verkefna sýning í Gallery Gudmundsdottir, Berlin. 

Verkið sem Melanie hefur skapað heitir Hefurðu einhvern tímann gert verk sem passar inn á heimili fólks? og verður hægt að sjá það á Ljósabasar Nýlistasafnsins frá og með sunnudeginum 13. desember. 
 

Vilt þú gerast Vinur Nýló? 

Vinir Nýló er hópur fólks sem styður sérstaklega við metnaðarfulla sýningastarfsemi og viðburðadagskrá Nýlistasafnsins, einu elsta listamannarekna safni Evrópu. Framlög frá Vinum Nýló styrkir lifandi umhverfi samtímalistar og eflir kjarnastarfsemi safnsins enn frekar. Vinir Nýló styðja þannig beint við frumsköpun og grasrót íslenskrar myndlistar. Áhugasamir geta lesið nánar áheimasíðu safnsins

Melanie Ubaldo hefur verið valin vinalistamaður Nýlistasafnsins fyrir árið 2022!

Ár hvert velur stjórn Nýlistasafnsins framúrskarandi listamann til að skapa verk í upplagi fyrir vini Nýló. Vinalistamenn fyrri ára eru Hreinn Friðfinnsson, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Unndór Egill Jónsson, Arna Óttarsdóttir og Guðjón Ketilsson.  Nú hefur stjórn safnsins tilnefnt Melanie Ubaldo sem vinalistamann næsta árs.

Melanie  hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið fyrir einlæg og beinskeytt verk um fjölbreyttar birtingarmyndir valds, fordóma og mismununar.  Í verkum hennar er myndefni og texti órjúfanleg heild, samansaumuð málverk með texta minna einna helst á veggjakrot sem afhjúpa vald, fordóma og eyðandi áhrif þeirra. Verk Melanie varpa ljósi á það umhverfi sem hefur mætt henni í uppvextinum og sem ung kona, verandi Íslendingur af erlendum uppruna og þrátt fyrir oft á tíðum vægðarlausa framsetningu skín einlægni og húmor í gegn. Melanie er einn stofnenda Lucky 3 listhópsins og styrkþegi ársins 2021 úr sjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur fyrir efnilega listamenn. Hún hefur sýnt víða á Íslandi og á alþjóðavettvangi, og verk hennar má meðal annars finna í safneign Listasafns Reykjavíkur. Hún er fædd í Filippseyjum, en býr og starfar í Reykjavík. Framundan hjá Melanie er meðal annarra verkefna sýning í Gallery Gudmundsdottir, Berlin. 

Verkið sem Melanie hefur skapað heitir Hefurðu einhvern tímann gert verk sem passar inn á heimili fólks? og verður hægt að sjá það á Ljósabasar Nýlistasafnsins frá og með sunnudeginum 13. desember. 
 

Vilt þú gerast Vinur Nýló? 

Vinir Nýló er hópur fólks sem styður sérstaklega við metnaðarfulla sýningastarfsemi og viðburðadagskrá Nýlistasafnsins, einu elsta listamannarekna safni Evrópu. Framlög frá Vinum Nýló styrkir lifandi umhverfi samtímalistar og eflir kjarnastarfsemi safnsins enn frekar. Vinir Nýló styðja þannig beint við frumsköpun og grasrót íslenskrar myndlistar. Áhugasamir geta lesið nánar áheimasíðu safnsins