19.04.2023

Fréttir

Kæru fulltrúar!

Hér með boðar stjórn til ársfundar Nýlistasafnsins, miðvikudaginn 3. maí kl. 17:00  í húsakynnum safnsins á annarri hæð Marshallhússins, Grandagarði 20, 101 Reykjavík.


Fundardagskrá   


1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur    
3. Nýir fulltrúar taldir upp
4. Kjör stjórnar

HLÉ

5. Fjárhagsáætlun kynnt og ársgjald 2024 ákveðið
6. Niðurstöður kosninga kunngjörðar
7. Önnur mál

Upplýsingar varðandi ársfund

Kosið verður um öll sæti stjórnar og varastjórnar: Formann til eins árs, fjögur sæti í aðalstjórn til tveggja ára og þrjú sæti í varastjórn til eins árs. 

5 framboð hafa þegar borist. Sunna Ástþórsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formennsku, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir býður sig fram til áframhaldandi setu í stjórn, Auður Ómarsdóttir, Lúkas Bury og Þorsteinn Eyfjörð bjóða sig fram til varastjórnar.

Einstaklingar sem hafa áhuga á að gegna stjórnarstörfum eru beðnir að tilkynna framboð til skrifstofu Nýló með því að senda póst á nylo(hjá)nylo.is eða tilkynna framboð í upphafi fundar.

Stjórn safnsins er æðsta vald í málefnum Nýló og til að gefa áhugasömum samhengi er hér reynt að gera hlutverki hennar örlítil skil. Stjórn mótar stefnu safnsins á opinberum vettvangi og helstu ákvarðanir er varða starfsemi Nýló fara í gegnum stjórnina. Til að mynda velur stjórn sýningar og tekur afstöðu til gjafa í safneign. Stjórn hittist mánaðarlega á stjórnarfundum þar sem farið er yfir helstu atriði, en hittist oftar í kringum sérstök verkefni. Framlag stjórnar er í formi sjálfboðastarfs og tekur þar með mið af tíma og orku hvers og eins en miðað er við að þau sem bjóða fram krafta sína geti tekið virkan þátt í starfseminni og þeim margvíslegu verkefnum sem henni fylgja. Stundum er stjórn kölluð til í aðkallandi verkefni, til að mynda meðan á uppsetningu stendur og því er ákjósanlegt að stjórnarmeðlimir séu búsettir á Íslandi. Að sitja í stjórn Nýló er tækifæri til þess að hafa áhrif og koma hugmyndum sínum um starf safnsins í farveg, móta landslag safneignar, taka beinan þátt í sýningarhaldi og öðrum verkefnum.

Athugið að aðeins hafa þau atkvæðisrétt sem greitt hafa ársgjöld fyrir árið 2023. Ársgjaldið hefur verið sent fulltrúum í heimabanka þeirra og er upp á 3.900 kr.

Til að greiða atkvæði sitt hafa fulltrúar tvær leiðir:

1. Þau sem mæta á fund fylla út kosningaseðil á fundinum.
2. Þau sem eru utan höfuðborgarsvæðisins eða erlendis geta sent símanúmerið sitt fyrir kl 12:00, 2. maí á nylo(hjá)nylo.is og hringir trúnaðarmaður í þá af fundinum.

Ef til kosninga kemur munu hringingar hefjast klukkan 17.15 og geta fulltrúar þá greint frá atkvæðum sínum.

— Óháður trúnaðarmaður mun taka við og skrá innsend atkvæði.    

— Tveir talningamenn úr röðum fulltrúa verða valdir á fundinum.    

— Kosningu hljóta þeir frambjóðendur er fá flest atkvæði.    

— Verði atkvæðafjöldi tveggja eða fleiri frambjóðenda jafn, skal kosið aftur og þá aðeins á milli þeirra frambjóðenda er fá jafn mörg atkvæði.    

— Greint verður frá niðurstöðu kosninga á vefsíðu safnsins fljótlega að fundi loknum.

Núverandi stjórn:

Sunna Ástþórsdóttir, formaður
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, varaformaður
Claire Paugam, meðstjórnandi
Margrét Dúa Landmark, gjaldkeri
Þorsteinn Eyfjörð, ritari

Núverandi varastjórn:

Auður Ómarsdóttir
Lúkas Bury
Nerime El Ansari 

Allir fulltrúar Nýlistasafnsins eru velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar!

Við hlökkum til að sjá ykkur! 

Mynd með frétt:

Frá yfirstandandi sýningu Amanda Riffo, House of Purkinje. Ljósmynd: Claudia Hausfeld.

Kæru fulltrúar!

Hér með boðar stjórn til ársfundar Nýlistasafnsins, miðvikudaginn 3. maí kl. 17:00  í húsakynnum safnsins á annarri hæð Marshallhússins, Grandagarði 20, 101 Reykjavík.


Fundardagskrá   


1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur    
3. Nýir fulltrúar taldir upp
4. Kjör stjórnar

HLÉ

5. Fjárhagsáætlun kynnt og ársgjald 2024 ákveðið
6. Niðurstöður kosninga kunngjörðar
7. Önnur mál

Upplýsingar varðandi ársfund

Kosið verður um öll sæti stjórnar og varastjórnar: Formann til eins árs, fjögur sæti í aðalstjórn til tveggja ára og þrjú sæti í varastjórn til eins árs. 

5 framboð hafa þegar borist. Sunna Ástþórsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formennsku, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir býður sig fram til áframhaldandi setu í stjórn, Auður Ómarsdóttir, Lúkas Bury og Þorsteinn Eyfjörð bjóða sig fram til varastjórnar.

Einstaklingar sem hafa áhuga á að gegna stjórnarstörfum eru beðnir að tilkynna framboð til skrifstofu Nýló með því að senda póst á nylo(hjá)nylo.is eða tilkynna framboð í upphafi fundar.

Stjórn safnsins er æðsta vald í málefnum Nýló og til að gefa áhugasömum samhengi er hér reynt að gera hlutverki hennar örlítil skil. Stjórn mótar stefnu safnsins á opinberum vettvangi og helstu ákvarðanir er varða starfsemi Nýló fara í gegnum stjórnina. Til að mynda velur stjórn sýningar og tekur afstöðu til gjafa í safneign. Stjórn hittist mánaðarlega á stjórnarfundum þar sem farið er yfir helstu atriði, en hittist oftar í kringum sérstök verkefni. Framlag stjórnar er í formi sjálfboðastarfs og tekur þar með mið af tíma og orku hvers og eins en miðað er við að þau sem bjóða fram krafta sína geti tekið virkan þátt í starfseminni og þeim margvíslegu verkefnum sem henni fylgja. Stundum er stjórn kölluð til í aðkallandi verkefni, til að mynda meðan á uppsetningu stendur og því er ákjósanlegt að stjórnarmeðlimir séu búsettir á Íslandi. Að sitja í stjórn Nýló er tækifæri til þess að hafa áhrif og koma hugmyndum sínum um starf safnsins í farveg, móta landslag safneignar, taka beinan þátt í sýningarhaldi og öðrum verkefnum.

Athugið að aðeins hafa þau atkvæðisrétt sem greitt hafa ársgjöld fyrir árið 2023. Ársgjaldið hefur verið sent fulltrúum í heimabanka þeirra og er upp á 3.900 kr.

Til að greiða atkvæði sitt hafa fulltrúar tvær leiðir:

1. Þau sem mæta á fund fylla út kosningaseðil á fundinum.
2. Þau sem eru utan höfuðborgarsvæðisins eða erlendis geta sent símanúmerið sitt fyrir kl 12:00, 2. maí á nylo(hjá)nylo.is og hringir trúnaðarmaður í þá af fundinum.

Ef til kosninga kemur munu hringingar hefjast klukkan 17.15 og geta fulltrúar þá greint frá atkvæðum sínum.

— Óháður trúnaðarmaður mun taka við og skrá innsend atkvæði.    

— Tveir talningamenn úr röðum fulltrúa verða valdir á fundinum.    

— Kosningu hljóta þeir frambjóðendur er fá flest atkvæði.    

— Verði atkvæðafjöldi tveggja eða fleiri frambjóðenda jafn, skal kosið aftur og þá aðeins á milli þeirra frambjóðenda er fá jafn mörg atkvæði.    

— Greint verður frá niðurstöðu kosninga á vefsíðu safnsins fljótlega að fundi loknum.

Núverandi stjórn:

Sunna Ástþórsdóttir, formaður
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, varaformaður
Claire Paugam, meðstjórnandi
Margrét Dúa Landmark, gjaldkeri
Þorsteinn Eyfjörð, ritari

Núverandi varastjórn:

Auður Ómarsdóttir
Lúkas Bury
Nerime El Ansari 

Allir fulltrúar Nýlistasafnsins eru velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar!

Við hlökkum til að sjá ykkur! 

Mynd með frétt:

Frá yfirstandandi sýningu Amanda Riffo, House of Purkinje. Ljósmynd: Claudia Hausfeld.