05.11.2022

Fréttir

Nýlistasafnið mun taka þátt í ráðstefnunni Contemporary Culture Conversations (CCC) , skipulögð sem hluti af Ritual Gatherings í Sofíu í Búlgaríu þann 11. nóvember næstkomandi.

Contemporary Culture Conversations (CCC) er tveggja daga samræðuvettvangur fyrir fólk sem starfar á sviði lista og menningar, listamanna og aðnjótenda, sem haldinn verður í fyrsta sinn í Sofíu á þessu ári. Dagskráin skiptist í tvo daga og mun fjalla um lykilþætti verkefnastjórnunar á sviði myndlistar og búlgörsku raftónlistarsenunnar. Föstudagurinn 11. nóvember er tileinkaður menningarlegu frumkvöðlastarfi og myndlist og miðlar sérfræðiþekkingu og bestu starfsvenjum sérfræðinga og listamanna frá Íslandi og Noregi.

Nýlistasafnið mun taka þátt og veita innsýn í starfsemi safnsins, eins elsta listamannarekna safnsins í Evrópu, ásamt því að kynna metnaðarfulla gjörningadagskrá með listamönnunum Wiola Ujazdowska, Pola Sutryk og mannfræðingnum Önnu Wojtynska.

Nýlistasafnið mun taka þátt í ráðstefnunni Contemporary Culture Conversations (CCC) , skipulögð sem hluti af Ritual Gatherings í Sofíu í Búlgaríu þann 11. nóvember næstkomandi.

Contemporary Culture Conversations (CCC) er tveggja daga samræðuvettvangur fyrir fólk sem starfar á sviði lista og menningar, listamanna og aðnjótenda, sem haldinn verður í fyrsta sinn í Sofíu á þessu ári. Dagskráin skiptist í tvo daga og mun fjalla um lykilþætti verkefnastjórnunar á sviði myndlistar og búlgörsku raftónlistarsenunnar. Föstudagurinn 11. nóvember er tileinkaður menningarlegu frumkvöðlastarfi og myndlist og miðlar sérfræðiþekkingu og bestu starfsvenjum sérfræðinga og listamanna frá Íslandi og Noregi.

Nýlistasafnið mun taka þátt og veita innsýn í starfsemi safnsins, eins elsta listamannarekna safnsins í Evrópu, ásamt því að kynna metnaðarfulla gjörningadagskrá með listamönnunum Wiola Ujazdowska, Pola Sutryk og mannfræðingnum Önnu Wojtynska.

Wiola Ujazdowska vinnur á þverfaglegum nótum og býr á Íslandi og í Póllandi. Hún vinnur í ýmsa miðla, svo sem vídeó, gjörninga og innsetningar. Aðferðafræði hennar er innblásin af mannfræði, bókmenntum, póst-humanískum sjónarhornum og heimspekilegum hugmyndum um sjálfsmynd. List hennar kannar upplifun útilokaðra hópa í norrænum samfélögum, með áherslu á verkalýðsinnflytjendur frá Austur-Evrópu. Hún er meðlimur í AIVAG — Artists in Iceland Visa Action Group — sem hefur það að markmiði að berjast fyrir vegabréfsáritun listamanna á Íslandi og skapa opinbera umræðu um jafnréttissinnaða listasenu á Íslandi. Á meðan á CCC stendur mun hún kynna verk sitt „Spádómurinn um Lúpínu sólarinnar sem aldrei sest“.

Wiola Ujazdowska vinnur á þverfaglegum nótum og býr á Íslandi og í Póllandi. Hún vinnur í ýmsa miðla, svo sem vídeó, gjörninga og innsetningar. Aðferðafræði hennar er innblásin af mannfræði, bókmenntum, póst-humanískum sjónarhornum og heimspekilegum hugmyndum um sjálfsmynd. List hennar kannar upplifun útilokaðra hópa í norrænum samfélögum, með áherslu á verkalýðsinnflytjendur frá Austur-Evrópu. Hún er meðlimur í AIVAG — Artists in Iceland Visa Action Group — sem hefur það að markmiði að berjast fyrir vegabréfsáritun listamanna á Íslandi og skapa opinbera umræðu um jafnréttissinnaða listasenu á Íslandi. Á meðan á CCC stendur mun hún kynna verk sitt „Spádómurinn um Lúpínu sólarinnar sem aldrei sest“.

Pola Sutryk er matreiðslumaður, listamaður og upplifunarhönnuður sem vinnur með hráefni og hefðbundnar matreiðsluaðferðir víðsvegar að úr heiminum, nú með aðsetur á Íslandi. Hún yfirfærir fagurfræðilega og vistfræðilega næmni sem hún hafði þróað með sér þegar hún ólst upp í villta svæðinu í austurhluta Póllands yfir á sviði menningar og matargerðar. Aðalstarfssvið hennar er matreiðsla, skilin sem fundur og umbreytingarferli. Ferli framkvæmt með virðingu fyrir öllum þátttakendum þess: þeim sem elda, þeim sem borða og því sem er borðað. Með því að nota mat til að skapa tengsl vinnur hún með listamönnum, vörumerkjum og stofnunum um að búa til ætar innsetningar og fjölskynjunarupplifanir.

Pola Sutryk er matreiðslumaður, listamaður og upplifunarhönnuður sem vinnur með hráefni og hefðbundnar matreiðsluaðferðir víðsvegar að úr heiminum, nú með aðsetur á Íslandi. Hún yfirfærir fagurfræðilega og vistfræðilega næmni sem hún hafði þróað með sér þegar hún ólst upp í villta svæðinu í austurhluta Póllands yfir á sviði menningar og matargerðar. Aðalstarfssvið hennar er matreiðsla, skilin sem fundur og umbreytingarferli. Ferli framkvæmt með virðingu fyrir öllum þátttakendum þess: þeim sem elda, þeim sem borða og því sem er borðað. Með því að nota mat til að skapa tengsl vinnur hún með listamönnum, vörumerkjum og stofnunum um að búa til ætar innsetningar og fjölskynjunarupplifanir.

Anna Wojtynska er mannfræðingur sem hefur undanfarin ár rannsakað fólksflutninga til Íslands, aðallega frá Póllandi en einnig frá öðrum löndum Austur-Evrópu. Megináhersla hennar er á vinnumarkaðinn og þverþjóðleg vinnubrögð. Í erindinu „The Art of Inclusion“ mun Anna taka Ísland sér til fyrirmyndar og fjalla um möguleika þess að beita listrænum aðferðum fyrir rými án aðgreiningar sem koma til móts við jaðarsettar raddirinnflytjenda. Hún mun einnig líta á samffélagslega listsköpun sem viðfangsefni mannfræðilegrar rannsóknar. Getur list talað fyrir félagslegu réttlæti og þvermenningarlegum samræðum í sífellt sundurleitari, efnahagslega, skautaðri og þjóðernislega fjölbreyttari borgarrýmum?

Auk þess veitir Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, innsýn í sögu, markmið, gildi, markmið og starfsemi safnsins. Hún mun fjalla um hugmyndafræði og rekstrarumhverfi myndlistarrýma sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni með safnið sem dæmi, og gefa innsýn í teymisvinnu, verkfæri og aðferðir sem þarf til að hlúa að framsæknum vettvangi fyrir myndlist samtímans.

Anna Wojtynska er mannfræðingur sem hefur undanfarin ár rannsakað fólksflutninga til Íslands, aðallega frá Póllandi en einnig frá öðrum löndum Austur-Evrópu. Megináhersla hennar er á vinnumarkaðinn og þverþjóðleg vinnubrögð. Í erindinu „The Art of Inclusion“ mun Anna taka Ísland sér til fyrirmyndar og fjalla um möguleika þess að beita listrænum aðferðum fyrir rými án aðgreiningar sem koma til móts við jaðarsettar raddirinnflytjenda. Hún mun einnig líta á samffélagslega listsköpun sem viðfangsefni mannfræðilegrar rannsóknar. Getur list talað fyrir félagslegu réttlæti og þvermenningarlegum samræðum í sífellt sundurleitari, efnahagslega, skautaðri og þjóðernislega fjölbreyttari borgarrýmum?

Auk þess veitir Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, innsýn í sögu, markmið, gildi, markmið og starfsemi safnsins. Hún mun fjalla um hugmyndafræði og rekstrarumhverfi myndlistarrýma sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni með safnið sem dæmi, og gefa innsýn í teymisvinnu, verkfæri og aðferðir sem þarf til að hlúa að framsæknum vettvangi fyrir myndlist samtímans.