27.07.2022

Fréttir

Nýló kallar eftir verkefnum í Limbó, nýtt tilraunarými safnsins. Með áherslu á ferli og tilraunir er Limbó hugsað sem vettvangur fyrir verk í vinnslu, gjörninga, innsetningar, umræður, upplestrarviðburði, kynningar á rannsóknum og ýmis önnur örverkefni innan fjölbreytts mengi samtímalistarinnar.

Limbó er vettvangur fyrir listamenn, sýningarstjóra og aðra sem vinna innan samtímamyndlistar. Viðburðir/verkefni geta varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í tvær vikur. Nú er opið fyrir skráningu fyrir valdar dagsetningar á tímabilinu 25. ágúst 2022 til 5. mars 2023*. Tekið er við skráningum alla daga vikunnar, en skrá þarf verkefni með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara. Ef verkefnið verður fyrir valinu fá umsækjendur tölvupóst frá nylo(hjá)nylo.is með staðfestingu á bókun eða ábendingum um nýjar dagsetningar (t.d. ef um tvíbókanir er að ræða). Verkefni getur verið hafnað af stjórn safnsins ef það uppfyllir ekki tilgang rýmisins.

Markmið

Markmiðið er að leggja áherslu á vinnslu og tilraunir í myndlist samtímans og svara um leið þörf á rými með styttri fyrirvara en tíðkast ella. Limbó er ekki vettvangur fyrir hefðbundnar sýningar, heldur njóta verkefni sem á einhvern hátt ögra sýningarforminu forgangs. Að auki koma námsverkefni ekki til greina. Við val á verkefnum er tekið tillit til fjölbreytileika hvað varðar þátttöku og framsækni í listsköpun, framsetningu og miðlun. 

Skráningarferli

Fylltu út skráningarformið hér. Upplýsingar sem þarf að taka fram eru:

# 1 —  Nafn og tengiliðaupplýsingar

# 2 —  Stutt lýsing á fyrirhuguðu verkefni. 100-250 orð

# 3 —  Mynd sem hægt er að nota í kynningarskyni

# 4 —  Stutt lýsing á bakgrunni umsækjanda. 100-150 orð

# 5 —  Dagsetningar. Ákjósanlegar dagsetningar fyrir verkefnið. Verkefni geta varað allt frá nokkrum klukkustundum og upp í tvær vikur. Smellið hér til að sjá hvaða dagsetningar eru lausar.** 

Aðstaða og framlag Nýló

Limbó er lifandi rými sem auk tilraunaverkefna hýsir bókabúð safnsins, móttöku og aðra viðburði og hópa eins og lestrarklúbb Nýló. Hér er teikning af rýminu og svæði (gult) sem er frátekið fyrir Limbó, en fundir og/eða aðrir viðburðir geta einnig farið fram í rýminu samhliða verkefnum í Limbó.

Fjárframlag til hvers verkefnis ræðst af tímalengd verkefna, en alla jafna er miðað við 15—25.000 kr. Nýló sér um yfirsetu, miðlar og kynnir verkefnin á öllum miðlum safnsins, sendir tilkynningar á fjölmiðla og ljósmyndar verkefni/viðburði.

Umsækjendur bera ábyrgð á uppsetningu, auk þess að skila rýminu í sama ástandi og það var þegar tekið var við því. Nýlistasafnið útvegar sparsl og málningu til blettunar. Uppsetning fyrir hvert verkefni er frá kl. 10—17 tveimur dögum áður en verkefnið er sett af stað og niðurtaka er frá kl. 10—17 daginn eftir að verkefni lýkur.

Tæknibúnaður Nýlistasafnsins stendur umsækjendum til boða ef búnaðurinn er ekki þegar í notkun. 

*Athugið að dagsetningar geta breyst.

**Dagatalið er uppfært um leið og verkefni eru tekin inn.

Mynd með frétt:

Egill Sæbjörnsson, Object Species Virtuality, 2022. Frá Last Museum (Reykjavík Edition) í sýningarstjórn Nadim Samman. Framleitt í samstarfi við KW Berlin. Ljósmyndari: Owen Fiene fyrir Listahátíð í Reykjavík.

Nýló kallar eftir verkefnum í Limbó, nýtt tilraunarými safnsins. Með áherslu á ferli og tilraunir er Limbó hugsað sem vettvangur fyrir verk í vinnslu, gjörninga, innsetningar, umræður, upplestrarviðburði, kynningar á rannsóknum og ýmis önnur örverkefni innan fjölbreytts mengi samtímalistarinnar.

Limbó er vettvangur fyrir listamenn, sýningarstjóra og aðra sem vinna innan samtímamyndlistar. Viðburðir/verkefni geta varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í tvær vikur. Nú er opið fyrir skráningu fyrir valdar dagsetningar á tímabilinu 25. ágúst 2022 til 5. mars 2023*. Tekið er við skráningum alla daga vikunnar, en skrá þarf verkefni með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara. Ef verkefnið verður fyrir valinu fá umsækjendur tölvupóst frá nylo(hjá)nylo.is með staðfestingu á bókun eða ábendingum um nýjar dagsetningar (t.d. ef um tvíbókanir er að ræða). Verkefni getur verið hafnað af stjórn safnsins ef það uppfyllir ekki tilgang rýmisins.

Markmið

Markmiðið er að leggja áherslu á vinnslu og tilraunir í myndlist samtímans og svara um leið þörf á rými með styttri fyrirvara en tíðkast ella. Limbó er ekki vettvangur fyrir hefðbundnar sýningar, heldur njóta verkefni sem á einhvern hátt ögra sýningarforminu forgangs. Að auki koma námsverkefni ekki til greina. Við val á verkefnum er tekið tillit til fjölbreytileika hvað varðar þátttöku og framsækni í listsköpun, framsetningu og miðlun. 

Skráningarferli

Fylltu út skráningarformið hér. Upplýsingar sem þarf að taka fram eru:

# 1 —  Nafn og tengiliðaupplýsingar

# 2 —  Stutt lýsing á fyrirhuguðu verkefni. 100-250 orð

# 3 —  Mynd sem hægt er að nota í kynningarskyni

# 4 —  Stutt lýsing á bakgrunni umsækjanda. 100-150 orð

# 5 —  Dagsetningar. Ákjósanlegar dagsetningar fyrir verkefnið. Verkefni geta varað allt frá nokkrum klukkustundum og upp í tvær vikur. Smellið hér til að sjá hvaða dagsetningar eru lausar.** 

Aðstaða og framlag Nýló

Limbó er lifandi rými sem auk tilraunaverkefna hýsir bókabúð safnsins, móttöku og aðra viðburði og hópa eins og lestrarklúbb Nýló. Hér er teikning af rýminu og svæði (gult) sem er frátekið fyrir Limbó, en fundir og/eða aðrir viðburðir geta einnig farið fram í rýminu samhliða verkefnum í Limbó.

Fjárframlag til hvers verkefnis ræðst af tímalengd verkefna, en alla jafna er miðað við 15—25.000 kr. Nýló sér um yfirsetu, miðlar og kynnir verkefnin á öllum miðlum safnsins, sendir tilkynningar á fjölmiðla og ljósmyndar verkefni/viðburði.

Umsækjendur bera ábyrgð á uppsetningu, auk þess að skila rýminu í sama ástandi og það var þegar tekið var við því. Nýlistasafnið útvegar sparsl og málningu til blettunar. Uppsetning fyrir hvert verkefni er frá kl. 10—17 tveimur dögum áður en verkefnið er sett af stað og niðurtaka er frá kl. 10—17 daginn eftir að verkefni lýkur.

Tæknibúnaður Nýlistasafnsins stendur umsækjendum til boða ef búnaðurinn er ekki þegar í notkun. 

*Athugið að dagsetningar geta breyst.

**Dagatalið er uppfært um leið og verkefni eru tekin inn.

Mynd með frétt:

Egill Sæbjörnsson, Object Species Virtuality, 2022. Frá Last Museum (Reykjavík Edition) í sýningarstjórn Nadim Samman. Framleitt í samstarfi við KW Berlin. Ljósmyndari: Owen Fiene fyrir Listahátíð í Reykjavík.