3.23.2020

Fréttir

Kæru gestir,

Skjótt skipast veður í lofti. Í ljósi herts samkomubanns mun Nýlistasafnið vera lokað frá og með morgundeginum, þriðjudegi 24. mars. Þetta er gert til að takmarka útbreiðslu kórónuveirufaraldsins og samkvæmt fyrirmælum yfirvalda verður safnið lokað til og með 13. apríl. Þó, eins og reynslan sýnir, gæti það breyst og við munum láta ykkur vita hér á heimasíðunni hvenær við opnum dyrnar að nýju.

Á meðan safnið er lokað vinna starfsmenn Nýlistasafnsins að sínum verkefnum heima við. Það verður því enginn á skrifstofu safnsins, og þar með enginn til að svara í símann. Allar fyrirspurnir og ábendingar skal senda á nylo(hjá)nylo.is og við munum sjá til þess að þeim verður svarað hratt og örugglega.

Þó lítið líf verði á skrifstofunni komandi vikur er nóg að gera hjá okkur við skráningu verka, kynningarmál og undirbúning komandi sýninga og annarra framtíðarverkefna. Gaman er að greina frá því að við hlutum meðal annars styrk úr safnasjóð fyrir nýrri heimasíðu, sem vonandi lítur dagsins ljós á þessu ári.

Þar sem við getum ekki tekið á móti gestum í safnið vinnum við nú í góðu samstarfi við Kling & Bang að því að koma núverandi sýningu safnsins, Erling Klingenberg eftir Erling T. V. Klingenberg, nær ykkur sem heima sitjið.

Einnig ætlum við að draga eldri sýningar safnsins fram í sviðsljósið, gullmola úr safneigninni og annað sem okkur dettur í hug. Lestrarfélag Nýló mun halda áfram að hvetja til heimalesturs og á næstu vikum kynnum við spennandi samstarfsverkefni við nemendur úr Listaháskólanum og Háskóla Íslands. Fylgist með hér á heimasíðu safnsins, á facebook síðu okkar og instagram.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur að nýju á bjartari og covid-fríum tímum!

Kæru gestir,

Skjótt skipast veður í lofti. Í ljósi herts samkomubanns mun Nýlistasafnið vera lokað frá og með morgundeginum, þriðjudegi 24. mars. Þetta er gert til að takmarka útbreiðslu kórónuveirufaraldsins og samkvæmt fyrirmælum yfirvalda verður safnið lokað til og með 13. apríl. Þó, eins og reynslan sýnir, gæti það breyst og við munum láta ykkur vita hér á heimasíðunni hvenær við opnum dyrnar að nýju.

Á meðan safnið er lokað vinna starfsmenn Nýlistasafnsins að sínum verkefnum heima við. Það verður því enginn á skrifstofu safnsins, og þar með enginn til að svara í símann. Allar fyrirspurnir og ábendingar skal senda á nylo(hjá)nylo.is og við munum sjá til þess að þeim verður svarað hratt og örugglega.

Þó lítið líf verði á skrifstofunni komandi vikur er nóg að gera hjá okkur við skráningu verka, kynningarmál og undirbúning komandi sýninga og annarra framtíðarverkefna. Gaman er að greina frá því að við hlutum meðal annars styrk úr safnasjóð fyrir nýrri heimasíðu, sem vonandi lítur dagsins ljós á þessu ári.

Þar sem við getum ekki tekið á móti gestum í safnið vinnum við nú í góðu samstarfi við Kling & Bang að því að koma núverandi sýningu safnsins, Erling Klingenberg eftir Erling T. V. Klingenberg, nær ykkur sem heima sitjið.

Einnig ætlum við að draga eldri sýningar safnsins fram í sviðsljósið, gullmola úr safneigninni og annað sem okkur dettur í hug. Lestrarfélag Nýló mun halda áfram að hvetja til heimalesturs og á næstu vikum kynnum við spennandi samstarfsverkefni við nemendur úr Listaháskólanum og Háskóla Íslands. Fylgist með hér á heimasíðu safnsins, á facebook síðu okkar og instagram.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur að nýju á bjartari og covid-fríum tímum!