11.26.2020

Fréttir

Ljósabasar 2020
26. Nóvember – 20. Desember 2020

Verið hjartanlega velkomin á Ljósabasar Nýlistasafnsins 2020

Ljúkum þessu ólgandi ári saman með hvelli! Ljósabasar 2020 fer fram dagana 26.nóvember til 20. desember. Að þessu sinni mun basarinn eiga sér vettvang á netinu, á síðunni ljosabasar.nylo.is sem verður gerð opinber á fimmtudeginum langa 26. nóvember kl. 17:00. Þar verður hægt að skoða verkin, kynna sér listamennina sem taka þátt í basarnum og kaupa samtímalist eftir yfir 40 myndlistarmenn, sem öll eru félagar safnsins. Við bjóðum einnig gesti velkomna í Nýlistasafnið, Marshallhúsinu, þar á Ljósabasarinn sér annan samastað með opinni geymslu og örsýningu í safnbúðinni. Þar má líta verk Ljósabasars eigin augum á hefðbundnum opnunartímum safnsins.

Verkin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg en þau tengjast öll ljósinu í orðsins víðasta skilningi: Ljós gerir heiminn sýnilegan og leiðir okkur þannig áfram á ýmsa áfangastaði, rótgróna og raunverulega, háfleyga og ljóðræna, uppspunna og afbakaða. Eftir þetta ár ójafnvægis og umróta er gott að láta listina lýsa upp myrkasta tíma ársins, og jafnvel skreyta eða teygja svolítið á veruleikanum.

Ljósabasar Nýló er fjáröflunarviðburður til stuðnings Nýlistasafninu. Nýlistasafnið, eða Nýló eins og safnið er nefnt í daglegu tali, er listamannarekið safn og sýningarrými. Markmið Nýló er að varðveita og sýna samtímalist og vera vettvangur fyrir tilraunir og alþjóðlega umræðu um myndlist. Nýló hefur verið einn helsti vettvangur fyrir samtímalist á Íslandi og á einstakt safn verka eftir íslenska og alþjóðlega listamenn frá sjötta áratugnum til dagsins í dag.

Áfram Nýló, tilraunagleðin og listin!

Ljósabasar 2020
26. Nóvember – 20. Desember 2020

Verið hjartanlega velkomin á Ljósabasar Nýlistasafnsins 2020

Ljúkum þessu ólgandi ári saman með hvelli! Ljósabasar 2020 fer fram dagana 26.nóvember til 20. desember. Að þessu sinni mun basarinn eiga sér vettvang á netinu, á síðunni ljosabasar.nylo.is sem verður gerð opinber á fimmtudeginum langa 26. nóvember kl. 17:00. Þar verður hægt að skoða verkin, kynna sér listamennina sem taka þátt í basarnum og kaupa samtímalist eftir yfir 40 myndlistarmenn, sem öll eru félagar safnsins. Við bjóðum einnig gesti velkomna í Nýlistasafnið, Marshallhúsinu, þar á Ljósabasarinn sér annan samastað með opinni geymslu og örsýningu í safnbúðinni. Þar má líta verk Ljósabasars eigin augum á hefðbundnum opnunartímum safnsins.

Verkin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg en þau tengjast öll ljósinu í orðsins víðasta skilningi: Ljós gerir heiminn sýnilegan og leiðir okkur þannig áfram á ýmsa áfangastaði, rótgróna og raunverulega, háfleyga og ljóðræna, uppspunna og afbakaða. Eftir þetta ár ójafnvægis og umróta er gott að láta listina lýsa upp myrkasta tíma ársins, og jafnvel skreyta eða teygja svolítið á veruleikanum.

Ljósabasar Nýló er fjáröflunarviðburður til stuðnings Nýlistasafninu. Nýlistasafnið, eða Nýló eins og safnið er nefnt í daglegu tali, er listamannarekið safn og sýningarrými. Markmið Nýló er að varðveita og sýna samtímalist og vera vettvangur fyrir tilraunir og alþjóðlega umræðu um myndlist. Nýló hefur verið einn helsti vettvangur fyrir samtímalist á Íslandi og á einstakt safn verka eftir íslenska og alþjóðlega listamenn frá sjötta áratugnum til dagsins í dag.

Áfram Nýló, tilraunagleðin og listin!