11.03.2022

Fréttir

Listamannatvíeykið Klāvs Liepiņš og Renāte Feizaka og kollektívið Lucky 3 eru tilnefnd til hvatningarverðlaunaÍslensku myndlistarverðlaunanna 2022.

Klāvs og Renāte eru tilnefnd fyrir verk sín á sýningunni Eins og þú ert núna var ég einu sinni/Eins og ég er núna svo munt þú verða í Nýló haustið 2021. Þar sýndi tvíeykið umfangsmikla innsetningu í mörgum þáttum. Sýningargestir fóru um rýmið eftir fyrir­ framgefnum rásum eða leiðum til þess að hrófla ekki við þeim aðstæðum sem búið var að skapa, svo úr varð eins konar ókóreógraferuð kóreógrafía. Tilvist mannsins og pólitísk afstaða er undirliggjandi í vídeóverkum þeirra á sömu sýningu. Þar birtast skáldaðar persónur sem listamennirnir túlka sjálfir í fáránlegum, tilgangslausum og oft kómískum aðstæðum.

Sýningin var samsýning Klavs, Renate og Raimonda Sereikaitė-Kiziria, í sýningarstjórn Katerína Spathí.

Listamannatvíeykið Klāvs Liepiņš og Renāte Feizaka og kollektívið Lucky 3 eru tilnefnd til hvatningarverðlaunaÍslensku myndlistarverðlaunanna 2022.

Klāvs og Renāte eru tilnefnd fyrir verk sín á sýningunni Eins og þú ert núna var ég einu sinni/Eins og ég er núna svo munt þú verða í Nýló haustið 2021. Þar sýndi tvíeykið umfangsmikla innsetningu í mörgum þáttum. Sýningargestir fóru um rýmið eftir fyrir­ framgefnum rásum eða leiðum til þess að hrófla ekki við þeim aðstæðum sem búið var að skapa, svo úr varð eins konar ókóreógraferuð kóreógrafía. Tilvist mannsins og pólitísk afstaða er undirliggjandi í vídeóverkum þeirra á sömu sýningu. Þar birtast skáldaðar persónur sem listamennirnir túlka sjálfir í fáránlegum, tilgangslausum og oft kómískum aðstæðum.

Sýningin var samsýning Klavs, Renate og Raimonda Sereikaitė-Kiziria, í sýningarstjórn Katerína Spathí.

Lucky 3 voru tilnefnd fyrir gjörninginn PUTI í Open, á Sequences real time art festival í október 2021.

Hópurinn samanstendur af listamönnunum Dýrfinnu Benitu Basalan, Darren Mark og Melanie Ubaldo. PUTI (sem þýðir hvítt) er félagsleg kóreógrafía sem endurspeglar veruleika kynþáttahlutverka og stigveldi valds í samfélaginu. Í gjörningum settu þau sig í hlutverk ræstingafólks, en margir Filippseyingar á Íslandi vinna við þrif og hefur ræstingastarfið vissan innflytjendastimpil á sér.

Sýningarstjórar Sequences X voru Þóranna Björnsdóttir og Þráinn Hjálmarsson. Að hátíðinni standa, auk Nýlistasafnsins, Kling & Bang og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar ásamt öflugu fagráði listamanna og fagfólks sem eru virk í listamannareknu myyndlistarsenunni í Reykjavík hverju sinni.

Innilegar hamingjuóskir frá teymi Nýló til allra sem hlutu tilnefningu til Íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir framlag sitt til myndlistar 2021!

Myndir með frétt:

#1: Klāvs Liepiņš og Renāte Feizaka, Hyperconnectivity 2, 2021. Mynd: Vigfús Birgisson

#2: Lucky 3, Puti, 2021. Mynd: Kamilije Tekle

Lucky 3 voru tilnefnd fyrir gjörninginn PUTI í Open, á Sequences real time art festival í október 2021.

Hópurinn samanstendur af listamönnunum Dýrfinnu Benitu Basalan, Darren Mark og Melanie Ubaldo. PUTI (sem þýðir hvítt) er félagsleg kóreógrafía sem endurspeglar veruleika kynþáttahlutverka og stigveldi valds í samfélaginu. Í gjörningum settu þau sig í hlutverk ræstingafólks, en margir Filippseyingar á Íslandi vinna við þrif og hefur ræstingastarfið vissan innflytjendastimpil á sér.

Sýningarstjórar Sequences X voru Þóranna Björnsdóttir og Þráinn Hjálmarsson. Að hátíðinni standa, auk Nýlistasafnsins, Kling & Bang og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar ásamt öflugu fagráði listamanna og fagfólks sem eru virk í listamannareknu myyndlistarsenunni í Reykjavík hverju sinni.

Innilegar hamingjuóskir frá teymi Nýló til allra sem hlutu tilnefningu til Íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir framlag sitt til myndlistar 2021!

Myndir með frétt:

#1: Klāvs Liepiņš og Renāte Feizaka, Hyperconnectivity 2, 2021. Mynd: Vigfús Birgisson

#2: Lucky 3, Puti, 2021. Mynd: Kamilije Tekle