13.05.2025
Kæru fulltrúar!
Við minnum á ársfund Nýlistasafnsins, þriðjudaginn 20. maí kl. 17:00. Fundurinn fer fram í húsakynnum safnsins Marshallhúsinu, Grandagarði 20, 101 Reykjavík. Boðið verður upp á léttar veitingar. ATH að fundurinn fer að mestu fram á íslensku.
Fundardagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningur 2024
- Nýir fulltrúar taldir upp
- Kynning frambjóðenda
- Kjör stjórnar – kosið er um sæti formanns, fjögur sæti aðalstjórnar og þrjú sæti varastjórnar.
(Hlé - talning atkvæða)
- Fjárhagsáætlun kynnt og árgjald 2026 ákveðið
- Niðurstöður kosninga kunngjörðar
- Önnur mál
Formanns- og stjórnarkosning
- Kosið verður um öll sæti stjórnar og varastjórnar: Formann til eins árs, fjögur sæti í aðalstjórn til tveggja ára og þrjú sæti í varastjórn til eins árs.
- Þeir fulltrúar hafa atkvæðisrétt sem greitt hafa ársgjöld fyrir árið 2025. Árgjald safnsins er 4300 kr. og var sent í heimabanka, einnig verður hægt að greiða gjaldið á fundinum.
- Þeir meðlimir sem vilja greiða atkvæði en geta af einhverjum ástæðum ekki mætt á fundinn geta kosið símleiðis. Þau hin sömu eru beðin um að senda símanúmer og nafn á nylo(hjá)nylo.is fyrir 20. maí.
- Hringingar hefjast klukkan 17:00 eða í upphafi fundar. Tveir aðilar úr röðum fulltrúa taka að sér trúnaðarmennsku, hringja út og skrá niður atkvæði úr símakosningu.
- Tveir aðrir fulltrúar munu taka að sér talningu á atkvæðum.
- Allir talninga- og trúnaðarmenn verða borninr upp til samþykktar á fundinum.
- Ef tveir frambjóðendur eða fleiri frambjóðendur hljóta jafnmörg atkvæði skal kosið aftur og þá aðeins á milli þeirra frambjóðenda.
- Kosningu hljóta þeir frambjóðendur sem fá flest atkvæði.
Fulltrúum gefst enn tækifæri á að gefa kost á sér í stjórnarsetu, annað hvort með því að senda línu á nylo(hjá)nylo.is eða á fundinum sjálfum.
Hér fyrir neðan má lesa nánar um þau framboð sem hafa nú þegar borist skrifstofu,
Formaður (1 sæti):
Kæru fulltrúar!
Við minnum á ársfund Nýlistasafnsins, þriðjudaginn 20. maí kl. 17:00. Fundurinn fer fram í húsakynnum safnsins Marshallhúsinu, Grandagarði 20, 101 Reykjavík. Boðið verður upp á léttar veitingar. ATH að fundurinn fer að mestu fram á íslensku.
Fundardagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningur 2024
- Nýir fulltrúar taldir upp
- Kynning frambjóðenda
- Kjör stjórnar – kosið er um sæti formanns, fjögur sæti aðalstjórnar og þrjú sæti varastjórnar.
(Hlé - talning atkvæða)
- Fjárhagsáætlun kynnt og árgjald 2026 ákveðið
- Niðurstöður kosninga kunngjörðar
- Önnur mál
Formanns- og stjórnarkosning
- Kosið verður um öll sæti stjórnar og varastjórnar: Formann til eins árs, fjögur sæti í aðalstjórn til tveggja ára og þrjú sæti í varastjórn til eins árs.
- Þeir fulltrúar hafa atkvæðisrétt sem greitt hafa ársgjöld fyrir árið 2025. Árgjald safnsins er 4300 kr. og var sent í heimabanka, einnig verður hægt að greiða gjaldið á fundinum.
- Þeir meðlimir sem vilja greiða atkvæði en geta af einhverjum ástæðum ekki mætt á fundinn geta kosið símleiðis. Þau hin sömu eru beðin um að senda símanúmer og nafn á nylo(hjá)nylo.is fyrir 20. maí.
- Hringingar hefjast klukkan 17:00 eða í upphafi fundar. Tveir aðilar úr röðum fulltrúa taka að sér trúnaðarmennsku, hringja út og skrá niður atkvæði úr símakosningu.
- Tveir aðrir fulltrúar munu taka að sér talningu á atkvæðum.
- Allir talninga- og trúnaðarmenn verða borninr upp til samþykktar á fundinum.
- Ef tveir frambjóðendur eða fleiri frambjóðendur hljóta jafnmörg atkvæði skal kosið aftur og þá aðeins á milli þeirra frambjóðenda.
- Kosningu hljóta þeir frambjóðendur sem fá flest atkvæði.
Fulltrúum gefst enn tækifæri á að gefa kost á sér í stjórnarsetu, annað hvort með því að senda línu á nylo(hjá)nylo.is eða á fundinum sjálfum.
Hér fyrir neðan má lesa nánar um þau framboð sem hafa nú þegar borist skrifstofu,
Formaður (1 sæti):

Heiðar Kári Rannversson
„Ég fór að venja komur mínar í Nýlistasafnið 2008 þegar safnið var á Laugarvegi 26 og heillaðist. Nýló er rými ólíkt öðrum menningarstofnunum. Hér er opinn aðgangur að listinni; eftirminnilegar sýningar, safneign sem hægt er að grúska í og ekki síst listafólk sem langar að eiga samtal. Þessi upplifun sáði fræi í huganum sem enn spírar.
Í framhaldi gerðist ég fulltrúi og vann seinna viðamikið rannsóknar- og sýningarverkefni fyrir safnið um arfleið gallerís Suðurgötu 7. Úr varð bók og sýning, S7 - Suðurgata >> Árbær (ekki á leið), samvinnuverkefni með Borgarsögusafni Reykjavíkur og Listahátíð í Reykjavík 2014. Árið eftir var ég kosinn í varastjórn og sat til 2017 (fyrsta ár safnsins í Marshallhúsinu) en það ár var ég líka í hlutastarfi hjá Nýló um nokkurra mánaða skeið. Um leið vann ég sýningu í tveimur hlutum, YFIRLESTUR – myndlist í bókaformi, í safneignarrýminu í Breiðholti.
Ég öðlaðist mikilvæga þekkingu á innra og ytra starfi safnsins við þessa vinnu, á safneigninni og sögunni. Nýlistasafnið hefur haft afgerandi áhrif á starf mitt sem listfræðingur og sýningarstjóri, um leið og ég hef fengið að setja mark mitt á safnið. En það er einmitt kjarni starfseminnar: Safn sem byggir á opnu samtali, samstarfi sem ávallt er með myndlistina í fyrirrúmi.
Nýló hefur leitast við að sinna því tómarúmi sem verður til á sviði myndlistar á hverjum tíma og fyllt það frjóum hugmyndum: Hvort sem það er að búa til sýningastað fyrir nýja kynslóð og óhefðbundna miðla, safna framsækinni myndlist eða skapa vettvang fyrir samtal og alþjóðlegt samstarf. Árið 2028 mun safnið fagna 50 ára starfsafmæli og verður þá búið að vera meira en 10 ár í Marshallhúsinu.
Ég vil setja alla mína krafta í að gera Nýlistasafnið að lifandi vettvangi listarinnar. Með framboðinu vil ég hefja samtal um áherslur í starfsemi Nýló; hvernig við fyllum út í tómið, sköpum frjóan jarðveg og leyfum safninu að vaxa og dafna næstu árin.
RÍFUM NIÐUR VEGGINN Á MILLI SKRIFSTOFU OG SÝNINGARÝMIS!
Samtalið kemur fyrst. Sköpum vettvang fyrir samstarf, brúum bil á milli kynslóða og bjóðum nýtt listafólk velkomið. Virkjum fulltrúa og nýtum okkur þekkingu þeirra og reynslu.
BREYTUM SÝNINGARÝMINU EF ÞESS ÞARF, MYNDLISTIN RÆÐUR FÖR!
Sýningar eru spegilmynd safnsins. Setjum metnað í sýningadagskrá, kynnum alþjóðlega myndlist til jafns við innlenda og sköpum tengsl á milli stofnanna og listafólks út fyrir landsteinana.
GERUM SAFNEIGN OG ARKÍF AÐGENGILEGRI!
Safneignin er grunnurinn. Ræðum framtíð safneignar af fullri alvöru. Leitum lausna til að varðveita 50 ára menningararf án þess að hann sé á bak við lokaðar dyr.“
Heiðar Kári Rannversson er listfræðingur og sýningarstjóri, deildarstjóri við Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn 2018-22, og verkefnastjóri fræðslu og viðburða á Listasafni Reykjavíkur 2013-16. Hann er stundakennari við Listaháskóla Íslands (frá 2015) og hefur sinnt kennslu við Myndlistaskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands.
Sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri hefur Heiðar unnið fyrir Listasafnið á Akureyri, Listasafn Íslands, Hafnarborg, Gerðarsafn, Myndhöggvarafélagið í Reykjavík og Myndlistarmiðstöð. Hér má nefna sýningar eins og: Outside looking in, inside looking out, samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar og sendiskrifstofa Íslands (New York, Amsterdam, Helsinki, Osló, París og Tokýó, 2023-25); Hjartadrottning – Sóley Ragnarsdóttur (Gerðarsafn og Augustiana, Danmörku, 2024); Tölur, staðir – Þór Vigfússon (Gerðarsafn og Y Gallery, 2024); Diskótek (Hafnarborg, 2021); HIGH & LOW – Contemporary art from Iceland (Nordatlantens Brygge, 2018); FALLVELTI HEIMSINS – fyrsti áfangi í útilistaverka-sýningaröðinni HJÓLIÐ (Myndhöggvarafélagið og Listahátíð í Reykjavík, 2018); NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA (Gerðarsafn, 2017); D24: ÁVÖXTUN % (Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, 2016) og Geimþrá (Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn, 2015).
Hann hefur einnig gegnt ýmsum trúnaðarstörfum; sat í stjórn Listasafns ASÍ 2017-21, var formaður Listfræðafélags Íslands 2023-24 þar sem hann var skipaður í starfshóp á vegum menntamálaráðuneytisins um framtíðarsýn Listasafns Íslands. Þá situr hann í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur 2023-25.
Heiðar Kári stundaði nám í Arkitektúr við Konunglegu Akademíuna í Kaupmannahöfn, hlaut BA próf í listfræði við Háskóla Íslands og lauk MA prófi í listrannsóknum frá Háskólanum í Amsterdam 2012.
Heiðar Kári Rannversson
„Ég fór að venja komur mínar í Nýlistasafnið 2008 þegar safnið var á Laugarvegi 26 og heillaðist. Nýló er rými ólíkt öðrum menningarstofnunum. Hér er opinn aðgangur að listinni; eftirminnilegar sýningar, safneign sem hægt er að grúska í og ekki síst listafólk sem langar að eiga samtal. Þessi upplifun sáði fræi í huganum sem enn spírar.
Í framhaldi gerðist ég fulltrúi og vann seinna viðamikið rannsóknar- og sýningarverkefni fyrir safnið um arfleið gallerís Suðurgötu 7. Úr varð bók og sýning, S7 - Suðurgata >> Árbær (ekki á leið), samvinnuverkefni með Borgarsögusafni Reykjavíkur og Listahátíð í Reykjavík 2014. Árið eftir var ég kosinn í varastjórn og sat til 2017 (fyrsta ár safnsins í Marshallhúsinu) en það ár var ég líka í hlutastarfi hjá Nýló um nokkurra mánaða skeið. Um leið vann ég sýningu í tveimur hlutum, YFIRLESTUR – myndlist í bókaformi, í safneignarrýminu í Breiðholti.
Ég öðlaðist mikilvæga þekkingu á innra og ytra starfi safnsins við þessa vinnu, á safneigninni og sögunni. Nýlistasafnið hefur haft afgerandi áhrif á starf mitt sem listfræðingur og sýningarstjóri, um leið og ég hef fengið að setja mark mitt á safnið. En það er einmitt kjarni starfseminnar: Safn sem byggir á opnu samtali, samstarfi sem ávallt er með myndlistina í fyrirrúmi.
Nýló hefur leitast við að sinna því tómarúmi sem verður til á sviði myndlistar á hverjum tíma og fyllt það frjóum hugmyndum: Hvort sem það er að búa til sýningastað fyrir nýja kynslóð og óhefðbundna miðla, safna framsækinni myndlist eða skapa vettvang fyrir samtal og alþjóðlegt samstarf. Árið 2028 mun safnið fagna 50 ára starfsafmæli og verður þá búið að vera meira en 10 ár í Marshallhúsinu.
Ég vil setja alla mína krafta í að gera Nýlistasafnið að lifandi vettvangi listarinnar. Með framboðinu vil ég hefja samtal um áherslur í starfsemi Nýló; hvernig við fyllum út í tómið, sköpum frjóan jarðveg og leyfum safninu að vaxa og dafna næstu árin.
RÍFUM NIÐUR VEGGINN Á MILLI SKRIFSTOFU OG SÝNINGARÝMIS!
Samtalið kemur fyrst. Sköpum vettvang fyrir samstarf, brúum bil á milli kynslóða og bjóðum nýtt listafólk velkomið. Virkjum fulltrúa og nýtum okkur þekkingu þeirra og reynslu.
BREYTUM SÝNINGARÝMINU EF ÞESS ÞARF, MYNDLISTIN RÆÐUR FÖR!
Sýningar eru spegilmynd safnsins. Setjum metnað í sýningadagskrá, kynnum alþjóðlega myndlist til jafns við innlenda og sköpum tengsl á milli stofnanna og listafólks út fyrir landsteinana.
GERUM SAFNEIGN OG ARKÍF AÐGENGILEGRI!
Safneignin er grunnurinn. Ræðum framtíð safneignar af fullri alvöru. Leitum lausna til að varðveita 50 ára menningararf án þess að hann sé á bak við lokaðar dyr.“
Heiðar Kári Rannversson er listfræðingur og sýningarstjóri, deildarstjóri við Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn 2018-22, og verkefnastjóri fræðslu og viðburða á Listasafni Reykjavíkur 2013-16. Hann er stundakennari við Listaháskóla Íslands (frá 2015) og hefur sinnt kennslu við Myndlistaskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands.
Sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri hefur Heiðar unnið fyrir Listasafnið á Akureyri, Listasafn Íslands, Hafnarborg, Gerðarsafn, Myndhöggvarafélagið í Reykjavík og Myndlistarmiðstöð. Hér má nefna sýningar eins og: Outside looking in, inside looking out, samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar og sendiskrifstofa Íslands (New York, Amsterdam, Helsinki, Osló, París og Tokýó, 2023-25); Hjartadrottning – Sóley Ragnarsdóttur (Gerðarsafn og Augustiana, Danmörku, 2024); Tölur, staðir – Þór Vigfússon (Gerðarsafn og Y Gallery, 2024); Diskótek (Hafnarborg, 2021); HIGH & LOW – Contemporary art from Iceland (Nordatlantens Brygge, 2018); FALLVELTI HEIMSINS – fyrsti áfangi í útilistaverka-sýningaröðinni HJÓLIÐ (Myndhöggvarafélagið og Listahátíð í Reykjavík, 2018); NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA (Gerðarsafn, 2017); D24: ÁVÖXTUN % (Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, 2016) og Geimþrá (Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn, 2015).
Hann hefur einnig gegnt ýmsum trúnaðarstörfum; sat í stjórn Listasafns ASÍ 2017-21, var formaður Listfræðafélags Íslands 2023-24 þar sem hann var skipaður í starfshóp á vegum menntamálaráðuneytisins um framtíðarsýn Listasafns Íslands. Þá situr hann í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur 2023-25.
Heiðar Kári stundaði nám í Arkitektúr við Konunglegu Akademíuna í Kaupmannahöfn, hlaut BA próf í listfræði við Háskóla Íslands og lauk MA prófi í listrannsóknum frá Háskólanum í Amsterdam 2012.

Helena Solveigar Aðalsteinsbur (hán/háns)
Kæru félagar í listum og öll sem elskið Nýló!
Það er mér mikil ánægja að bjóða mig fram sem formann stjórnar Nýlistasafnsins. Áhersla mín er skýr: listafólk skal vera í forgrunni. Ég vil sýningar sem eru lifandi, tilraunakenndar, ögrandi og hreyfa við. Eftir 10 ár í Amsterdam og London, þar sem ég stofnaði listamannarekið rými og sýningarstýrði í stofnunum eins og Southbank Centre, sný ég innblásið og með óseðjandi ástríðu fyrir Nýló aftur heim. Starf mitt sem myndlistarmaður og sýningarstjóri gefur mér einstaka innsýn í listræn ferli og rekstur listarýma.
Ég er knúið áfram af samvinnu, forvitni og metnaði. Með BA í myndlist frá LHÍ og MA í sýningar- og menningarstjórnun úr Central Saint Martins hef ég sýningarstýrt hjá Camden Art Centre, Southbank Centre og Hayward Gallery í London, með sýningar fyrir til dæmis Ai Weiwei, Sophia Al-Maria, Jeremy Deller og Palestinian Sound Archive. Á sama tíma hef ég tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum hérlendis sem listafólk, sýningarstjóri og verkefnastjóri, meðal annars með Kling & Bang, Komd’inn í Gerðarsafni, sem framkvæmdastýra LungA og sem stofnandi Laumulistasamsteypunnar. Með þeirri samsteypu kom ég að sýningu í Nýló sem bar nafnið Kaffipása, sem er einmitt hugmynd sem mig langar að þróa áfram sem formaður. Ég vil bjóða upp á kaffi í forstofunni og gera safnið að lifandi og félagslegum heitum potti listasenunnar.
Um hlutverk formanns
Ég nálgast þetta starf með víðtækri reynslu af rekstri listahátíða og sjálfstæðra rýma, bæði sem listafólk og sýningarstjóri. Ég býð mig fram því Nýló er minn uppáhalds vettvangur, bæði vegna róttækrar sögu sinnar og möguleikanna sem rýmið býður upp á. Það skiptir máli að formaður sé starfandi listamaður, því það tryggir að rödd listafólks hafi áhrif og móti stefnu safnsins. Þetta styrkir tengsl við samfélag myndlistarfólks og styður við listræna sýn safnsins.
Ég vil styðja við áframhaldandi þróun safnsins með ábyrgð og framtíðarsýn, með áherslu á grasrótina og dagskrá sem tengir íslenska myndlist við alþjóðlega strauma. Ég vil að Nýló sé vettvangur fyrir kraftmiklar sýningar og skapandi áhættutöku. Ég horfi til stofnana eins og ICA í London þar sem jaðarhópar og nýjar listastefnur hafa fengið að blómstra og rýmið sjálft hefur starfað sem félagsmiðstöð fyrir listafólk á öllum aldri.
Ég vil efla tengingu gesta við safnið með áherslu á miðlun. Leshringurinn er gott dæmi og ég sé fyrir mér stærri bókabúð, regluleg súpukvöld, árlega gjörningadagskrá og bíókvöld með fjölbreyttum videoverkum meðfram sýningum. Ég vil vinna með metnaðarfullu sýningarstjórum og upprennandi listafólki, nýta tengslanet mitt og fá hingað brautryðjandi listafólk sem hefur ekki áður sýnt hér á landi til að skapa orkumiklar og tilraunakenndar sýningar í samtali við íslenskt listalíf.
Ég grúska reglulega í safneign Nýló og sæki innblástur þaðan. Hún er ómetanleg menningarverðmæti sem þarf að hlúa að og tryggja að sé sýnd, bæði í Nýló og annars staðar á landinu í samstarfi við önnur myndlistarrými. Ég vil vinna að markvissri varðveislu hennar með frábærum safneignarfulltrúa Nýló til að tryggja framtíð hennar.
Nýló er eitt elsta listamannarekna rými Evrópu og þessi sérstaða gerir safnið að aðlaðandi samstarfsaðila. Ég vil virkja það í fjármögnun, styrkumsóknum, listahátíðum, skapandi samstarfsverkefnum og tengingum við rými innanlands sem utan.
Sýningar sem hafa haft djúp áhrif á mig eru til dæmis GRASRÓT sýningarseríurnar. Ég vil sjá sýningar sem byggja á styrkleikum Nýló sem vettvangs fyrir lifandi listform. Ein sagan sem stendur upp úr er frá mars 1981 þegar skrifað var í Dagblaðið að „öll met í fíflaskap og afkárahætti væru slegin“ vegna gjörningadagskrár safnsins. Tilraunakennd myndlist hristir upp í umræðunni og ég tek henni fagnandi.
Ég vil að Nýló verði áfram krefjandi og skapandi vettvangur þar sem listafólk er í miðju alls, og ég kem inn með nýja orku, smá prakkaraskap og mikla ást!
Með mikilli tilhlökkun,
Helena Solveigar Aðalsteinsbur (hán/háns)
Helena Solveigar Aðalsteinsbur (hán/háns)
Kæru félagar í listum og öll sem elskið Nýló!
Það er mér mikil ánægja að bjóða mig fram sem formann stjórnar Nýlistasafnsins. Áhersla mín er skýr: listafólk skal vera í forgrunni. Ég vil sýningar sem eru lifandi, tilraunakenndar, ögrandi og hreyfa við. Eftir 10 ár í Amsterdam og London, þar sem ég stofnaði listamannarekið rými og sýningarstýrði í stofnunum eins og Southbank Centre, sný ég innblásið og með óseðjandi ástríðu fyrir Nýló aftur heim. Starf mitt sem myndlistarmaður og sýningarstjóri gefur mér einstaka innsýn í listræn ferli og rekstur listarýma.
Ég er knúið áfram af samvinnu, forvitni og metnaði. Með BA í myndlist frá LHÍ og MA í sýningar- og menningarstjórnun úr Central Saint Martins hef ég sýningarstýrt hjá Camden Art Centre, Southbank Centre og Hayward Gallery í London, með sýningar fyrir til dæmis Ai Weiwei, Sophia Al-Maria, Jeremy Deller og Palestinian Sound Archive. Á sama tíma hef ég tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum hérlendis sem listafólk, sýningarstjóri og verkefnastjóri, meðal annars með Kling & Bang, Komd’inn í Gerðarsafni, sem framkvæmdastýra LungA og sem stofnandi Laumulistasamsteypunnar. Með þeirri samsteypu kom ég að sýningu í Nýló sem bar nafnið Kaffipása, sem er einmitt hugmynd sem mig langar að þróa áfram sem formaður. Ég vil bjóða upp á kaffi í forstofunni og gera safnið að lifandi og félagslegum heitum potti listasenunnar.
Um hlutverk formanns
Ég nálgast þetta starf með víðtækri reynslu af rekstri listahátíða og sjálfstæðra rýma, bæði sem listafólk og sýningarstjóri. Ég býð mig fram því Nýló er minn uppáhalds vettvangur, bæði vegna róttækrar sögu sinnar og möguleikanna sem rýmið býður upp á. Það skiptir máli að formaður sé starfandi listamaður, því það tryggir að rödd listafólks hafi áhrif og móti stefnu safnsins. Þetta styrkir tengsl við samfélag myndlistarfólks og styður við listræna sýn safnsins.
Ég vil styðja við áframhaldandi þróun safnsins með ábyrgð og framtíðarsýn, með áherslu á grasrótina og dagskrá sem tengir íslenska myndlist við alþjóðlega strauma. Ég vil að Nýló sé vettvangur fyrir kraftmiklar sýningar og skapandi áhættutöku. Ég horfi til stofnana eins og ICA í London þar sem jaðarhópar og nýjar listastefnur hafa fengið að blómstra og rýmið sjálft hefur starfað sem félagsmiðstöð fyrir listafólk á öllum aldri.
Ég vil efla tengingu gesta við safnið með áherslu á miðlun. Leshringurinn er gott dæmi og ég sé fyrir mér stærri bókabúð, regluleg súpukvöld, árlega gjörningadagskrá og bíókvöld með fjölbreyttum videoverkum meðfram sýningum. Ég vil vinna með metnaðarfullu sýningarstjórum og upprennandi listafólki, nýta tengslanet mitt og fá hingað brautryðjandi listafólk sem hefur ekki áður sýnt hér á landi til að skapa orkumiklar og tilraunakenndar sýningar í samtali við íslenskt listalíf.
Ég grúska reglulega í safneign Nýló og sæki innblástur þaðan. Hún er ómetanleg menningarverðmæti sem þarf að hlúa að og tryggja að sé sýnd, bæði í Nýló og annars staðar á landinu í samstarfi við önnur myndlistarrými. Ég vil vinna að markvissri varðveislu hennar með frábærum safneignarfulltrúa Nýló til að tryggja framtíð hennar.
Nýló er eitt elsta listamannarekna rými Evrópu og þessi sérstaða gerir safnið að aðlaðandi samstarfsaðila. Ég vil virkja það í fjármögnun, styrkumsóknum, listahátíðum, skapandi samstarfsverkefnum og tengingum við rými innanlands sem utan.
Sýningar sem hafa haft djúp áhrif á mig eru til dæmis GRASRÓT sýningarseríurnar. Ég vil sjá sýningar sem byggja á styrkleikum Nýló sem vettvangs fyrir lifandi listform. Ein sagan sem stendur upp úr er frá mars 1981 þegar skrifað var í Dagblaðið að „öll met í fíflaskap og afkárahætti væru slegin“ vegna gjörningadagskrár safnsins. Tilraunakennd myndlist hristir upp í umræðunni og ég tek henni fagnandi.
Ég vil að Nýló verði áfram krefjandi og skapandi vettvangur þar sem listafólk er í miðju alls, og ég kem inn með nýja orku, smá prakkaraskap og mikla ást!
Með mikilli tilhlökkun,
Helena Solveigar Aðalsteinsbur (hán/háns)

Odda Júlía Snorradóttir (hún)
Ég býð mig glöð fram til formanns stjórnar Nýlistasafnsins, með hagsmuni myndlistarinnar og listamanna að leiðarljósi! Nýlistasafnið gegnir mikilvægu hlutverki og veitir nauðsynlega næringu í framvindu og þróun myndlistar á landinu. Upprunalegt markmið Nýló, um að safna og sýna það sem ekki fær pláss annars staðar, á enn fullt erindi. Það er hlutverk okkar að vera vel vakandi og fylgjast með því sem er að gerast bæði hér á landi og alþjóðlega. Nýló er lifandi og opið samtal við umheiminn!
Ég kem með mikla ástríðu og reynslu að borði. Ég er með BA í listfræði og MA í sýningargerð frá HÍ. Ég hef stýrt og tekið þátt í sýningum og verkefnum bæði hér- og erlendis, þar á meðal í Nýló, Hafnarborg, Norræna húsinu, Eistlandi og Rúmeníu. Ég er einn stofnanda Íslenska Teiknisetursins. Ég hef góða reynslu af alþjóðlegu samstarfi í gegnum störf mín sem framkvæmdarstjóri Sequences og hjá Nýló, og sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Ég hef unnið innan allra deilda safnsins, fyrst sem safneignarfulltrúi, síðan framkvæmdarstjóri og nú sem safnstjóri. Ég þekki því innra flæði Nýló, rekstur, alla helstu ferla og hindranir. Þessi reynsla veitir mér einstaka innsýn í hvar Nýló hefur færi á að dafna frekar. Nú vil ég láta til mín taka og hafa mótandi áhrif á stefnur safnsins:
Opið og virkt samtal:
Fulltrúar safnsins eru kjarni Nýló. Í þessu einstaka samfélagi mætast kynslóðir, miðlar, áhuga- og sérsvið. Saman myndum við víðamikið net innan listheimsins sem gerir okkur kleift að grípa bæði spennandi nýja strauma og það sem á í hættu að falla utan ramma. Ég vil rækta þennan fjölbreytta hóp og tryggja opið og virkt samtal.
- Ég vil auka sýnileika og aðgang fulltrúa að LIMBÓ, sem ætlað er að vera vettvangur þar sem fulltrúar safnsins geta brugðist við líðandi stundu.
- Ég vil fjölga fulltrúa hittingum. Nýlega hófum við spjall-viðburða seríu þar sem að fulltrúum gefst færi á að koma saman og segja sínar sögur af safninu sem hluti af átaki í heimildasöfnun fyrir 50 ára afmæli Nýlistasafnsin.
Sýningar
Sem listamannarekið safn getur Nýló, og á að leyfa sér, að taka stærri listrænar áhættur en aðrar liststofnanir. Ég vil skapa umhverfi í Nýló þar sem listamenn geta unnið sitt starf án málamiðlana! Þar sem að listrænum mörkum og hefðum getur verið ögrað. Ég vil skapa öruggt umhverfi fyrir tilraunastarfsemi og grósku nýrra strauma, rými sem hlúir að listamönnum og hvetur þá til að taka áhættur, þar sem hið óvænta er velkomið.
- Ég vil leita í auknum mæli til fulltrúa.
- Ég vil sækja fleiri ferska vinda utan landsteinanna.
- Ég vil leiða saman óvæntar raddir, lyfta upp þeim sem ekki hafa notið sviðsljóssins lengi eða nokkurtíman.
Safneign og Arkíf
Safneign Nýló er sjálfsævisaga samtíma myndlistar Íslands og er sem slík einstök heimild um íslenska myndlist. Hún er líkt og safnið sjálft hamskiptingur sem samsvarar þörf hvers tíma. Sjálfskoðun er mikilvægur hluti af þessu ferli. Sinnir Safneignin ennþá hlutverki sínu? Hvernig hefur það breyst og hvert er það nú?
- Ég vil finna fersk sjónarmið innan safneingarinnar með því að bjóða ólíkum sýningarstjórum, listamönnum, fulltrúum og fræðimönnum að vinna með hana.
- Ég vil auka aðgengi að safneigninni með reglubundnum opnum dögum.
- Ég mun setja fullan kraft í viðræður við borg og ríki um bætt varðvörslu húsnæði fyrir safneignina, hún vex hratt úr grasi!
Fjármál
Í gegnum starfsreynslu mína hjá Nýló hef ég komið auga á hvar safninu gefast færi á að auka fjárhag sinn.
- Á árinu tókst okkur að að semja um aukið framlag frá ráðuneytinu. Í framhaldinu vil ég vinna að auknum fyrirsjánleika og öryggi með því að semja um lengri tíma samning.
- Ég vil einnig halda áfram að móta og rækta samstarf við alþjóðlegar stofnanir, slíkt samstarf leyfir okkur að sækja í alþjóðlega sjóði og fjármagna stærri alþjóðlegar sýningar.
- Ég vil efla velunnara prógram safnsins og tel það bjóða upp á færi sem þróa má frekar.
Það er af öryggi, umhyggju og ástríðu sem ég býð mig fram til Formanns!
Stjórn (4 sæti):
Anna Andrea Winther:
Ég hef setið í varastjórn í eitt ár og gef nú kost á mér í stjórn safnsins. Ég hef sinnt margvíslegum verkefnum innan Nýló í gegnum þann tíma og hef notið þess vel. Ég vil halda áfram að gefa vinnu mína til safnsins og leggja mitt af mörkum til samtímalistar á Íslandi.
Anna Andrea Winther (f. 1993) býr og starfar í Reykjavík. Hún hlaut MFA gráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2022 og BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2018. Anna mun útskrifast með leyfisbréf kennara frá Háskóla Íslands í sumar. Hún hefur starfað sjálfstætt sem myndlistamaður og sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði myndlistar síðan hún útskrifaðist árið 2018. Hún vinnur mikið í samstarfi með öðrum listamönnum og vinnur með börnum og ungmennum samhliða listinni.
Joe Keys
Ég hef setið í stjórn Nýló síðastliðin tvö ár. Ég hef notið stjórnarsetu minnar innilega en hún hefur gefið mér tækifæri til þess að vinna að fjölmörgum sýningarverkefnum og kynnast safneigninni nánar. Ég hef ástríðu fyrir Íslenskri samtíma myndlist sem og eldri verkum og myndi glaður halda áfram sem stjórnarmeðlimur.
Sadie Cook
Sadie Cook (f. 1997) hefur birt of sýnt á Íslandi sem og erlendis, meðal nýlegra verkefna er væntanleg sýning háns og Jo Pawlowska í Hafnarhúsinu. Ljósmyndir eftir Sadie má finna í bókum MOMA safnsins, Tate og Met. Hán hefur komið inn sem gestadómari í Yale, Harvard og NYU.
Sadie útskrifaðist frá Yale árið 2020 og fékk Fullbright styrk árið 2021 til þess að koma til Íslands. Hán hefur búið á Íslandi síðan þá og býr með Diljá, maka sínum. Sadie rekur Gallery Kannski og situr í varastjórn Nýlistasafnsins.
Hán hefur notið þess að sitja í stjórn. Hán vill gefa baka til samfélagsins og sýningarrýmisins sem Nýló er sem hán telur mjög mikilvægt. Hán hefur reynslu af uppsetningu, smíðavinnu og því að skrifa styrkumsóknir.
Þorsteinn Freyr Fjölnisson
Þorsteinn Freyr Fjölnisson (1993) er sýningarstjóri og móttökustjóri á Listasafni Reykjavíkur. Hann kláraði listfræði frá Háskóla Íslands árið 2021 og sýningarstjórnun frá Glasgow School of Art árið 2022. Hann hefur sinnt starfi móttökustjóra á Listasafni Reykjavíkur frá 2022 auk þess að taka að sér verkefni í sýningarstjórnun, meðal annars fyrir sýningu Loga Leós í D-sal í Hafnarhúsi, D-Vítamín í Hafnarhúsi, Listalestina á Hvolsvelli og er um þessar mundir að vinna með Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur fyrir sýningu í Hafnarhúsi sem opnar árið 2026.
Í sýningarstjórnunarnámi lagði Þorsteinn áherslu á aðgengi minnihlutahópa og jaðarsettra að Listasöfnum og hvernig væri hægt að auka aðgengi að þeim. Þetta telur hann að kallist á við hlutverk Nýlistasafnsins sem endurspeglar samtíð og stuðlar að auknu aðgengi að listum.
Varastjórn (3 sæti):
Deepa R. Iyengar
Ég hef setið í stjórn Nýló síðan 2023 og sækist nú eftir stöðu varamanns. Ég er nú þegar fulltrúi Nýló í stjórn Sequences 2025 og er einn sýningastjóra myndlistarsýningar íslenskra heyrnarlausra listamanna sem fer fram 2026.
Ég hef lagt mig fram um, og mun halda áfram, að tala fyrir því að listamenn úr jaðarhópum verði fyrir valinu hjá Nýló. Á sama tíma hef ég lært að meta hlutverk stjórnarinnar við að styðja tækifæri sem snúast um að dýpka skilning á safneign Nýló til að víkka sýnina á listasögu íslenskrar samtímalistar. Að samræma þessi tvö verkefni er spennandi áskorun.
Um mig: Ég er myndlistamaður búsettur á Íslandi síðan 2006, upphaflega frá Bandaríkjunum, af indverskum uppruna. Ég útskrifaðist með M.A. í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2023. Á Íslandi, auk hópsýninga á meðan meistaranáminu stóð (Verksmiðjan á Hjalteyri, Listasafn Einars Jónssonar, og Nýlistasafnið), hef ég sýnt verk á stöðum og viðburðum á borð við Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús, Kling&Bang, Gryfjan í Ásmundarsal (sem hluti listateymisins D.N.A.), Gallery Kannski, Hamraborg Festival, Vetrarhátíð í Reykjavík, og Raflost.
Sigríður Regína Sigurþórsdóttir
Ég býð mig fram til áframhaldandi setu í varastjórn Nýlistasafnsins. Ég hef tekið þátt í starfi safnsins í um fimm ár, fyrst við aðstoð í safneigninni, síðan sem safneignarfulltrúi frá 2022-2024 og loks í varastjórn. Ég er sérfræðingur í varðveislu nýmiðla og er nú í doktorsnámi í listfræði við HÍ. Mér er annt um safneign Nýló og þátttaka í mótun listrænnar stefnu og öflugu sýningarstarfi hefur verið mér gefandi. Ég legg hart að mér fyrir safnið, þakka fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt hingað til og vonast til að fá að halda áfram að móta stefnu og starf safnsins.
Fráfarandi stjórn:
Sunna Ástþórsdóttir - formaður
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir- varaformaður
Joe Keys - gjaldkeri
Deepa Iyengar - ritari
Lukas Bury - meðstjórnandi
Fráfarandi varastjórn
Anna Andrea Winther
Sadie Cook
Sigríður Regína Sigurþórsdóttir
Skv. 6. gr. í skipulagsskrá ræður stjórn Nýlistasafnsins einstakling sem er ábyrgur fyrir starfsemi safnsins í fullt starf eða hlutastarf, svo og annað starfsfólk. Kjörin stjórn mun því huga að vali og ráðningu nýs safnstjóra í kjölfar ársfundar.
Allir fulltrúar hjartanlega velkomnir!
Mynd með frétt frá sýningu Claudiu Hausfeld ANTECHAMBER. Ljósmynd eftir Sister Lumière.
Odda Júlía Snorradóttir (hún)
Ég býð mig glöð fram til formanns stjórnar Nýlistasafnsins, með hagsmuni myndlistarinnar og listamanna að leiðarljósi! Nýlistasafnið gegnir mikilvægu hlutverki og veitir nauðsynlega næringu í framvindu og þróun myndlistar á landinu. Upprunalegt markmið Nýló, um að safna og sýna það sem ekki fær pláss annars staðar, á enn fullt erindi. Það er hlutverk okkar að vera vel vakandi og fylgjast með því sem er að gerast bæði hér á landi og alþjóðlega. Nýló er lifandi og opið samtal við umheiminn!
Ég kem með mikla ástríðu og reynslu að borði. Ég er með BA í listfræði og MA í sýningargerð frá HÍ. Ég hef stýrt og tekið þátt í sýningum og verkefnum bæði hér- og erlendis, þar á meðal í Nýló, Hafnarborg, Norræna húsinu, Eistlandi og Rúmeníu. Ég er einn stofnanda Íslenska Teiknisetursins. Ég hef góða reynslu af alþjóðlegu samstarfi í gegnum störf mín sem framkvæmdarstjóri Sequences og hjá Nýló, og sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Ég hef unnið innan allra deilda safnsins, fyrst sem safneignarfulltrúi, síðan framkvæmdarstjóri og nú sem safnstjóri. Ég þekki því innra flæði Nýló, rekstur, alla helstu ferla og hindranir. Þessi reynsla veitir mér einstaka innsýn í hvar Nýló hefur færi á að dafna frekar. Nú vil ég láta til mín taka og hafa mótandi áhrif á stefnur safnsins:
Opið og virkt samtal:
Fulltrúar safnsins eru kjarni Nýló. Í þessu einstaka samfélagi mætast kynslóðir, miðlar, áhuga- og sérsvið. Saman myndum við víðamikið net innan listheimsins sem gerir okkur kleift að grípa bæði spennandi nýja strauma og það sem á í hættu að falla utan ramma. Ég vil rækta þennan fjölbreytta hóp og tryggja opið og virkt samtal.
- Ég vil auka sýnileika og aðgang fulltrúa að LIMBÓ, sem ætlað er að vera vettvangur þar sem fulltrúar safnsins geta brugðist við líðandi stundu.
- Ég vil fjölga fulltrúa hittingum. Nýlega hófum við spjall-viðburða seríu þar sem að fulltrúum gefst færi á að koma saman og segja sínar sögur af safninu sem hluti af átaki í heimildasöfnun fyrir 50 ára afmæli Nýlistasafnsin.
Sýningar
Sem listamannarekið safn getur Nýló, og á að leyfa sér, að taka stærri listrænar áhættur en aðrar liststofnanir. Ég vil skapa umhverfi í Nýló þar sem listamenn geta unnið sitt starf án málamiðlana! Þar sem að listrænum mörkum og hefðum getur verið ögrað. Ég vil skapa öruggt umhverfi fyrir tilraunastarfsemi og grósku nýrra strauma, rými sem hlúir að listamönnum og hvetur þá til að taka áhættur, þar sem hið óvænta er velkomið.
- Ég vil leita í auknum mæli til fulltrúa.
- Ég vil sækja fleiri ferska vinda utan landsteinanna.
- Ég vil leiða saman óvæntar raddir, lyfta upp þeim sem ekki hafa notið sviðsljóssins lengi eða nokkurtíman.
Safneign og Arkíf
Safneign Nýló er sjálfsævisaga samtíma myndlistar Íslands og er sem slík einstök heimild um íslenska myndlist. Hún er líkt og safnið sjálft hamskiptingur sem samsvarar þörf hvers tíma. Sjálfskoðun er mikilvægur hluti af þessu ferli. Sinnir Safneignin ennþá hlutverki sínu? Hvernig hefur það breyst og hvert er það nú?
- Ég vil finna fersk sjónarmið innan safneingarinnar með því að bjóða ólíkum sýningarstjórum, listamönnum, fulltrúum og fræðimönnum að vinna með hana.
- Ég vil auka aðgengi að safneigninni með reglubundnum opnum dögum.
- Ég mun setja fullan kraft í viðræður við borg og ríki um bætt varðvörslu húsnæði fyrir safneignina, hún vex hratt úr grasi!
Fjármál
Í gegnum starfsreynslu mína hjá Nýló hef ég komið auga á hvar safninu gefast færi á að auka fjárhag sinn.
- Á árinu tókst okkur að að semja um aukið framlag frá ráðuneytinu. Í framhaldinu vil ég vinna að auknum fyrirsjánleika og öryggi með því að semja um lengri tíma samning.
- Ég vil einnig halda áfram að móta og rækta samstarf við alþjóðlegar stofnanir, slíkt samstarf leyfir okkur að sækja í alþjóðlega sjóði og fjármagna stærri alþjóðlegar sýningar.
- Ég vil efla velunnara prógram safnsins og tel það bjóða upp á færi sem þróa má frekar.
Það er af öryggi, umhyggju og ástríðu sem ég býð mig fram til Formanns!
Stjórn (4 sæti):
Anna Andrea Winther:
Ég hef setið í varastjórn í eitt ár og gef nú kost á mér í stjórn safnsins. Ég hef sinnt margvíslegum verkefnum innan Nýló í gegnum þann tíma og hef notið þess vel. Ég vil halda áfram að gefa vinnu mína til safnsins og leggja mitt af mörkum til samtímalistar á Íslandi.
Anna Andrea Winther (f. 1993) býr og starfar í Reykjavík. Hún hlaut MFA gráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2022 og BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2018. Anna mun útskrifast með leyfisbréf kennara frá Háskóla Íslands í sumar. Hún hefur starfað sjálfstætt sem myndlistamaður og sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði myndlistar síðan hún útskrifaðist árið 2018. Hún vinnur mikið í samstarfi með öðrum listamönnum og vinnur með börnum og ungmennum samhliða listinni.
Joe Keys
Ég hef setið í stjórn Nýló síðastliðin tvö ár. Ég hef notið stjórnarsetu minnar innilega en hún hefur gefið mér tækifæri til þess að vinna að fjölmörgum sýningarverkefnum og kynnast safneigninni nánar. Ég hef ástríðu fyrir Íslenskri samtíma myndlist sem og eldri verkum og myndi glaður halda áfram sem stjórnarmeðlimur.
Sadie Cook
Sadie Cook (f. 1997) hefur birt of sýnt á Íslandi sem og erlendis, meðal nýlegra verkefna er væntanleg sýning háns og Jo Pawlowska í Hafnarhúsinu. Ljósmyndir eftir Sadie má finna í bókum MOMA safnsins, Tate og Met. Hán hefur komið inn sem gestadómari í Yale, Harvard og NYU.
Sadie útskrifaðist frá Yale árið 2020 og fékk Fullbright styrk árið 2021 til þess að koma til Íslands. Hán hefur búið á Íslandi síðan þá og býr með Diljá, maka sínum. Sadie rekur Gallery Kannski og situr í varastjórn Nýlistasafnsins.
Hán hefur notið þess að sitja í stjórn. Hán vill gefa baka til samfélagsins og sýningarrýmisins sem Nýló er sem hán telur mjög mikilvægt. Hán hefur reynslu af uppsetningu, smíðavinnu og því að skrifa styrkumsóknir.
Þorsteinn Freyr Fjölnisson
Þorsteinn Freyr Fjölnisson (1993) er sýningarstjóri og móttökustjóri á Listasafni Reykjavíkur. Hann kláraði listfræði frá Háskóla Íslands árið 2021 og sýningarstjórnun frá Glasgow School of Art árið 2022. Hann hefur sinnt starfi móttökustjóra á Listasafni Reykjavíkur frá 2022 auk þess að taka að sér verkefni í sýningarstjórnun, meðal annars fyrir sýningu Loga Leós í D-sal í Hafnarhúsi, D-Vítamín í Hafnarhúsi, Listalestina á Hvolsvelli og er um þessar mundir að vinna með Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur fyrir sýningu í Hafnarhúsi sem opnar árið 2026.
Í sýningarstjórnunarnámi lagði Þorsteinn áherslu á aðgengi minnihlutahópa og jaðarsettra að Listasöfnum og hvernig væri hægt að auka aðgengi að þeim. Þetta telur hann að kallist á við hlutverk Nýlistasafnsins sem endurspeglar samtíð og stuðlar að auknu aðgengi að listum.
Varastjórn (3 sæti):
Deepa R. Iyengar
Ég hef setið í stjórn Nýló síðan 2023 og sækist nú eftir stöðu varamanns. Ég er nú þegar fulltrúi Nýló í stjórn Sequences 2025 og er einn sýningastjóra myndlistarsýningar íslenskra heyrnarlausra listamanna sem fer fram 2026.
Ég hef lagt mig fram um, og mun halda áfram, að tala fyrir því að listamenn úr jaðarhópum verði fyrir valinu hjá Nýló. Á sama tíma hef ég lært að meta hlutverk stjórnarinnar við að styðja tækifæri sem snúast um að dýpka skilning á safneign Nýló til að víkka sýnina á listasögu íslenskrar samtímalistar. Að samræma þessi tvö verkefni er spennandi áskorun.
Um mig: Ég er myndlistamaður búsettur á Íslandi síðan 2006, upphaflega frá Bandaríkjunum, af indverskum uppruna. Ég útskrifaðist með M.A. í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2023. Á Íslandi, auk hópsýninga á meðan meistaranáminu stóð (Verksmiðjan á Hjalteyri, Listasafn Einars Jónssonar, og Nýlistasafnið), hef ég sýnt verk á stöðum og viðburðum á borð við Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús, Kling&Bang, Gryfjan í Ásmundarsal (sem hluti listateymisins D.N.A.), Gallery Kannski, Hamraborg Festival, Vetrarhátíð í Reykjavík, og Raflost.
Sigríður Regína Sigurþórsdóttir
Ég býð mig fram til áframhaldandi setu í varastjórn Nýlistasafnsins. Ég hef tekið þátt í starfi safnsins í um fimm ár, fyrst við aðstoð í safneigninni, síðan sem safneignarfulltrúi frá 2022-2024 og loks í varastjórn. Ég er sérfræðingur í varðveislu nýmiðla og er nú í doktorsnámi í listfræði við HÍ. Mér er annt um safneign Nýló og þátttaka í mótun listrænnar stefnu og öflugu sýningarstarfi hefur verið mér gefandi. Ég legg hart að mér fyrir safnið, þakka fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt hingað til og vonast til að fá að halda áfram að móta stefnu og starf safnsins.
Fráfarandi stjórn:
Sunna Ástþórsdóttir - formaður
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir- varaformaður
Joe Keys - gjaldkeri
Deepa Iyengar - ritari
Lukas Bury - meðstjórnandi
Fráfarandi varastjórn
Anna Andrea Winther
Sadie Cook
Sigríður Regína Sigurþórsdóttir
Skv. 6. gr. í skipulagsskrá ræður stjórn Nýlistasafnsins einstakling sem er ábyrgur fyrir starfsemi safnsins í fullt starf eða hlutastarf, svo og annað starfsfólk. Kjörin stjórn mun því huga að vali og ráðningu nýs safnstjóra í kjölfar ársfundar.
Allir fulltrúar hjartanlega velkomnir!
Mynd með frétt frá sýningu Claudiu Hausfeld ANTECHAMBER. Ljósmynd eftir Sister Lumière.