9.12—12.12.2017

Sýningar

YFIRLESTUR myndlist í bókaformi úr safneign Nýlistasafnsins / ÆVINTÝRI

Völvufell 13 – 21, Breiðholt
Opið eftir samkomulagi

Myndlist í bókaformi er mótsagnakennt fyrirbæri: Bækur sem líta þarf á sem myndlistaverk, myndlist sem lesa þarf sem bókmenntaverk.

Bókverk krefjast óhefðbundins lesturs sem felur ekki aðeins í sér að lesa texta heldur einnig lestur á hinu sjónræna, áþreifanlega og hugmyndalega; greiningu á formi og tegund bókarinnar sjálfrar.

Á sýningunni YFIRLESTUR má sjá myndlist í bókaformi úr safneign Nýlistasafnsins en þar er að finna um 800 titla sem mynda jafnframt stærsta bókasafn slíkra verka á Íslandi.


Sýningarstjóri

Heiðar Kári Rannversson