10.12.2022

Viðburðir

Vinalistaverk ársins 2023

Eygló Harðardóttur hefur verið valin vinalistamaður Nýlistasafnsins fyrir árið 2023. 

Eygló hefur skapað verk í upplagi fyrir safnið, sem ber titilinn. Við bjóðum ykkur að vera viðstödd með okkur laugardaginn 10. desember kl. 13, þegar verkið verður afhjúpað. Boðið verður upp á léttar og jólalegar veitingar. Viðburðurinn markar þann fyrsta í lítilli viðburðaseríu sem safnið stendur fyrir í desember, þar sem áhersla verður lögð á samveru og góðar samræður. Verk Eyglóar ber titilinn Staður og vísar óbeint í sýninguna Annað rými sem hún hélt í safninu árið 2018, og reyndar önnur verk sem hún hefur skapað síðan. Því má segja að verkið sé bæði einstakt í sjálfu sér og dragi um leið ákveðinn hring utanum þau verk sem Eygló hefur tekið sér fyrir hendur undanfarið. 

Ár hvert fær Nýlistasafnið framúrskarandi listamann til að skapa verk í upplafi, sem vinir og verndarar safnsins fá í þakklætisskyni fyrir sinn stuðning. Vinalistamenn fyrir ára eru Hreinn Friðfinnsson, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Unndór Egill Jónsson, Arna Óttarsdóttir, Guðjón Ketilsson og Melanie Ubaldo. Vinir og verndarar Nýló er hópur fólks sem styðja sérstaklega við metnaðarfulla sýningarstarfsemi í einu elsta listamannarekna safni Evrópu. Með því að sýna stuðning í verki nýtist framlag þeirra til að efla lifandi umhverfi samtímalistar og efla kjarnastarfsemi Nýló enn frekar. Nánar má lesa um vinaprógram safnsins hér.

Eygló Harðardóttur hefur verið valin vinalistamaður Nýlistasafnsins fyrir árið 2023. 

Eygló hefur skapað verk í upplagi fyrir safnið, sem ber titilinn. Við bjóðum ykkur að vera viðstödd með okkur laugardaginn 10. desember kl. 13, þegar verkið verður afhjúpað. Boðið verður upp á léttar og jólalegar veitingar. Viðburðurinn markar þann fyrsta í lítilli viðburðaseríu sem safnið stendur fyrir í desember, þar sem áhersla verður lögð á samveru og góðar samræður. Verk Eyglóar ber titilinn Staður og vísar óbeint í sýninguna Annað rými sem hún hélt í safninu árið 2018, og reyndar önnur verk sem hún hefur skapað síðan. Því má segja að verkið sé bæði einstakt í sjálfu sér og dragi um leið ákveðinn hring utanum þau verk sem Eygló hefur tekið sér fyrir hendur undanfarið. 

Ár hvert fær Nýlistasafnið framúrskarandi listamann til að skapa verk í upplafi, sem vinir og verndarar safnsins fá í þakklætisskyni fyrir sinn stuðning. Vinalistamenn fyrir ára eru Hreinn Friðfinnsson, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Unndór Egill Jónsson, Arna Óttarsdóttir, Guðjón Ketilsson og Melanie Ubaldo. Vinir og verndarar Nýló er hópur fólks sem styðja sérstaklega við metnaðarfulla sýningarstarfsemi í einu elsta listamannarekna safni Evrópu. Með því að sýna stuðning í verki nýtist framlag þeirra til að efla lifandi umhverfi samtímalistar og efla kjarnastarfsemi Nýló enn frekar. Nánar má lesa um vinaprógram safnsins hér.