06.12.2025

17:00—19:00

Viðburðir

Kynning á vinaprógrammi Nýló og afhjúpun á verki ársins 2025

Verið velkomin á kynningu á vinaprógrammi Nýlistasafnsins laugardaginn 6. desember frá kl. 17-19. Fritz Hendrik IV er vinalistamaður Nýló fyrir árið 2025 og hægt verður að sjá nýtt verk sem hann hefur skapað fyrir safnið og nefnist Bið. Skúlptúrinn er í formi vogarlóðs sem hlutgerir tímann á óvæntan og skemmtilegan hátt.

Síðan árið 2016 hefur Nýlistasafnið fengið framúrskarandi listafólk til að skapa verk í litlu upplagi handa vinum Nýló en það er hópur fólks sem árlega styður við metnaðarfullt starf safnsins. Fyrsti vinalistamaðurinn var Hreinn Friðfinnsson en í kjölfarið hafa Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Unndór Egill Jónsson, Arna Óttarsdóttir, Guðjón Ketilsson, Melanie Ubaldo, Eygló Harðardóttir og Amanda Riffo skapað verk fyrir safnið.

Nánar um listamanninn:

Fritz Hendrik (f. 1993) hefur tekið virkan þátt í myndlistarsenunni hér á landi frá því hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2016 en hann hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir verk í formi málverka, skúlptúra, vídeó og innsetninga. Listsköpun Fritz er rekin áfram af forvitni um sjálfa tilveruna og hvernig hún birtist okkur á nýjan hátt eftir því hvernig við horfum á hana. Í sýningum hans mynda verkin hugmyndafræðilega heild sem á sama tíma er opin fyrir margvíslegum túlkunum, allt eftir sjónarhorni áhorfenda. Verk Fritz einkennast af fræðilegri og leikandi nálgun þar sem hann sækir jafnt í heimspekilegar hugmyndir sem og reynsluheim hversdagsins. Til grundvallar verkunum liggur mikill áhugi á allskyns handverki sem hann nálgast á nýstárlegan og tilraunakenndan hátt. Fritz Hendrik hefur sýnt verk sín víða, bæði á Íslandi og erlendis, meðal annars í New York, Amsterdam, Helsinki, Tókýó og Moskvu. Verk hans eru í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Hafnarborgar og Gerðarsafns.

Endilega komið og kynnið ykkur vinaprógrammið, boðið verður upp á glögg og huggulegheit!

Verið velkomin á kynningu á vinaprógrammi Nýlistasafnsins laugardaginn 6. desember frá kl. 17-19. Fritz Hendrik IV er vinalistamaður Nýló fyrir árið 2025 og hægt verður að sjá nýtt verk sem hann hefur skapað fyrir safnið og nefnist Bið. Skúlptúrinn er í formi vogarlóðs sem hlutgerir tímann á óvæntan og skemmtilegan hátt.

Síðan árið 2016 hefur Nýlistasafnið fengið framúrskarandi listafólk til að skapa verk í litlu upplagi handa vinum Nýló en það er hópur fólks sem árlega styður við metnaðarfullt starf safnsins. Fyrsti vinalistamaðurinn var Hreinn Friðfinnsson en í kjölfarið hafa Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Unndór Egill Jónsson, Arna Óttarsdóttir, Guðjón Ketilsson, Melanie Ubaldo, Eygló Harðardóttir og Amanda Riffo skapað verk fyrir safnið.

Nánar um listamanninn:

Fritz Hendrik (f. 1993) hefur tekið virkan þátt í myndlistarsenunni hér á landi frá því hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2016 en hann hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir verk í formi málverka, skúlptúra, vídeó og innsetninga. Listsköpun Fritz er rekin áfram af forvitni um sjálfa tilveruna og hvernig hún birtist okkur á nýjan hátt eftir því hvernig við horfum á hana. Í sýningum hans mynda verkin hugmyndafræðilega heild sem á sama tíma er opin fyrir margvíslegum túlkunum, allt eftir sjónarhorni áhorfenda. Verk Fritz einkennast af fræðilegri og leikandi nálgun þar sem hann sækir jafnt í heimspekilegar hugmyndir sem og reynsluheim hversdagsins. Til grundvallar verkunum liggur mikill áhugi á allskyns handverki sem hann nálgast á nýstárlegan og tilraunakenndan hátt. Fritz Hendrik hefur sýnt verk sín víða, bæði á Íslandi og erlendis, meðal annars í New York, Amsterdam, Helsinki, Tókýó og Moskvu. Verk hans eru í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Hafnarborgar og Gerðarsafns.

Endilega komið og kynnið ykkur vinaprógrammið, boðið verður upp á glögg og huggulegheit!