27.05.2023

16—18

Viðburðir

Útgáfufögnuður Myndlist á Íslandi

Laugardaginn 27. maí kl. 16:00-18:00 býður tímaritið Myndlist á Íslandi ykkur að fagna útgáfu þriðja tölublaðs í Nýlistasafninu.

Í þriðja tölublaði er tekist á við ýmis samtöl og þemu sem eru ofarlega á baugi í íslensku listalífi. Með því að taka á móti innsendingum tillögum, halda úti pappírsgalleríi og kynna Íslensku myndlistarverðlaunin stefnir tímaritið að því að vera öflugur vettvangur til að skoða og styðja við íslenska myndlist bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi.

Að þessu sinni skrifa eftirtaldir höfundar fyrir blaðið: Heiðar Kári Rannversson, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Lukas Bury, Eyja Orradóttir, Gundega Šķēla, Birta Guðjónsdóttir, Juliane Foronda, Páll Haukur Björnsson, Kaarin Kivirähk, Marika Agu, Maria Arusoo og Sten Ojavee. Þá annaðist Sunna Ben sýningarstjórn MáÍs gallerís fyrir þessa útgáfu.

Ritstjóri er Starkaður Sigurðarson en auk hans sitja í ritstjórn þau Becky Forsythe og Hólmar Hólm. Hönnun tímaritsins er í höndum Petter Spilde, @pssa_service. Sem fyrr standa Myndlistarráð, Myndlistarmiðstöð, Samband íslenskra myndlistarmanna, Listaháskóli Íslands og Listfræðafélagið að útgáfunni. Tímaritið er gefið út jafnt á íslensku og ensku.

Af þessu tilefni munu þau Lukas Bury og Gundega Šķēla lesa upp úr textum sínum fyrir útgáfuna en við bendum á að grein Lukasar, „Tikkað í box“, hefur einnig verið birt á heimasíðu Myndlistarmiðstöðvar, sjá hér: https://icelandicartcenter.is/is/tikkad-i-box/

Hægt verður að festa kaup á tímaritinu á staðnum en auk þess verður annað tölublað þar til sölu, sem og örfá eintök af fyrsta tölublaði, sem hefur verið vandfundið síðan það var gefið út árið 2020 en blaðið seldist upp á flestum sölustöðum innan árs. Þá er þriðja tölublað nú fáanlegt í öllum helstu bóka- og safnbúðum landsins, ásamt því að vera dreift til lista- og menningarstofnana á erlendri grundu.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Laugardaginn 27. maí kl. 16:00-18:00 býður tímaritið Myndlist á Íslandi ykkur að fagna útgáfu þriðja tölublaðs í Nýlistasafninu.

Í þriðja tölublaði er tekist á við ýmis samtöl og þemu sem eru ofarlega á baugi í íslensku listalífi. Með því að taka á móti innsendingum tillögum, halda úti pappírsgalleríi og kynna Íslensku myndlistarverðlaunin stefnir tímaritið að því að vera öflugur vettvangur til að skoða og styðja við íslenska myndlist bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi.

Að þessu sinni skrifa eftirtaldir höfundar fyrir blaðið: Heiðar Kári Rannversson, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Lukas Bury, Eyja Orradóttir, Gundega Šķēla, Birta Guðjónsdóttir, Juliane Foronda, Páll Haukur Björnsson, Kaarin Kivirähk, Marika Agu, Maria Arusoo og Sten Ojavee. Þá annaðist Sunna Ben sýningarstjórn MáÍs gallerís fyrir þessa útgáfu.

Ritstjóri er Starkaður Sigurðarson en auk hans sitja í ritstjórn þau Becky Forsythe og Hólmar Hólm. Hönnun tímaritsins er í höndum Petter Spilde, @pssa_service. Sem fyrr standa Myndlistarráð, Myndlistarmiðstöð, Samband íslenskra myndlistarmanna, Listaháskóli Íslands og Listfræðafélagið að útgáfunni. Tímaritið er gefið út jafnt á íslensku og ensku.

Af þessu tilefni munu þau Lukas Bury og Gundega Šķēla lesa upp úr textum sínum fyrir útgáfuna en við bendum á að grein Lukasar, „Tikkað í box“, hefur einnig verið birt á heimasíðu Myndlistarmiðstöðvar, sjá hér: https://icelandicartcenter.is/is/tikkad-i-box/

Hægt verður að festa kaup á tímaritinu á staðnum en auk þess verður annað tölublað þar til sölu, sem og örfá eintök af fyrsta tölublaði, sem hefur verið vandfundið síðan það var gefið út árið 2020 en blaðið seldist upp á flestum sölustöðum innan árs. Þá er þriðja tölublað nú fáanlegt í öllum helstu bóka- og safnbúðum landsins, ásamt því að vera dreift til lista- og menningarstofnana á erlendri grundu.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Við hlökkum til að sjá ykkur!