Kvöldstund með listamönnum: Í gegnum súrt og sætt
Verið velkomin á spjall um sýninguna Í gegnum súrt og sætt fimmtudaginn 25. september kl. 18.
Á viðburðinum munu Dýrfinna Benita Basalan og Melanie Ubaldo ræða um sýninguna við Heklu Dögg Jónsdóttur, þar sem þær munu deila hugleiðingum sínum um sambönd og sorg.
Gestir eru hvattir til að taka þátt í samræðunni en þar sem málefni sýningarinnar er viðkvæmt er óskað eftir því að þeir deili ekki persónulegum upplýsingum sem kunna að koma fram á viðburðinum.
Um sýninguna:
Í gegnum súrt og sætt fjallar um ást, brostin hjörtu og sorg. Að elska er bæði blíðlegt og grimmilegt, engin ást sama hve grimm er til einskis. Sýningin er vettvangur berskjöldunar og nándar og hvetur gesti til að horfast í augu við hluta mannlegrar reynslu sem þykir óþægileg. Hún samanstendur af rituðum játningum, teikningum, vatnslitaverkum og innsetningum. Verkin vísa með beinum hætti og í gegnum myndlíkingar í það hvernig minningar blikna og sambönd slitna, þau leiða okkur um könnun á nánd og ástarsorg. Minnið er hverfult og tök þess á raunveruleikanum er í besta falli brotakennt, daufar svipmyndir af því sem við höfum séð, heyrt, upplifað; þar sem túlkun er oft tæmandi af því sem er túlkað. Hvert endurlit brýtur niður hinn upprunalega kjarna þar til allt sem eftir stendur eru rústir einar.
Þessi verk eru fórnargjafir úr rústunum.
Ágrip:
Dýrfinna Benita Basalan (f. 1992) er myndlistarkona fædd og uppalin á Íslandi, með filippseyskar rætur. Hún lauk BA-námi í myndlist og hönnun frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2018. Síðan hefur hún starfað sjálfstætt á sviði myndlistar, auk þess að vera hluti af listahópnum Lucky 3, sem hún stofnaði árið 2019 ásamt Melanie Ubaldo og Darren Mark. Árið 2022 hlaut hópurinn Hvatningarverðlaunin fyrir gjörninginn PUTI, sem var frumsýndur á Sequences 2021 í OPEN. Dýrfinna hefur sýnt verk sín bæði á Íslandi og erlendis og vinnur í fjölbreyttum miðlum, þar á meðal blýantsteikningu, innsetningum og stálskúlptúrum. Verk hennar fjalla um táknkerfi og samfélagslega uppbyggingu á tímum post-kapítalisma, þar sem gildi eins og tími, viska og náttúruauðlindir eiga það til að glatast. Hún sækir innblástur í eigin reynsluheim og tengsl við umhverfið, sem vekja gjarnan upp flóknar og tvíræðar tilfinningar. Dýrfinna er einnig virk í tónlistarsenunni og þekkt undir nafninu Countess Malaise.
Melanie Ubaldo (f. 1992 í Fillipseyjum) er íslensk myndlistarkona, búsett í Reykjavík. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Melanie hefur tekið þátt í ýmsum sýningum hérlendis og erlendis. Hún hlaut styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur fyrir efnilega listamenn árið 2021 og er jafnframt stofnandi listamannaþríeykisins Lucky 3 sem hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2022. Verkin hennar má meðal annars finna í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, öðrum opinberum stofnunum og í einkaeigu.
Ljósmynd: Sisters Lumière
Verið velkomin á spjall um sýninguna Í gegnum súrt og sætt fimmtudaginn 25. september kl. 18.
Á viðburðinum munu Dýrfinna Benita Basalan og Melanie Ubaldo ræða um sýninguna við Heklu Dögg Jónsdóttur, þar sem þær munu deila hugleiðingum sínum um sambönd og sorg.
Gestir eru hvattir til að taka þátt í samræðunni en þar sem málefni sýningarinnar er viðkvæmt er óskað eftir því að þeir deili ekki persónulegum upplýsingum sem kunna að koma fram á viðburðinum.
Um sýninguna:
Í gegnum súrt og sætt fjallar um ást, brostin hjörtu og sorg. Að elska er bæði blíðlegt og grimmilegt, engin ást sama hve grimm er til einskis. Sýningin er vettvangur berskjöldunar og nándar og hvetur gesti til að horfast í augu við hluta mannlegrar reynslu sem þykir óþægileg. Hún samanstendur af rituðum játningum, teikningum, vatnslitaverkum og innsetningum. Verkin vísa með beinum hætti og í gegnum myndlíkingar í það hvernig minningar blikna og sambönd slitna, þau leiða okkur um könnun á nánd og ástarsorg. Minnið er hverfult og tök þess á raunveruleikanum er í besta falli brotakennt, daufar svipmyndir af því sem við höfum séð, heyrt, upplifað; þar sem túlkun er oft tæmandi af því sem er túlkað. Hvert endurlit brýtur niður hinn upprunalega kjarna þar til allt sem eftir stendur eru rústir einar.
Þessi verk eru fórnargjafir úr rústunum.
Ágrip:
Dýrfinna Benita Basalan (f. 1992) er myndlistarkona fædd og uppalin á Íslandi, með filippseyskar rætur. Hún lauk BA-námi í myndlist og hönnun frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2018. Síðan hefur hún starfað sjálfstætt á sviði myndlistar, auk þess að vera hluti af listahópnum Lucky 3, sem hún stofnaði árið 2019 ásamt Melanie Ubaldo og Darren Mark. Árið 2022 hlaut hópurinn Hvatningarverðlaunin fyrir gjörninginn PUTI, sem var frumsýndur á Sequences 2021 í OPEN. Dýrfinna hefur sýnt verk sín bæði á Íslandi og erlendis og vinnur í fjölbreyttum miðlum, þar á meðal blýantsteikningu, innsetningum og stálskúlptúrum. Verk hennar fjalla um táknkerfi og samfélagslega uppbyggingu á tímum post-kapítalisma, þar sem gildi eins og tími, viska og náttúruauðlindir eiga það til að glatast. Hún sækir innblástur í eigin reynsluheim og tengsl við umhverfið, sem vekja gjarnan upp flóknar og tvíræðar tilfinningar. Dýrfinna er einnig virk í tónlistarsenunni og þekkt undir nafninu Countess Malaise.
Melanie Ubaldo (f. 1992 í Fillipseyjum) er íslensk myndlistarkona, búsett í Reykjavík. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Melanie hefur tekið þátt í ýmsum sýningum hérlendis og erlendis. Hún hlaut styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur fyrir efnilega listamenn árið 2021 og er jafnframt stofnandi listamannaþríeykisins Lucky 3 sem hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2022. Verkin hennar má meðal annars finna í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, öðrum opinberum stofnunum og í einkaeigu.
Ljósmynd: Sisters Lumière

