18.03.2023

17:00—19:00

Viðburðir

Sýningaropnun: House of Purkinje — Amanda Riffo

Velkomin á opnun einkasýningar Amanda Riffo, House of Purkinje, í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu laugardaginn 18. mars kl. 17—19. 

House of Purkinje skapar aðstæður sem hrista upp í heildarmyndinni. Í verkum sínum skapar Amanda Riffo æfingar, skrásetur tilraunir sem innblásnar eru af hugrænum vísindum, ljósfræði og um leið alls kyns misskilningi. Í takt við breytingar á sjónhimnu hennar vegna mikillar sjónskekkju hafa verk Amanda þróast út í stöðugar efasemdir um raunveruleikann. Þessar vangaveltur eiga einnig stoðir í vinnu listamannsins utan vinnustofunnar sem fer yfirleitt fram á kvikmyndasetti og lekur hér inn í sýninguna. 

Amanda Riffo (f.1977) kemur frá Frakklandi og Chíle, en býr og starfar í Reykjavík. Eftir að hafa lokið meistaranámi við École Nationale Supérieure des Beaux-Arts, París, fór hún í skiptinám í Tókýó og Beirút. Verk hennar hafa verið sýnd í Evrópu, Japan, Íslandi, Chile, Finnlandi, Belgíu og fleiri. Meðal sýningaverkefna á Íslandi má nefna einkasýningu hennar í Open (Reykjavík, 2018) og Skaftfelli (Seyðisfirði, 2019), auk þátttöku í alþjóðlega tvíæringnum Sequences Xl (Reykjavík, 2019).

Velkomin á opnun einkasýningar Amanda Riffo, House of Purkinje, í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu laugardaginn 18. mars kl. 17—19. 

House of Purkinje skapar aðstæður sem hrista upp í heildarmyndinni. Í verkum sínum skapar Amanda Riffo æfingar, skrásetur tilraunir sem innblásnar eru af hugrænum vísindum, ljósfræði og um leið alls kyns misskilningi. Í takt við breytingar á sjónhimnu hennar vegna mikillar sjónskekkju hafa verk Amanda þróast út í stöðugar efasemdir um raunveruleikann. Þessar vangaveltur eiga einnig stoðir í vinnu listamannsins utan vinnustofunnar sem fer yfirleitt fram á kvikmyndasetti og lekur hér inn í sýninguna. 

Amanda Riffo (f.1977) kemur frá Frakklandi og Chíle, en býr og starfar í Reykjavík. Eftir að hafa lokið meistaranámi við École Nationale Supérieure des Beaux-Arts, París, fór hún í skiptinám í Tókýó og Beirút. Verk hennar hafa verið sýnd í Evrópu, Japan, Íslandi, Chile, Finnlandi, Belgíu og fleiri. Meðal sýningaverkefna á Íslandi má nefna einkasýningu hennar í Open (Reykjavík, 2018) og Skaftfelli (Seyðisfirði, 2019), auk þátttöku í alþjóðlega tvíæringnum Sequences Xl (Reykjavík, 2019).