Opnun: Í gegnum súrt og sætt
Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Í gegnum súrt og sætt laugardaginn 16. ágúst kl. 17:00.
Listamenn: Dýrfinna Benita Basalan, Melanie Ubaldo
Í gegnum súrt og sætt fjallar um ást, brostin hjörtu og sorg. Að elska er bæði blíðlegt og grimmilegt, engin ást sama hve grimm er til einskis. Sýningin er vettvangur berskjöldunar og nándar og hvetur gesti til að horfast í augu við hluta mannlegrar reynslu sem þykir óþægileg. Hún samanstendur af rituðum játningum, teikningum, vatnslitaverkum og innsetningum. Verkin vísa með beinum hætti og í gegnum myndlíkingar í það hvernig minningar blikna og sambönd slitna, þau leiða okkur um könnun á nánd og ástarsorg. Minnið er hverfult og tök þess á raunveruleikanum er í besta falli brotakennt, daufar svipmyndir af því sem við höfum séð, heyrt, upplifað; þar sem túlkun er oft tæmandi af því sem er túlkað. Hvert endurlit brýtur niður hinn uprunalega kjarna þar til allt sem eftir stendur eru rústir einar.
Athugið: Sýningin inniheldur myndmál sem tengist bæði fíkn og sorg. Vinsamlegast athugið hvort þið treistið ykkur til þess að sjá hana.
Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Í gegnum súrt og sætt laugardaginn 16. ágúst kl. 17:00.
Listamenn: Dýrfinna Benita Basalan, Melanie Ubaldo
Í gegnum súrt og sætt fjallar um ást, brostin hjörtu og sorg. Að elska er bæði blíðlegt og grimmilegt, engin ást sama hve grimm er til einskis. Sýningin er vettvangur berskjöldunar og nándar og hvetur gesti til að horfast í augu við hluta mannlegrar reynslu sem þykir óþægileg. Hún samanstendur af rituðum játningum, teikningum, vatnslitaverkum og innsetningum. Verkin vísa með beinum hætti og í gegnum myndlíkingar í það hvernig minningar blikna og sambönd slitna, þau leiða okkur um könnun á nánd og ástarsorg. Minnið er hverfult og tök þess á raunveruleikanum er í besta falli brotakennt, daufar svipmyndir af því sem við höfum séð, heyrt, upplifað; þar sem túlkun er oft tæmandi af því sem er túlkað. Hvert endurlit brýtur niður hinn uprunalega kjarna þar til allt sem eftir stendur eru rústir einar.
Athugið: Sýningin inniheldur myndmál sem tengist bæði fíkn og sorg. Vinsamlegast athugið hvort þið treistið ykkur til þess að sjá hana.