08.10.2022

15:00—17:00

Viðburðir

Sýningaropnun: Til sýnis: Hinsegin umfram aðra

Nýlistasafnið býður ykkur innilega velkomin á opnun sýningarinnar Til sýnis: Hinsegin umfram aðra, laugardaginn 8. október frá kl. 15–17. Sýningin spannar verk eftir listamanneskjurnar Önnu Maggý, Ara Logn, BERGHALL - Önnu Hallin og Olgu Bergmann, Hröfnu Jónu Ágústsdóttur, RB Erin Moran, Regn Sólmund Evu og Viktoríu Guðnadóttur í samtali við verk úr safneign Nýlistasafnsins eftir Dorothy Iannone, Níels Hafstein, Rögnu Hermannsdóttur, Rósku, Svölu Sigurleifsdóttur, og Stephen Lawson.

Sýningin sem hlotið hefur titilinn Til sýnis: Hinsegin umfram aðra, er sýning þar sem tekin er fyrir hinsegin myndlist og hinseginleiki í listsköpun og söfnun. Sýningunni stýra þær Ynda Eldborg, listfræðingur og Viktoría Guðnadóttir, myndlistamanneskja. Sýningin spannar bæði verk úr safneign Nýlistasafnsins, valin með hinsegin gleraugum og áralangri þekkingu sýningarstýranna, svo og ný verk sköpuð af hinsegin myndlistarfólki. Á haustmánuðum 2021 fóru Ynda og Viktoría í gegnum safneign Nýlistasafnsins, og völdu nokkur verk sem hægt er að sjá eða túlka sem hinsegin. Listafólkinu var svo boðið að skapa ný verk sem kallast á við hluta þeirra verka sem Ynda og Viktoría höfðu forvalið, og þannig dregið fram og  hafið sjónrænt samtal við hinseginleika verka úr safneign. Listafólkinu var frjálst að velja hvaða verk sem var og búa til nýtt verk án þess að nokkrar hömlur væru lagðar á vinnu þeirra eða efnis meðferð. Nýju verkin og verkin úr safneigninni eru svo sýnd samhliða.

Mynd/ Image:
Dorothy Iannone, The Next Great Moment in History is Ours, 1976. Úr safneign Nýlistasafnsins / from The Living Art Museum´s Collection

Nýlistasafnið býður ykkur innilega velkomin á opnun sýningarinnar Til sýnis: Hinsegin umfram aðra, laugardaginn 8. október frá kl. 15–17. Sýningin spannar verk eftir listamanneskjurnar Önnu Maggý, Ara Logn, BERGHALL - Önnu Hallin og Olgu Bergmann, Hröfnu Jónu Ágústsdóttur, RB Erin Moran, Regn Sólmund Evu og Viktoríu Guðnadóttur í samtali við verk úr safneign Nýlistasafnsins eftir Dorothy Iannone, Níels Hafstein, Rögnu Hermannsdóttur, Rósku, Svölu Sigurleifsdóttur, og Stephen Lawson.

Sýningin sem hlotið hefur titilinn Til sýnis: Hinsegin umfram aðra, er sýning þar sem tekin er fyrir hinsegin myndlist og hinseginleiki í listsköpun og söfnun. Sýningunni stýra þær Ynda Eldborg, listfræðingur og Viktoría Guðnadóttir, myndlistamanneskja. Sýningin spannar bæði verk úr safneign Nýlistasafnsins, valin með hinsegin gleraugum og áralangri þekkingu sýningarstýranna, svo og ný verk sköpuð af hinsegin myndlistarfólki. Á haustmánuðum 2021 fóru Ynda og Viktoría í gegnum safneign Nýlistasafnsins, og völdu nokkur verk sem hægt er að sjá eða túlka sem hinsegin. Listafólkinu var svo boðið að skapa ný verk sem kallast á við hluta þeirra verka sem Ynda og Viktoría höfðu forvalið, og þannig dregið fram og  hafið sjónrænt samtal við hinseginleika verka úr safneign. Listafólkinu var frjálst að velja hvaða verk sem var og búa til nýtt verk án þess að nokkrar hömlur væru lagðar á vinnu þeirra eða efnis meðferð. Nýju verkin og verkin úr safneigninni eru svo sýnd samhliða.

Mynd/ Image:
Dorothy Iannone, The Next Great Moment in History is Ours, 1976. Úr safneign Nýlistasafnsins / from The Living Art Museum´s Collection