18.12.2025

17:00—19:00

Viðburðir

Nýársheit KOK í Nýló

Verið velkomin á kynningu KOK, sýningarstjórnunarhóp og vettvang fyrir samtöl, forvitni og ný tengsl í íslensku listalífi. Komdu í drykk, taktu þátt í samtalinu og fagnaðu með okkur!

KOK er fyrirbæri sem er bæði á netinu og í persónu. KOK mun birtast óreglulega í ólíkum listarýmum á Íslandi og skapa hlýja og berskjaldaða stemmingu. Rými þar sem vonum, vangaveltum og áhyggjum er fagnað. KOK vill tendra neista og hlúa að innblástri í listasenunni.

Í þessari fyrstu samverustund bjóðum við sýningarstjórum, listafólki, skipuleggjendum og öllum áhugasömum að koma og ræða spurninguna:

Hvaða samtöl viljum við að fái meira pláss í listalífinu?

Kíktu við, hugleiddu, deildu hugsunum þínum, skildu eftir nafnlaus skilaboð og skrifaðu Nýársheit fyrir komandi ár í listalífinu á Íslandi— og hjálpaðu þannig að móta þau samtöl sem KOK mun taka lengra.

Að baki KOK standa Becky Forsythe, Helena Sólveigar Aðalsteinsbur og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir

Kynnið ykkur starfsemi KOK frekar á kokok.is

Verið velkomin á kynningu KOK, sýningarstjórnunarhóp og vettvang fyrir samtöl, forvitni og ný tengsl í íslensku listalífi. Komdu í drykk, taktu þátt í samtalinu og fagnaðu með okkur!

KOK er fyrirbæri sem er bæði á netinu og í persónu. KOK mun birtast óreglulega í ólíkum listarýmum á Íslandi og skapa hlýja og berskjaldaða stemmingu. Rými þar sem vonum, vangaveltum og áhyggjum er fagnað. KOK vill tendra neista og hlúa að innblástri í listasenunni.

Í þessari fyrstu samverustund bjóðum við sýningarstjórum, listafólki, skipuleggjendum og öllum áhugasömum að koma og ræða spurninguna:

Hvaða samtöl viljum við að fái meira pláss í listalífinu?

Kíktu við, hugleiddu, deildu hugsunum þínum, skildu eftir nafnlaus skilaboð og skrifaðu Nýársheit fyrir komandi ár í listalífinu á Íslandi— og hjálpaðu þannig að móta þau samtöl sem KOK mun taka lengra.

Að baki KOK standa Becky Forsythe, Helena Sólveigar Aðalsteinsbur og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir

Kynnið ykkur starfsemi KOK frekar á kokok.is