01.12.2019

12—18

Viðburðir

Ljósabasar Nýló

Fjáröflun fyrir Nýlistasafnið
Listaverkabasar og viðburðir fyrir alla fjölskylduna
1.–22. desember 2019 í Marshallhúsinu

Í desember taka fulltrúar Nýlistasafnsins höndum saman og efna til veglegs listaverkabasars í Nýlistasafninu þar sem listaverk yfir 60 listamanna verða til sölu. Verkin eru jafn fjölbreytileg og þau eru mörg en eiga það öll sameiginlegt að tengjast ljósi á skapandi hátt: Verk um ljós, verk sem lýsa, ljósainnsetningar, neonljós, kertaljós, ljósmyndir, huglæg ljós og áfram má endalaust telja.

Markmiðið er að lýsa upp skammdegið. Ljósabasar Nýló er einstakt tækifæri til að gefa list í jólagjöf og fjárfesta í samtímalist á hagstæðu verði.

Basarinn fer fram í húsakynnum Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu dagana 1.–22 desember. Fjölbreyttir viðburðir fyrir fólk á öllum aldri verða haldnir á meðan á basarnum stendur. Tilkynnt verður um viðburðadagskrá og þá listamenn sem taka þátt í basarnum á næstu dögum – Fylgist með hér á viðburðasíðunni, heimasíðu Nýlistasafnsins og á samfélagsmiðlum.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Áfram Nýló, tilraunagleðin og listin!

Fjáröflun fyrir Nýlistasafnið
Listaverkabasar og viðburðir fyrir alla fjölskylduna
1.–22. desember 2019 í Marshallhúsinu

Í desember taka fulltrúar Nýlistasafnsins höndum saman og efna til veglegs listaverkabasars í Nýlistasafninu þar sem listaverk yfir 60 listamanna verða til sölu. Verkin eru jafn fjölbreytileg og þau eru mörg en eiga það öll sameiginlegt að tengjast ljósi á skapandi hátt: Verk um ljós, verk sem lýsa, ljósainnsetningar, neonljós, kertaljós, ljósmyndir, huglæg ljós og áfram má endalaust telja.

Markmiðið er að lýsa upp skammdegið. Ljósabasar Nýló er einstakt tækifæri til að gefa list í jólagjöf og fjárfesta í samtímalist á hagstæðu verði.

Basarinn fer fram í húsakynnum Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu dagana 1.–22 desember. Fjölbreyttir viðburðir fyrir fólk á öllum aldri verða haldnir á meðan á basarnum stendur. Tilkynnt verður um viðburðadagskrá og þá listamenn sem taka þátt í basarnum á næstu dögum – Fylgist með hér á viðburðasíðunni, heimasíðu Nýlistasafnsins og á samfélagsmiðlum.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Áfram Nýló, tilraunagleðin og listin!