18.09.2025

20:30—22:00

Viðburðir

Lestrarfélag Nýló: Helena Sólveigar Aðalsteinsbur

Lestrarfélag Nýló

18.09.2025 20:30 - 22:00

Umsjón og val lesefnis: Helena Sólveigar Aðalsteinsbur

Varða: Anna Líndal

Lesefni: Bosses by Ghislaine Leung 

Ghislaine Leung er breskur listamaður, búsett í London. Hún er þekkt fyrir svokölluð scores sem eru leiðbeiningar sem hún sendir sýningarstöðum um hvernig setja eigi upp verk hennar. Þessar leiðbeiningar eru bæði verklýsingar og sjálfstæð textaverk sem virka sem handrit fyrir sýninguna. Þannig kanna verkin samband listamannsins og stofnunarinnar, þar sem galleríið ber ábyrgð á útfærslu en vinnur jafnframt innan marka sem Leung skilgreinir. Í verkinu hennar, Browns, stendur einfaldlega: „All available walls in brown to standard picture hanging height.“ Í Fountains er leiðbeiningin: „A fountain installed in the exhibition space to cancel sound.“ Þessi skor leggja áherslu á framkvæmd og túlkun stofnunarinnar og sýna hvernig listaverk verða til í samvinnu og trausti.

Bókin Bosses er persónuleg hugleiðing um sköpun þar sem list og daglegt líf fléttast saman. Ghislaine Leung brýtur upp hefðbundið form með textabrotum, minningum og lýsingum sem sýna hvernig hugmyndir, tilfinningar og efni mótast í samhengi. Leung dregur fram að listsköpun sé ekki einangrað ferli heldur samtvinnað umhyggju, foreldrahlutverki og efnahagslegum þrýstingi. Hún hvetur til að þess að hugsa um list sem lifandi ferli sem byggir á tengslum, ósýnilegri vinnu og viðkvæmni. 

Hægt er að nálgast textann með því að senda póst á odda[hjá]nylo.is

Lestrarfélag Nýló

18.09.2025 20:30 - 22:00

Umsjón og val lesefnis: Helena Sólveigar Aðalsteinsbur

Varða: Anna Líndal

Lesefni: Bosses by Ghislaine Leung 

Ghislaine Leung er breskur listamaður, búsett í London. Hún er þekkt fyrir svokölluð scores sem eru leiðbeiningar sem hún sendir sýningarstöðum um hvernig setja eigi upp verk hennar. Þessar leiðbeiningar eru bæði verklýsingar og sjálfstæð textaverk sem virka sem handrit fyrir sýninguna. Þannig kanna verkin samband listamannsins og stofnunarinnar, þar sem galleríið ber ábyrgð á útfærslu en vinnur jafnframt innan marka sem Leung skilgreinir. Í verkinu hennar, Browns, stendur einfaldlega: „All available walls in brown to standard picture hanging height.“ Í Fountains er leiðbeiningin: „A fountain installed in the exhibition space to cancel sound.“ Þessi skor leggja áherslu á framkvæmd og túlkun stofnunarinnar og sýna hvernig listaverk verða til í samvinnu og trausti.

Bókin Bosses er persónuleg hugleiðing um sköpun þar sem list og daglegt líf fléttast saman. Ghislaine Leung brýtur upp hefðbundið form með textabrotum, minningum og lýsingum sem sýna hvernig hugmyndir, tilfinningar og efni mótast í samhengi. Leung dregur fram að listsköpun sé ekki einangrað ferli heldur samtvinnað umhyggju, foreldrahlutverki og efnahagslegum þrýstingi. Hún hvetur til að þess að hugsa um list sem lifandi ferli sem byggir á tengslum, ósýnilegri vinnu og viðkvæmni. 

Hægt er að nálgast textann með því að senda póst á odda[hjá]nylo.is