16.03.2020

12—18

Viðburðir

Lestrarfélag Nýló: Heimalestur

Lestrarfélag Nýlistasafnsins

Heimalestur

Lesefni: Understanding Debt as the Basis of Social Life úr bókinni The Making of the Indebtet Man –An Essay on the Neoliberal Condition eftir Maurizio Lazzarato

Patrik Killoran valdi lesefni

Kæru Lestrarfélagar,

Slagorð síðasta Feneyjartvíærings, „May You Live in Interesting Times“ hefur svo sannarlega gengið eftir. Covid-19 hefur dagskrárvaldið þessa dagana og allir leggja sitt á vogarskálarnar til að hefta útbreiðslu veirunnar, en um leið finna leiðir til að gera lífið ánægjulegra.

Lestrarfélag Nýlistasafnsins hefur því ákveðið að bjóða upp á heimalestur í þessari viku, og hvetjum við fulltrúa safnsins til að ræða um textann á facebook hópnum okkar (Fulltrúar Nýlistasafnsins). Bandaríski myndlistamaðurinn Patrik Killoran, sem hefur verið gestalistamaður við Listháskólann, valdi lesefnið og til stóð að hann myndi stýra umræðum en hann er nú, af skiljanlegum ástæðum, snúinn aftur til heimalands síns. Patrik valdi kafla úr bókinni The Making of the Indebtet Man eftir ítalska félagsfræðinginn og heimspekinginn Maurizio Lazzarato.

Lesefnið má nálgast með því að smella hér eða skrifa okkur tölvupóst á nylo(hjá)nylo.is.

Facebook hópur fyrir fulltrúa safnsins ber hinn gegnsæja titil Fulltrúar Nýlistasafnsins, og ættu flestir félagar sem eru á facebook að hafa aðgang að hópnum. Hægt er að biðja um aðgang með því að skrifa okkur tölvupóst.

Góðar lestrarstundir heima!

Lestrarfélag Nýlistasafnsins

Heimalestur

Lesefni: Understanding Debt as the Basis of Social Life úr bókinni The Making of the Indebtet Man –An Essay on the Neoliberal Condition eftir Maurizio Lazzarato

Patrik Killoran valdi lesefni

Kæru Lestrarfélagar,

Slagorð síðasta Feneyjartvíærings, „May You Live in Interesting Times“ hefur svo sannarlega gengið eftir. Covid-19 hefur dagskrárvaldið þessa dagana og allir leggja sitt á vogarskálarnar til að hefta útbreiðslu veirunnar, en um leið finna leiðir til að gera lífið ánægjulegra.

Lestrarfélag Nýlistasafnsins hefur því ákveðið að bjóða upp á heimalestur í þessari viku, og hvetjum við fulltrúa safnsins til að ræða um textann á facebook hópnum okkar (Fulltrúar Nýlistasafnsins). Bandaríski myndlistamaðurinn Patrik Killoran, sem hefur verið gestalistamaður við Listháskólann, valdi lesefnið og til stóð að hann myndi stýra umræðum en hann er nú, af skiljanlegum ástæðum, snúinn aftur til heimalands síns. Patrik valdi kafla úr bókinni The Making of the Indebtet Man eftir ítalska félagsfræðinginn og heimspekinginn Maurizio Lazzarato.

Lesefnið má nálgast með því að smella hér eða skrifa okkur tölvupóst á nylo(hjá)nylo.is.

Facebook hópur fyrir fulltrúa safnsins ber hinn gegnsæja titil Fulltrúar Nýlistasafnsins, og ættu flestir félagar sem eru á facebook að hafa aðgang að hópnum. Hægt er að biðja um aðgang með því að skrifa okkur tölvupóst.

Góðar lestrarstundir heima!