19.01.2023

20:30—22:00

Viðburðir

Lestrarfélag Nýló: Um hið ókennilega

Karl Ómarsson leiðir samræður á fimmtudagskvöld, 19. janúar kl. 20:30 í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu. Karl hefur valið formála og kafla úr bókinni Puppet: An Essay on Uncanny Life eftir Kenneth Gross. Samræðurnar munu snúast um ókennileika (e. uncanny) í gjörningalist.

Um textann

Bókin fjallar um að endurskoða það sem við vitum eða það sem við teljum okkur vita. The Puppet vekur upp undraverðan kraft brúða sem spegla hið ókennilega (e. uncanny) í lífi og list. Brúðan skapar gleði og ótta. Hún getur kallað fram saklausan leik barnæskunnar, eða orðið verkfæri helgisiðagaldurs. Hún er fær um að semja við drauga og guði. Brúður geta verið hrollvekjandi hlutir, leynilegir, líflausir en jafnframt fullir af anda, lifandi með látbragði og rödd. Í bókinni veltir Kenneth Gross fyrir sér hrifningu þessara órólegu hluta – hluta sem eru líka leikarar og ímynd lífsins. Hér er sögn brúðunnar í aðalhlutverki, hvort sem það er í bullandi grótesku eða táknrænum einfaldleika, er eiginleikinn til umbreytingar ávalt til staðar.

Lesefni kvöldsins má nálgast með því að skrifa tölvupóst á nylo@nylo.is.

Karl Ómarsson leiðir samræður á fimmtudagskvöld, 19. janúar kl. 20:30 í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu. Karl hefur valið formála og kafla úr bókinni Puppet: An Essay on Uncanny Life eftir Kenneth Gross. Samræðurnar munu snúast um ókennileika (e. uncanny) í gjörningalist.

Um textann

Bókin fjallar um að endurskoða það sem við vitum eða það sem við teljum okkur vita. The Puppet vekur upp undraverðan kraft brúða sem spegla hið ókennilega (e. uncanny) í lífi og list. Brúðan skapar gleði og ótta. Hún getur kallað fram saklausan leik barnæskunnar, eða orðið verkfæri helgisiðagaldurs. Hún er fær um að semja við drauga og guði. Brúður geta verið hrollvekjandi hlutir, leynilegir, líflausir en jafnframt fullir af anda, lifandi með látbragði og rödd. Í bókinni veltir Kenneth Gross fyrir sér hrifningu þessara órólegu hluta – hluta sem eru líka leikarar og ímynd lífsins. Hér er sögn brúðunnar í aðalhlutverki, hvort sem það er í bullandi grótesku eða táknrænum einfaldleika, er eiginleikinn til umbreytingar ávalt til staðar.

Lesefni kvöldsins má nálgast með því að skrifa tölvupóst á nylo@nylo.is.