03.09.2022

15:00—15:30

Viðburðir

Að brenna, skógur eldur.

Að brenna, skógur eldur.

Reykelsisathöfn eftir Katie Paterson

Sem hluti af World Weather Network framtakinu verður flutt reykelsis athöfn eftir skosku listakonuna Katie Paterson í Nýlistasafninu laugardaginn 3. september kl. 15:00. 

 

Reykelsis athöfnin „Að brenna, skógur, eldur” samanstendur af ilmi úr fyrsta skóginum á jörðinni, fyrir 385 milljónum ára og ilmi úr síðasta skóginum á tímum loftlagsvárinnar. Þessum ilmum hefur verið umbreytt í reykelsi og var kveikt í þeim á mismunandi vettvöngum í Helsinki í september í fyrra. 

 

Nú verður reykelsis athöfnin flutt víðsvegar um heiminn, sem samstarfaaðilar munu skipuleggja í samtali við  IHME Helsinki sem bauð Katie til þátttöku í World Weather Network.  

 

Alls standa 27 lista- og menningarstofnanir víðsvegar um heiminn að framtakinu og saman mynda hóp „veðurstöðva“ sem staðsettar eru í höfum, eyðimörkum, fjöllum, landbúnaðarhéruðum, regnskógum, veðurathugunarstöðum, vitum og borgum heims. 

 

Frá og með 21. júní 2022 mun listafólk og rithöfundar senda frá sér „veðurfréttir“ í formi hugleiðinga, sagna, mynda og þankabrota um veðurfar á heimaslóðum þeirra og okkar sameiginlega loftslag, sem saman munu svo skapa heilan klasa radda og skoðana á nýjum, alþjóðlegum vettvangi. 

 

Viðburðurinn er skipulagður af Kynningarmiðstöð Íslenskrar Myndlistar í samstarfi við Nýlistasafnið.  

 

Sjá nánar um samtökin og athöfnina: 

http://worldweathernetwork.org/  

https://www.ihmehelsinki.fi/en/ihme-artwork-2021/  

https://katiepaterson.org/artwork/to-burn-forest-fire/ 

Að brenna, skógur eldur.

Reykelsisathöfn eftir Katie Paterson

Sem hluti af World Weather Network framtakinu verður flutt reykelsis athöfn eftir skosku listakonuna Katie Paterson í Nýlistasafninu laugardaginn 3. september kl. 15:00. 

 

Reykelsis athöfnin „Að brenna, skógur, eldur” samanstendur af ilmi úr fyrsta skóginum á jörðinni, fyrir 385 milljónum ára og ilmi úr síðasta skóginum á tímum loftlagsvárinnar. Þessum ilmum hefur verið umbreytt í reykelsi og var kveikt í þeim á mismunandi vettvöngum í Helsinki í september í fyrra. 

 

Nú verður reykelsis athöfnin flutt víðsvegar um heiminn, sem samstarfaaðilar munu skipuleggja í samtali við  IHME Helsinki sem bauð Katie til þátttöku í World Weather Network.  

 

Alls standa 27 lista- og menningarstofnanir víðsvegar um heiminn að framtakinu og saman mynda hóp „veðurstöðva“ sem staðsettar eru í höfum, eyðimörkum, fjöllum, landbúnaðarhéruðum, regnskógum, veðurathugunarstöðum, vitum og borgum heims. 

 

Frá og með 21. júní 2022 mun listafólk og rithöfundar senda frá sér „veðurfréttir“ í formi hugleiðinga, sagna, mynda og þankabrota um veðurfar á heimaslóðum þeirra og okkar sameiginlega loftslag, sem saman munu svo skapa heilan klasa radda og skoðana á nýjum, alþjóðlegum vettvangi. 

 

Viðburðurinn er skipulagður af Kynningarmiðstöð Íslenskrar Myndlistar í samstarfi við Nýlistasafnið.  

 

Sjá nánar um samtökin og athöfnina: 

http://worldweathernetwork.org/  

https://www.ihmehelsinki.fi/en/ihme-artwork-2021/  

https://katiepaterson.org/artwork/to-burn-forest-fire/