27.05.2021

20—21

Viðburðir

Aldrei endir | Sýningarspjall á fimmtudeginum langa

Verið hjartanlega velkomin á sýningarspjall á útskriftarsýningu MA nema í myndlist á fimmtudaginn langa kl. 20:00. Sýnendur spjalla við sýningarstjórann Sunnu Ástþórsdóttur um verk þeirra og vinnuferli.

Listamennirnir sem ljúka meistaranámi í myndlist í ár eru: Auður Aðalsteinsdóttir, Brian Wyse, Helen Svava Helgadóttir og Romain Causel. Á sýninguna Aldrei endir í Nýlistasafninu sækja þau þræði frá nýlega yfirstöðnum einkasýningum sínum, velta fram ferli sem þau eru að ganga í gegnum. Aðferðum og efnum sem minna enn á sig, bíða frekari úrvinnslu og vekja upp spurningar. Sem hópur vinna þau öll í gjörólíkar áttir en sameinast í þeirri áleitni, næmni, þrautseigju og umhyggju sem fylgir okkar óvenjulegu tímum. Vangaveltur um hvað er verðmætt, hvað er sérstakt og hverju er ofaukið í skjálfandi heimi.

Verið hjartanlega velkomin á sýningarspjall á útskriftarsýningu MA nema í myndlist á fimmtudaginn langa kl. 20:00. Sýnendur spjalla við sýningarstjórann Sunnu Ástþórsdóttur um verk þeirra og vinnuferli.

Listamennirnir sem ljúka meistaranámi í myndlist í ár eru: Auður Aðalsteinsdóttir, Brian Wyse, Helen Svava Helgadóttir og Romain Causel. Á sýninguna Aldrei endir í Nýlistasafninu sækja þau þræði frá nýlega yfirstöðnum einkasýningum sínum, velta fram ferli sem þau eru að ganga í gegnum. Aðferðum og efnum sem minna enn á sig, bíða frekari úrvinnslu og vekja upp spurningar. Sem hópur vinna þau öll í gjörólíkar áttir en sameinast í þeirri áleitni, næmni, þrautseigju og umhyggju sem fylgir okkar óvenjulegu tímum. Vangaveltur um hvað er verðmætt, hvað er sérstakt og hverju er ofaukið í skjálfandi heimi.