30.10.2022

13:00—15:00

Viðburðir

Claire Gonçalves: Takk og bless

Verið velkomin á viðburðinn Takk og bless, sunnudaginn 30. október kl 13—15. Undanfarna tvo mánuði hefur Claire Gonçalves verið í vinnustofudvöl hér í Reykjavík og kynnst ýmsum listamönnum. Fyrir hverja heimsókn hefur hún búið til málverk, kveðjugjöf til fólksins sem hún hefur hitt. Málverkin verða afhent eigendum sínum á sunnudaginn og verður Claire til taks í spjall um verk sín og dvöl hér á landi.

Claire Gonçalves er myndlistamaður með aðsetur í Clermont Ferrand, Frakklandi. Hún vinnur aðallega með skúlptúr, skapar aðstæður í rými þar sem handverk, aðferðir og hreyfing gegna mikilvægu hlutverki. Claire Gonçalves var valin í vinnustofudvöl 2022 í Reykjavík í boði Artistes en résidence, Nýlistasafnsins, Franska sendiráðsins á Íslandi, Alliance Francaise og Sambands íslenskra myndlistarmanna. Í vinnustofunni vonaðist hún til að auðga formlegan og hagnýtan orðaforða sinn í tengslum við listrænar aðferðir og uppgötva nýjar vinnuaðferðir.

Verið velkomin á viðburðinn Takk og bless, sunnudaginn 30. október kl 13—15. Undanfarna tvo mánuði hefur Claire Gonçalves verið í vinnustofudvöl hér í Reykjavík og kynnst ýmsum listamönnum. Fyrir hverja heimsókn hefur hún búið til málverk, kveðjugjöf til fólksins sem hún hefur hitt. Málverkin verða afhent eigendum sínum á sunnudaginn og verður Claire til taks í spjall um verk sín og dvöl hér á landi.

Claire Gonçalves er myndlistamaður með aðsetur í Clermont Ferrand, Frakklandi. Hún vinnur aðallega með skúlptúr, skapar aðstæður í rými þar sem handverk, aðferðir og hreyfing gegna mikilvægu hlutverki. Claire Gonçalves var valin í vinnustofudvöl 2022 í Reykjavík í boði Artistes en résidence, Nýlistasafnsins, Franska sendiráðsins á Íslandi, Alliance Francaise og Sambands íslenskra myndlistarmanna. Í vinnustofunni vonaðist hún til að auðga formlegan og hagnýtan orðaforða sinn í tengslum við listrænar aðferðir og uppgötva nýjar vinnuaðferðir.