2.28—3.28.2015

Sýningar

Unndór Egill Jónsson

Tvívængja

Nýlistasafnið býður ykkur hjartanlega velkomin á sýninguna Tvívængja / Abreast eftir myndlistarmanninn Unndór Egil Jónsson, laugardaginn 28. febrúar frá klukkan 16:00-18:00.

Hugmyndafræði og viðfangsefni Unndórs hverfast um hið óumflýjanlega samneyti manns við náttúru, nokkuð sem hefur verið mörgum listamönnum hugleikið í gegnum tíðina. Verk Unndórs varpa ljósi á og upphefja hið agnarsmáa (nánast ómerkilega) og leiða þannig huga áhorfandans að máltækinu ,,margt smátt gerir eitt stórt” og að hver einstaklingur sé fær um að leggja sitt af mörkum til náttúrunnar. Jafnvel þó það sé agnarsmátt. Með þessu fylla verk listamannsins brjóst manns von um að eins manns-endurvinnsla geri gagn og að nægjusemi og sjálfbærni séu raunsæ einstaklingsmarkmið.

Ágrip

Unndór Egill Jónsson er fæddur árið 1978 og býr og starfar í Reykjavík. Hann hlaut BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og mastersgráðu frá Valand School of Art í Svíðþjóð árið 2011. Unndór hefur á undaförnum árum sýnt jöfnum höndum á Íslandi og erlendis, þar á meðal Momentum Design í Moss, Blokk, Göteborg Konsthall, Listasafni Así, Hafnarborg og Galleri Pictura.


Sýningarstjóri

Rakel McMahon