4.5—6.5.2014

Sýningar

Hreinn Friðfinnsson

Time and Time and again

Sýning á verkum Hreins Friðfinnssonar í sýningarstjórn Markúsar Þórs Andréssonar og Ragnheiðar Gestsdóttur. Sýningin og dagskrá henni tengd er hluti af Listahátíð í Reykjavík.

Sýningin samanstendur af verkum Hreins auk kvikmyndar um líf hans og list í leikstjórn þeirra Ragnheiðar og Markúsar: æ ofaní æ. Lykilverk af ferli listamannsins og æviatriði eru notuð sem burðarás í taugatrekkjandi frásögn þar sem sannleiksleit vísindanna og sköpunarþrá listarinnar takast á.

Hin margrómaða finnska leikkona, Kati Outinen, er í hlutverki Aiku sem starfar á Rannsóknarstofu tímans. Hún hefur það verkefni að fylgjast með framvindu tilraunar þar sem tvíburabræður voru í æsku fluttir á ólíkar slóðir til þess að mæla framvindu tímans allt eftir nálægð við þyngdarafl Jarðar.


Sýningarstjóri

Markús Þór Andrésson, Ragnheiður Gestsdóttir