11.22—12.20.2014

Sýningar

Vilda Kvist

We Need Better Endings

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á sýninguna We Need Better Endings eftir sænsku myndlistarkonuna Vildu Kvist. Sýningin er í nýju verkefnarými safnsins að Völvufelli 13-21, efra Breiðholti.

Skáldskapur er ákveðin útgáfa af raunveruleikanum. Sagður og endursagður sem skemmtun í gegnum fjölmiðla. Á öld samskiptavefja þar sem allir gera sér grein fyrir krafti mynda og framsetningu sjálfs okkar á nýjan máta aftur og aftur. Hvað kennir falskur fullkomleiki Hollywood okkur? Hverjir mega missa sín úr glamúrmyndunum og við hverja er hægt að miða? Hvaða ímyndum er þrýst upp á okkur í gegnum mistúlkun? Steríótýpur Hollywood eru endursköpun á því hvernig hamingja ætti að líta út og hverjir það eru sem fá að vera hetjur og aðalpersónur stórsagnanna

Ágrip

Vilda Kvister fædd í Gautaborg árið 1979. Hún býr og starfar í Stokkhólmi. Hún útskrifaðist með MA gráðu frá Konstfack í Stokkhólmi árið 2014. Í myndlist sinni fæst hún, með ákveðinni óvirðingu og umhyggju, við allt á milli valdaskiptingar, haturs í garð samkynhneigðra og sögufölsunar til þess sem hún elskar líkt og sólsetra, fagurfræði, vandræðalegrar tónlistar og það að nafngreina hetjur sínar. Bæði þær sem hafa verið viðteknar og þær sem munu aldrei verða það. Þetta er tilfinningaleg kennsla um völd.


Sýningarstjóri

Kolbrún Ýr Einarsdóttir