24.01—08.03.2026

Sýningar

Þórdís Alda Sigurðardóttir

Lífsmynstur – Öll þessi ár

Sýningin Lífsmynstur – Öll þessi ár er persónuleg könnun Þórdísar Öldu Sigurðardóttur á tengslum mannverunnar við umhverfi sitt. Í verkum sínum rannsakar hún hugmyndina um „náttúru“ sem línu dregna á milli okkar og heimsins í kringum okkur, sem við nánari skoðun reynist vera tilbúningur. Þessi lína verður sífellt óljósari í samtímanum en Þórdís kannar hana endurtekið af næmni og forvitni.

Ágrip

Þórdís Alda Sigurðardóttir (f. 1950 í Reykjavík) er myndlistarkona sem býr og starfar í Mosfellsbæ og Skagafirði. Hún nam við Kennaraháskóla Íslands, Myndlistarskóla Reykjavíkur, Mynd- og handíðaskóla Íslands og Akademie der Bildenden Künste í München, Þýskalandi. Þórdís hefur verið virkur þátttakandi í myndlistarlífi Íslands í áratugi og tekið þátt í fjölda sýninga hérlendis og erlendis, m.a. í Listasafni Reykjavíkur, Listasafninu á Akureyri, Galleri Katedralen í Danmörku og Arka gallerí í Litháen. Hún er félagi í SÍM, MHR, Royal Society of Sculptors í Bretlandi og Akademíu skynunarinnar. Í verkum hennar eru efniviður, skynjun, minningar og umhverfi í forgrunni, þar sem hún skapar marglaga og persónulegt myndmál. Verk hennar hafa verið sýnd víða um Ísland, í Evrópu og Bandaríkjunum.


Sýningarstjóri

Odda Júlía Snorradóttir