24.06—06.08.2023

Sýningar

Kamile Pikelyte, Wiola Ujazdowska, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Kolbeinn Hugi, Unnur Andrea Einarsdóttir, Clare Aimée

Leifar — Gjörningaboðhlaup

Leifar er röð gjörninga sem framdir verða sumarið 2023 samhliða heimildum úr gjörningaarkífi Nýlistasafnsins. Gjörningar listamannanna Kamile Pikelyte (LT/IS), Wiola Ujazdowska (PL/IS), Katrínar Ingu (IS), Kolbeinn Hugi (IS/DE), Unnur Andrea Einarsdóttir (IS) og Clare Aimée (CA/IS) munu fara fram á völdum dagsetningum yfir sex vikna tímabil og skilja eftir sig líkamlega þætti sem verða að lokum að heimildum. Verkin verða skrásett með ýmsum hætti; með hljóðupptöku, skapandi skrifum, á vídeó og ljósmyndir. Viðburðaröðin vísar í ýmsar áttir, í félags-pólitíska menningarsköpun, varðveislu heimilda, helgisiði og leikreglur.


Sýningarstjóri

Liisi Kõuhkna