04.12—05.12.2025

Sýningar

Aapo Nikkanen

Joy Machines - Aapo Nikkanen

Gjörningurinn Joy Machines eftir Aapo Nikkanen fer fram í tvö skipti í Nýlistasafninu dagana 4. og 5. desember kl. 20:00, gert er ráð fyrir að gjörningurinn taki um það bil klukkustund. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig, gjörningurinn rúmar aðeins 20 mans svo að pláss er takmarkað og því er tekið 1.500 kr.- staðfestingar gjald við skráningu.

Ágrip

Aapo Nikkanen (FI/FR) er myndlistarmaður, rannsakandi og dáleiðslu þerapisti. Hann lauk prófi sem dáleiðari árið 2024 og rekur meðferðarstofu í París. Samhliða listsköpun sinni rannsakar Nikkanen nýja tækni og skrifar reglulega um hana í alþjóðleg tímarit. Verk hans hafa verið sýnd víða síðastliðin 10 ár, þar á meðal í Le Crédac, Palais de Tokyo og Fondation Ricard í París, á Hönnunarsafninu í Helsinki, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam, Casa Encendida í Madríd og de Appel Art Center í Amsterdam. Þetta er í annað sinn sem Aapo sýnir verk sín á Íslandi en árið 2021 hélt hann einkasýningu í OPEN sem bar titilinn These Trying Times.