26.01—05.03.2023

Sýningar

Julie Béna, Guðrún Bergsdóttir, David Escalona, Rósa Gísladóttir, Juliana Höschlová, Tomáš Javůrek & Screen Saver Gallery, Eva Koťátková, Guðjón Gísli Kristinsson, Marie Lukáčová, Michael Nosek, Claire Paugam, Sindri Ploder, Adéla Součková, Vladimír Turner, Aleksandra Vajd & Anetta Mona Chiṣa

Brot af annars konar þekkingu

Þemu sýningarinnar eru meðal annars andleg málefni; breytt ástand vitundar og hugvíkkandi efni; viska bundin við náttúru og samfélög fólks, „venjuleiki“ og stofnanavæðing; hugsun og reynsla miðluð með líkamanum; handverk og hæglætislífstíll tengdur því; heimssýn fólks með skyn- eða líkamlegar fatlanir; uppgötvun og ævintýri; gervigreind og síðast en ekki síst, listrænar rannsóknir sem sérstök tegund þekkingar.

Ágrip

Adéla Součková

Adéla Součková (f. 1985, Tékkland) útskrifaðist frá Academy of Fine Arts í Prag og Hochschule für Bildende Künste í Dresden. Í list sinni byggir hún margslungið, gagnrýnið og myndrænt tungumál í gegnum allt frá teikningum, gjörningum og innsetningum yfir í vídjóverk og ljóð. Málverkin hennar, teikningar, gjörningar og innsetningar eru þéttofin vel útbreiddri skáldskaparfræði tengdri tungumáli táknfræðivísana og augnablikinu þegar listrænar og líkamlegar gjörðir birtast.

Aleksandra Vajd

Aleksandra Vajd (f. 1971, Slóvenía) einblínir á ljósmyndun í listsköpun sinni og reynir á þolmörk miðilsins. Hún kemur fram við myndir sem hluti, nýtir rými og hefur áhuga á efnislegum eiginleikum ljóss. Nýlega hefur hún fengist við ljósmyndaverk þar sem hún eimar ljósmyndatæknina niður og kannar mörk hennar með sérstakri áherslu á efnisleikann. Þessi slóvenska listakona er búsett í Prag og útskrifaðist með gráðu í ljósmyndun frá Film and TV School of Academy of Performing Arts (FAMU) í Prag. Hún fékk einnig námsstyrk frá State University of New York í New Paltz. Árið 2008 varð hún dósent við Academy of Fine Arts and Design í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Á árunum 2005–2015 var hún mest í samstarfi við tékkneska ljósmyndarann Hynek Alt. Frá árinu 2008 hefur hún verið yfir Studio of Fine Arts IV í Academy of Arts, Architecture and Design í Prag.

Anetta Mona Chişa

Myndlistarkonan Anetta Mona Chişa vinnur með skúlptúra, vídjó, gjörninga og texta í verkum sem kanna umbreytingu á efni, umhverfi og tækni og pólitískar og efnislegar hliðar þeirra. Hún hafnar aristótelískri tvíhyggju höggmynda og hefur áhuga á getu efna til að umbreytast yfir tíma. Verk hennar og samstarfsverkefni hafa verið sýnd víða um heim á ýmsum sýningarstöðum, allt frá Art in General í New York, n.b.k. í Berlín, MoCA á Miami, MuMoK í Vín, The Power Plant í Torontó og Schirn Kunsthalle í Frankfurt, til Taipeitvíæringsins, Moskvutvíæringsins og 54. Feneyjatvíæringsins, meðal annarra.

Claire Paugam

Claire Paugam (f. 1991, Frakkland) býr og starfar í Reykjavík. Paugam útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2016 og tók við Hvatningarverðlaunum Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2020. Claire vinnur fjölfaglega, hvert listaverk lifnar við út frá eigin efniskennd, frá ljósmyndum og skúlptúrum að staðbundnum innsetningum, gjarnan í raunstærð. Verk hennar ganga út á að vekja spurningar um um hinn efnislega heim með því að horfast í augu við viðkvæma upplifun á algengum reglukerfum og birtingarmyndum. Formleysa, ringulreið, óreiðustig og tilfinningin að sleppa tökunum eru stærstu þemun sem hún tekur fyrir. Claire Paugam er í stjórn Nýlistasafnsins.

David Escalona

David Escalona (f. 1981, Spánn) er með doktorsgráðu í listfræði frá University of Granada og mastersgráðu í listrannsóknum og framleiðslu frá sama háskóla. Hugtökin sem hann kynntist í læknisfræði við Univesity of Málaga mörkuðu listrænt ferðalag hans: líkaminn, sjúkdómar og brothætt tilvist okkar eru nokkur umfjöllunarefni sem koma fram í verkum hans. Hann notast við þverskurð í hugsanaferlum listaverka sinna, með sjónrænum myndlíkingum þar sem aragrúi mynda býður viðtakandanum að horfa á sig úr fjarlægð, úr loftþéttum rýmum hverrar fræðigreinar. Escalona hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, meðal annars við Instituto Cervantes í Nýju Delí, CentroCentro í Madríd og í Künstlerhaus Bethanien í Berlín.

Eva Koťátková

Eva Koťátková (f. 1982, Tékkland) er myndlistarkona sem tekur virkan þátt í bæði listasenu Tékklands og á alþjóðavísu. Hún hlaut mastersgráðu frá Academy of Fine Arts in Prague (AVU) og doktorsgráðu frá Academy of Arts, Architecture and Design í Prag. Koťátková hlaut Jindřich Chalupecký heiðursverðlaunin árið 2007. Hún er einn stofnenda Institute of Anxiety sem skapar rými fyrir samvinnu listafólks, fræðifólks og aktívista. Verk hennar kanna birtingarmyndir valds, samskiptablekkingu, ójöfnuð og valdbeitingu af hendi stofnana gegn þeim sem storka normum (eða því sem telst hefðbundið) á einn eða annan hátt. Koťátková notar einnig margbreytilegar aðferðir í leit að nýjum leiðum til að starfa, miðla og deila, sem gætu gert einstaklingum og samvinnuhópum kleift að starfa á frjálsari, jafnari og skilningsríkari hátt. Hún vinnur með sögur og tilfinningar minnihlutahópa og býður oft börnum til samstarfs. Koťátková hefur sýnt á Istanbúltvíæringnum (2019), Metropolitan Museum í New York (2018), 21er Haus – Museum for Contemporary Art í Vín (2017), Sonsbeek (2016), New Museum þríæringnum í New York (2015), Schinkel Pavillon í Berlín (2014) og Feneyjatvíæringnum (2013).

Guðjón Gísli Kristinsson

Guðjón Gísli Kristinsson (f. 1988, Ísland) er fæddur og uppalinn fyrir vestan á Ólafsvík. Þegar hann var strákur flutti hann með fjölskyldu sinni í bæinn. Hann lauk bæði við grunnskóla og gagnfræðaskóla. Guðjón Gísli hefur búið og unnið í sjálfbæra samfélaginu á Sólheimum síðan 2017. Í vinnustofunum þar byrjaði Guðjón að búa til list og handverk og þróaði með sér ástríðu fyrir útsaumi. Verk Guðjóns má finna víða í einkasöfnum og hann tekur reglulega þátt í samsýningum í sýningarsölum Sólheima. Let Me Hear Your Footprints er fyrsta alþjóðlega samsýningin sem hann tekur þátt í utan landsteinanna.

Guðrún Bergsdóttir

Guðrún Bergsdóttir (f. 1970, Ísland) er myndlistarkona sem hefur haldið einkasýningar á verkum sínum í Gerðubergi, á Mokka og tekið þátt í samsýningum á Safnasafninu, Hafnarborg og nú síðast á Listasafni Reykjavíkur. Í kringum aldamótin byrjaði Guðrún að skapa sínar eigin myndir í stað þess að fylgja mynstrum, en áður hafði hún gert slíkar myndir með fínum filtpenna. Guðrún skissar ekki, heldur skapar verk sín beint á útsaumsflötinn, stærð strigans ákvarðar endimörk þeirra. Á myndfletinum er það svo þráður og nál sem elta hvort annað þar til myndin er tilbúin. Það er óvenjulegt að sjá útsaumsverk sem eru jafn lifandi og í tilfelli Guðrúnar. Myndirnar hennar eru með sterkan hrynjanda lita og forma, myndbyggingin er oft opin svo að hver myndheimur virðist hluti af stærri heild. Útsaumsverk Guðrúnar eru nátengd málverkum, með lífræn form, lifandi línu og fjölbreytt litróf.

Juliana Höschlová

Juliana Höschlová (f. 1987, Tékkland) býr og starfar í Bratrouchov í Risafjöllum í Tékklandi. Hún útskrifaðist frá málaravinnustofu Vladimír Skrepl og Jiří Kovanda við Academy of Fine Arts í Prag. Árið 2010 hlaut hún NG 333 verðlaunin. Hún hefur verið í starfsnámi og residensíum í Tævan, Kiev, Búdapest og Graz. Hún tekst á við umhverfis– og félagsmál í verkum sínum og rannsakar óvaranlegar vörur á borð við plast og vefnað. Sem stendur einbeitir hún sér mest að stafrænum málverkum.

Julie Béna

Julie Béna (f. 1982, Frakkland) býr og starfar í Prag og París. Hún útskrifaðist frá Villa Arson í Nice og nam við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam. Verk hennar samanstanda af vísunum úr ýmsum áttum, hún raðar saman nútíma- og fornbókmenntum, há- og lágmenningu, gamni og alvöru, hliðstæðum tímum og rýmum. Með blöndu af skúlptúrum, innsetningum, vídjóverkum og gjörningum, virðast verk hennar oft fljóta í endalausu tómarúmi, þar sem þau breiða úr sér á uppskálduðu sviði þar sem allt er mögulegt. Á árunum 2012–2013 var hún hluti af Le Pavillon, tilraunastofu í Palais de Tokyo. 2018 var hún tilnefnd til Prix AWARE Women Art Prize. Hún sýnir fyrir hönd Joseph Tang Gallery í París og Polansky Gallery í Prag.

Marie Lukáčová

Marie Lukáčová (f. 1991, Tékkland) er tékknesk myndlistarkona. Hún útskrifaðist með mastersgráðu frá Academy of Arts, Architecture and Design í Prag árið 2017. Hún er einn af þremur stofnendum feminíska aðgerðasinnahópsins „Fjórða aldan“ (e. The Fourth Wave) sem ýtti úr vör almennri umræðu um kynjamisrétti í háskólum árið 2017. Marie tók einnig þátt í stofnun gagnrýnu nemendasamtakanna „Vinnustofa án meistara“ (e. Studio without Master), þar sem hún starfaði og lærði á árunum 2015 til 2017. Hún nam einnig við Faculty of Fine Arts í Brno og við Art Academy Mainz í Þýskalandi. Lukáčová hélt fyrstu einkasýningar sínar árið 2014 og síðan þá, samhliða afar virkri þátttöku í samsýningum, hefur hún haldið þær á hverju ári. 2019 hélt hún einkasýninguna Sirena Bona í GAMU Gallery í Prag.

Michael Nosek

Michael Nosek (f. 1990, Tékkland) fæddist í Litoměřice, býr og starfar í Prag. Hann útskrifaðist frá Academy of Fine Arts í Prag, þar sem hann nam við Painting Studio III. hjá Michael Rittstein. Líkamleiki og tilfinningaleiki birtast endurtekið í umfjöllunarefnum höfundar. Áþreifanleiki sem er birtur annað hvort beint og opinskátt eða leiðir áfram verk sem eru nú þegar til og óma í í samspili við líkamann. Tilfinningar, svipbrigði, svipbrigði, tjáning – slíkt innihald lýsir svo grímunum sem höfundurinn skapar, hvort sem ætlunin er stakur hlutur eða samspil við líkamann og innsetninguna.

Rósa Gísladóttir

Rósa Gísladóttir (f. 1957, Ísland) útskrifaðist úr myndlist frá Myndlista– og handíðaskóla Íslands (Reykjavík, '81), í skúlptúragerð frá Academy of Fine Arts (München, '86) og í Art as Environment frá Manchester Metropolitan University (Manchester, '02). Verk hennar hafa verið sýnd víða, meðal annars í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Ítalíu og á Íslandi. Þrívíð verk Rósu Gísladóttur rannsaka uppruna forma og frumspekilega merkingu þeirra í gegnum söguna, nútímahráefni og stríðið við neysluhyggjuna. Hún hefur notað fjölbreytt efni í verkum sínum, en hún er þekktust fyrir gifsskúlptúra af ýmsum stærðum og gerðum. Frá upphafi ferils síns hefur hún oft fléttað inn listrænar vísanir í arkitektúr og menningu; verk hennar leggja áherslu á sérstöðu og virði kyrralífsmynda sem listforms og hún sekkur sér ítrekað ofan í viðfangsefni á borð við sjálfbæra þróun, klassísisma og andleg málefni.

ScreenSaverGallery

ScreenSaverGallery er hópur samsettur af listafólkinu, sýningarstjórunum og fræðifólkinu Barbora Trnková, Tomáš Javůrek og Marie Meixnerová. Starf þeirra snýst um að leita tilraunakenndra nálgana á nýjustu tækni og kynna niðurstöðurnar fyrir bæði sérfræðingum og almenningi.

Sindri Ploder

Sindri Ploder (f. 1997, Ísland) tók þátt í leikmyndahönnun fyrir tékkneska leikgerð af Skugga–Baldri eftir Sjón, sem sýnd var í Hafnarhúsinu þó nokkrum sinnum og var sýnd í Prag allt fram til 2022. Hann tók þátt í samsýningu skipulagðri af List án landamæra árið 2017 þar sem hann vann með hönnuðinum Munda Vonda. Þar voru teikningar Sindra notaðar á ullarmottu hannaða af Munda. Sindri tók þátt í List án landamæra 2019, 2020 og 2022, þar sem hann sýndi teikningar, ullarmottu og viðarskúlptúra. 2019 tók hann listaáfanga á vorönn í Myndlistarskólans í Reykjavík og var í kjölfarið með verk á samsýningu í skólanum. Hann hefur síðan verið í listnámi hjá Fjölmennt, samhliða vinnu í Bjarkarási. Sindri hefur alltaf notið þess að teikna, en það var ekki fyrr en um 12 ára aldurinn sem teikningarnar hans byrjuðu að taka á sig þá persónulegu mynd sem einkennir þær í dag. Hann hefur aðallega fengist við auðþekkjanlegar andlitsmyndir, einstakar og svipsterkar. Nýlega hefur hann gert tilraunir með viðarskúlptúra þar sem hann getur útfært andlitsformið í þrívídd. Hann hefur einnig unnið með keramík, mósaík, við og vefnað. Aðal aðferð hans er þó alltaf teikning með fínum filtpenna á pappír. Sindri eyðir frítíma sínum að mestu við að teikna og skapa, hvort heldur heima eða á servíettur í bílnum, á biðstofum eða á flugvöllum.

Tomáš Javůrek

Tomáš Javůrek (b. 1983, Tékkland) er í framhaldsnámi við Faculty of Fine Arts við Brno University of Technology, þar sem hann er einnig lektor. Að auki er hann sjálfstæður bókaútgefandi, sýningar hans einblína á nútíma internet- og stafræna list, sem hann tekur einnig fyrir í rannsókn fyrir lokaritgerð sína. Hann er hluti af tvíeykinu &.

Vladimír Turner

Vladimír Turner (f. 1986, Tékkland) býr og starfar í Prag. Hann lærði hljóð– og myndmiðlun við FAMU og fór svo í Studio of Intermedia Confrontation við Academy of Arts, Architecture and Design í Prag. Hann var í starfsnámi og residensíum í Buenos Aires, Valencia, Nijmegen, Toulouse og Brisbane. Í verkum sínum sveiflast hann á milli heimildamyndagerðar, listar í almenningsrými og aktívisma.


Sýningarstjóri

Tereza Jindrová & Eva B. Riebová